föstudagur, júlí 21, 2006

 
Þá er allt að skýrast með Þjóðhátíðina og allt að gerast. Á morgun klukkan 11 verður þjóðhátíðarlagið frumflutt á Bylgjunni. Mín var ekki par ánægð með það þar sem jú búið var að tala um að lagið yrði frumflutt í dag og akkúrat á morgun klukkan ellefu þá verð ég að labba út úr Herjólfi og heyri því ekki mikið í frumflutningnum.

Sú breyting verður á þetta árið að líklega munum við Brynjar ekki tjalda Reynótjaldinu og eru nokkrar ástæður fyrir því. Númer eitt er að eins og staðan er í dag þá munum við ekki fá neina gesti til okkar (nema auðvitað hana Siggu mína) og því finnst okkur óþarfi að vera að tjalda heilu tjaldi bara fyrir okkur og númer tvö er að Brynnsi verður að vinna alla þjóðhátíðina og það gæti orðið vesen að koma tjaldinu upp (ekki geri ég það ein) og koma því niður (ekki ég heldur) og flytja öll húsgögnin á föstudaginn. Númer þrjú er að elskuleg frænka mín og stuðbolti hún Ása bauð okkur að vera með sér í tjaldinu hennar og hentar það okkur bara ansi vel í þetta skiptið en.... Brynjar er næstum búin að lofa mér að vera ekki að vinna aftur á Þjóðhátíð þannig að Reynótjaldið mun rísa eins og venjulega á næsta ári.

Annað.... í sambandi við Þjóðhátíðarblaðið. Alltaf finnst mér jafn vitlaust þegar blaðið er selt svona rétt fyrir Þjóðhátíð. Er ekki hægt að setja það í sölu helgina fyrir Þjóðhátið svo maður hafi nú tíma til að skoða það og lesa og hita sig upp. Mér finnst ég aldrei hafa tíma til að glugga í það svona 5 mínútur í Þjóðhátíð og enda alltaf á að skoða það eftir hátíðina og þá er það bara ekki eins gaman. Vinsamleg ábending til Þjóðhátíðarnefndar; má ekki flýta útgáfunni á blaðinu, held það myndi líka gagnast auglýsendum betur.... ha ??? Birgir hvað segirðu um það ?????

Hætti núna... áður en ég fer að skipta mér af meiru.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<