þriðjudagur, júní 06, 2006

 
Átti frábæra helgi.. get nú ekki sagt annað. Finnst að helgarnar ættu bara að vera þriggja daga.. það er rosa notalegt og sanngjarnt. Skemmti mér konunglega með ættinni minni á laugardaginn og um kvöldið... grilluðum saman uppí Skátastykki og skemmtilega við þetta grill var að nokkrir fastalandsbúar sáu sér fært að mæta og úr varð þetta fína "míní-ættarmót". Held við Ása séum sjálfskipaðar í skipulagsnefnd Reynistaðarfamilíunnar... þetta er satt... það verður bara að halda fjölskyldunni samtaka í að hittast reglulega. Krakkarnir voru alveg að fíla sig enda frábært umhverfi þarna uppfrá fyrir börn. Svo fékk maður nettan þjóðhátíðarfiðring syngjandi við varðeldinn.
Annars fór helgin bara í dúllerí.... horfði á tvær dvd; Wolf Creek sem er áströlsk hrollvekja og vá hvað hún var góð.. mæli með henni, ég sat allaveg alveg stjörf yfir henni. Svo tókum við Linda Björk fjölskyldumynd sem heitir Nanny McPhee og hún var mjög fín og skemmtileg.

Svo er bara nóg um að vera á næstunni eða þannig.... Hjördís og Erna að koma frá Spáni með fullt af M&M handa mér.. svo ætlar Hjördís að eyða helginni hérna þannig að maður býður henni pottþétt í mat + þetta er sjómannadagshelgin, ég held ég fari samt ekki á ball þó það sé Todmobile, er ekki að nenna því enda er ég nánast hætt að fá mér í glas og þar er um að kenna eða þakka að ég fæ yfirleitt flensuna og ælupestina eftir skrallog er ekki að nenna því og sleppi því þessu þá svo ég sé hress daginn eftir. Um þarnæstu helgi er svo 17.júní og þá verður örugglega kíkt aðeins á Stakkó með stelpuna. Svo á kellingin bara þrítugsafmæli helgina þar á eftir og verður ekkert haldið upp á það.. jú kannski baka ég eina köku með þremur kertum til að blása á... æ þetta verður bara dúlludagur hjá mér, ekkert stress og kíki kannski í aðlögun á föndurtíma á Elló...hehehehehehe.

Svo er maður búinn að skipuleggja Reykjavíkurferð með Lindunni og það verður stelpuferð hjá okkur mæðgum. Farið í bíó og í húsdýragarðinn, Smáralind og bara eitthvað skemmtilegt. Ætla samt að passa mig á að fara í húsdýragarðinn bara ef það er sólarlaust....síðast lenti ég þarna í bongóblíðu og ég fer aldrei aftur nema vera í býflugnavarnarbúningi....díses þetta hlýtur að vera höfuðborg býflugna og getunga þarna....ojbarasta.

Annars vil ég bara minna á æfingu okkar Eðalkvenna í kvöld kl.20:30.... þetta er bara hræðilega gaman og endilega látið sjá ykkur stúlkur.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<