mánudagur, júlí 31, 2006
Djö... er ég orðin pirruð á þessum veðurspám. Ein sýnir hitabylgju, önnur sýnir rok og rigningu og sú þriðja sýnir sól og skýjað.....Ég er hætt að pæla í þessu. Það verður bara eitthvað veður á þessari þjóðhátíð og við getum engu þar um breytt og það þýðir ekkert að væla yfir því þó það rigni og hananú.
Ég er annars að vinna síðasta daginn fyrir frí og ég er í brjáluðu stuði. Þetta er svo langþrátt frí að það hálfa væri nóg. Ætla sko að njóta þess í botn að dúllast með litla skottinu mínu, undirbúa Þjóðhátíðina og hafa það gott.
Sá æðislega mynd í gær á DVD, Walk the Line sem er ævisaga Johnny Cash... yndisleg mynd í alla staði, vel leikin, góð persónusköpun, góð tónlist og saga. Mæli hikstalaust með þessari.
Ásgerður er fundin og loksins náði ég í hana. Skipulögðum okkur í þaula fyrir helgina og hver ætti að kaupa þetta og hver keypti hitt. Hver ætti að baka þessa sort og hvað á að koma með mikið af þessu og hinu. Svo er bara að krossa fingur að við lendum einhversstaðar á svipuðum stað og í fyrra með tjaldið. Ása spurning um að hittast aðeins á kaffihúsi í vikunni... miðjum degi og spjalla, hvernig líst þér á það ?
6 tímar í sumarfrí !!!!!!
Ég er annars að vinna síðasta daginn fyrir frí og ég er í brjáluðu stuði. Þetta er svo langþrátt frí að það hálfa væri nóg. Ætla sko að njóta þess í botn að dúllast með litla skottinu mínu, undirbúa Þjóðhátíðina og hafa það gott.
Sá æðislega mynd í gær á DVD, Walk the Line sem er ævisaga Johnny Cash... yndisleg mynd í alla staði, vel leikin, góð persónusköpun, góð tónlist og saga. Mæli hikstalaust með þessari.
Ásgerður er fundin og loksins náði ég í hana. Skipulögðum okkur í þaula fyrir helgina og hver ætti að kaupa þetta og hver keypti hitt. Hver ætti að baka þessa sort og hvað á að koma með mikið af þessu og hinu. Svo er bara að krossa fingur að við lendum einhversstaðar á svipuðum stað og í fyrra með tjaldið. Ása spurning um að hittast aðeins á kaffihúsi í vikunni... miðjum degi og spjalla, hvernig líst þér á það ?
6 tímar í sumarfrí !!!!!!