fimmtudagur, júlí 06, 2006

 
Fyrir um fjórum árum síðan ákvað ég að hætta að horfa á Bráðavaktina. Mér fannst þetta orðið gott þegar ég stóð mig að því að grenja yfir þættinum þegar Dr. Green dó... og ég grenjaði ekki bara, heldur var bara ansi miður mín yfir þessu, með kökk í hálsinum og allt. Þá hugsaði ég... nú er komið nóg og þennan þátt horfi ég aldrei aftur á og ég stóð við það.
Greys Anatomy er að hafa svipuð áhrif á mig núna. Þetta er gjörsamlega einir bestu þættir sem ég hef séð. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur lifað sig inn í þetta. Mér finnst leikararnir vera mínir bestu vinir og ég er t.d. kolfallin fyrir Dr. Shepard og hjartasjúklingnum honum Denny. Finnst ekkert skrýtið að Izzy setji starfið að veði fyrir manninn með bilaða hjartað.... þvílíkur sjarmör. Ég hef staðið mig að því að segja Meredith að kyssa Dr. Shepard....já ég veit ég segi henni það oft þegar þau eru að tala saman í þáttunum..... uuuuu ég veit þetta er klikkað .. en það er bara ekkert öðruvísi en þegar karlarnir eru að horfa á enska boltann og hrópa á liðið sitt og/eða fagna þegar liðið þeirra skorar. Ég átti líka erfitt með mig þegar þættinum lauk og jú þvílíkur endir. Ég sat uppí sófa, með hendur fyrir andlitinu og kökk í hálsinum.... ó hvað ég vona að Denny lifi... ég held nefnilega að Dr. Burke gefi honum hjartað sitt. Eru það ekki kaldhæðni örlaganna. Elska þessa þætti.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<