sunnudagur, júní 04, 2006

 
Við systur erum svo hræðilega ólíkar í okkur. Skil ekki hvernig þetta er hægt með sama uppeldið... að vísu sagði ég alltaf hér í den að Hjördís sys væri tökubarn... mér fannst hún aldrei lík einum né neinum ... en svo er nú ekki. Hún er aftur á móti algjör andstæða við mig í svo mörgu. Hún hefur alltaf haft flökkueðlið í sér á meðan ég vil bara hafa það rólegt heima hjá mér. Man hérna í gamla daga þegar hún fór ein til Flórída á vegum Stöðvar 2 þegar hún var um tíu ára eða eitthvað svoleiðis, hún vildi endalaust vera á flakki út og suður og gat varla verið heima hjá sér. Hún fór sem au pair til Bandaríkjanna, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug á hennar aldri og jafnvel ekki núna. Mér fannst heilmikið mál að fara stundum í fótboltaferðalög þar sem ég gat oft á tíðum brjálast úr heimþrá bara við það að vera einhversstaðar uppi á landi yfir helgi. Ég kveið þessum helgum eins og verið væri að rífa úr mér hjartað en ég lifði þetta þó af. Hugsaði oft að krakki á þessum aldri ætti ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum eins og hvort það yrði fært til baka daginn eftir og hvað skyldi gera ef það yrði ekki fært. Aumingjans fararstjórarnir að hafa mig með. Jafnvel þegar ég byrjaði í Háskólanum og gisti hjá frænku minni fyrsta árið kom ég um hverja einustu helgi heim .... rútubílstjórinn var farinn að þekkja mig. Svona erum við misjöfn. Fór einmitt að spá í þessu þegar ég talaði síðast við Hjördísi "flakkara" en þá var hún að undirbúa sig undir Spánarferð með Ernu yngstu systir. Ég spurði hana eitthvað á þessa leið "...en ertu ekkert stressuð ?".... Hún skildi ekki spurninguna... stressuð yfir hverju... hún var bara að deyja úr tilhlökkun. Þá fór ég að spá... ég væri í hennar tilfelli búin að eyða tímanum sem ætti allajafna að fara í tilhlökkun... í að vera stressuð fyrir að innrita mig í flugvélina, bíða á flugvellinum, fara í flugvélina og koma mér á áfangastað.... ég yrði ekki í rónni fyrr en ég væri komin aftur heim til mín að fara svona alein út í heim.
Gleymi því aldrei hvað ég var stressuð á flugvellinum í Minneapolis í fyrra þegar við vorum að sýna vegabréfin okkar... ameríski flugvallarstarfsmaðurinn spurði okkur svo margra spurninga og þetta voru svona "hvað í andskotanum eruð þið að gera hérna og eruð þið hryðjuverkamenn spurningar".... það lá við að mig langaði að snúa við því þarna var ég greinilega ekki velkomin.
Það var nú bara síðast fyrir nokkrum vikum sem ég átti að fara á vegum vinnunnar til Hornafjarðar í tvo daga... það tók nokkra mánuði að svona kvíða fyrir þessu og hlakka til þegar þetta væri búið en svo var þetta auðvitað mjög skemmtilegt og ég hafði sko bara gott af þessu á endanum.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<