miðvikudagur, júlí 12, 2006

 
Já það eru mexíkanskir dagar á Faxastígnum. Í kvöld ætlum við Karla að elda saman ekta mexíkanskt kjúklinga-quesidillas.....og ekta mexíkanskt salsa......mmmmmmm. Hún ætlar að kenna mér réttu handtökin og hráefnið og eins gott að nýta sér það enda mexíkanskur matur einn sá besti sem hægt er að fá.
Það er ekki annað hægt að segja nema það sé fjör á heimilinu. Spænska, enska og íslenska töluð í allar áttir og þrjú börn á aldrinum 2-4 ára er ekki ávísun á rólegheit skal ég segja ykkur. Það er samt yndislegt að hafa þau öll sömul og ég held ég sé alveg að ná að dekra aðeins við þau... vonandi er ég að standa mig.
Karla fór upp á Heimaklett og Eldfell og fannst mikið til um. Hún er búin að taka trilljón myndir. Í gær var þoka og það leist henni ekki á.... sagðist finna fyrir smá hræðslu í svoleiðis veðráttu og fannst óþægilegt að hafa skýin svona lágt niðri, líklega fundið fyrir einangrunartilfinningu einhverri. Á döfinni er svo bátsferð í kringum Eyjuna, það verður örugglega upplifelsi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<