þriðjudagur, júlí 04, 2006

 
Ég er að fara í brúðkaup um helgina. Ég hlakka þvílíkt til enda verður þetta örugglega mjög flott og skemmtilegt. Ekki er verra að tengdó og svilkona mín frá Mex koma líka og litlu mexíkanarnir hennar og hlakkar mig því enn meira til.... ég ætla að halda þeim allavega í viku hjá mér... ætla ekki að panta fyrir þau í Herjólf ef þau ætla sér að fara eitthvað of fljótt frá okkur.

Eins og mér þykir gaman að fara í brúðkaup þá þykir mér allt þetta tilstand svo fjarri mínum áhuga. Aldrei myndi ég nenna að standa í svona undirbúningi og ég er svo fegin að aðrir nenni því og bjóði mér í veisluna. Eftir því sem ég horfi oftar og oftar á Brúðkaupsþáttinn Já þeim mun meira fjarlægist þessi brúðkaupsáhugi hjá mér. Þetta er svo mikið rugl stundum allur þessi undirbúningur að mér finnst þessir þættir stundum hin besta skemmtun.

Ég væri alveg til í að gifta mig bara á þjóðhátíð... bara fá prest inní þjóðhátíðartjald, allt nánasta liðið okkar og svo bara nota dalinn fyrir veisluna. Ekkert vesen, ekkert stress og tilganginum náð á einfaldan hátt. Ekki það að ég sé að fara að gifta mig.... nei nei... bara smá pæling
En þetta er bara ég og sem betur fer eru ekki margir ég til. Ég er nægjusöm og það er auðvelt að gleðja mig.... ég vil ekkert vesen þó ég sé oft með vesen til þess að hafa ekki vesen...hehehehehe....þið skiljið þetta sem þekkið mig.

Svo styttist enn meir í þjóðhátíðina. Sigga mín kom mér aldeilis í þjóðhátíðarfílinginn um daginn þegar hún bað um gistingu... það styttist líka í sumarfríið mitt, stelpuferðina okkar Lindu Bjarkar í lok júlí og jólin. Allt að gerast "smerast" eins og Linda Björk segði.... það snýst allt um rím hjá henni þessa dagana "hey sjáðu þetta græna, karlinn er að spræna".....hehehehe, bara fyndið.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<