föstudagur, júlí 14, 2006

 
Jæja þetta hlýtur að fara að koma þetta blessaða þjóðhátíðarlag. Ég er alls ekki sátt við hvað þjóðhátíðarlagið er að koma seint ár eftir ár... maður verður nú að fá smá tíma til að læra það og svoleiðis. Annars er ég farin að hlusta á þjóðhátíðardiskana mína á fullu og um leið ágerist gæsahúðin og spenningurinn.... ég meina hver fær ekki gæsahúð við að heyra ....."þegar ágústnóttin nálgast nýt ég þess að vera til, tæli fram í hugann horfna huldumey......"
Var að skoða bloggið mitt frá því í fyrra og við það kom enn meiri þjóðhátíðarfiðringur í mig.
Af dalnum er það annars að frétta .... (er farin að hlaupa inn í dal í hverju hádegi þannig að þá sameinast líkamsræktin og forvitnin) að litla og stóra sviðið er komið upp en það verður áreiðanlega lítið um vinnu þar um helgina sökum veðurs.... úfff eins gott að þjóðhátíðin sé ekki þessa helgi.

Við Karla elduðum annars dýrindis mexíkanska máltíð um daginn. Quesidillas með flag salsa og baunastöppu og vel sterkt.....nammmmm. Hjördís sys!!! alveg er ég viss um að þú fílir þetta, ég býð þér í þetta næst þegar þú kemur (ekki samt á þjóðhátíðinni). Fórum svo með hana í sprönguna í gær og hún var nú alveg skíthrædd en prófaði samt og á endanum skall hún með bakið í klettavegginn... meiddi sig pínku en ekkert alvarlegt. Í gær fór Brynjar með henni á tónleikana með Gumma Jóns... og já ég nennti ekki, trúi því hver sem er.... en vá þetta var samt Gummi Jóns.... the sexiest man in the world.... sagði það við Körlu og hún jú... fannst hann alveg sætur en kannski aðeins of gamall. Ég hitti hann bara síðar.

Eitt enn..... hvað er þetta minnsirkus ??? Skil ekki þetta... er verið að safna vinum þarna eða er þetta auglýsingasvæði fyrir fólk.... ætlaði að kommenta hjá einni sem ég þekki en nei nei ekki hægt þar sem ég var ekki skráð inn...asnalegt. Skilettaekki.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<