miðvikudagur, júlí 19, 2006
"Mamma ég elska þig rosalega mikið, þú ert besta vinkonan mín"... jáhá.. ekki amalegt að byrja daginn á þessu. Það var líka ekki amalegt að fatta það að ég hafði verið búin að telja vitlaust að fríinu mínu og græddi sem sagt einn dag. Í dag eru því 12 dagar þangað til ég fer í frí og hananú.
Ég er hinsvegar almennt reið út í þessa "tralla" þarna í Reykjavík. Hvernig dettur þeim í hug að ætla sér að láta flóabátinn Baldur leysa Herjólf af og það á háannatíma í ferðaþjónustu. Hvað eru þessir menn bara að gera á þessum fundum sínum, dettur helst í hug að þeir hafi bara dregið nafnið upp úr potti og hlegið sig máttlausa yfir þessu. Mér fannst þetta bara helber móðgun út í Vestmannaeyinga. Bæði er skipið allt allt of lítið, það getur ekki siglt nema í liggur við spegilsléttum sjó, bíladekkið er opið, engar kojur og það er bara allt við þetta skip sem passar ekki við þessa löngu og erfiðu sjóleið. Ég skil líka ekki tímasetninguna á þessari slippferð. Háannatími í ferðaþjónustu og jú Vestmannaeyingar fara flestir í fríið sitt í ágúst, pysjutíminn..... næ þessu ekki.
Annað.... ég er ekki enn að sætta mig við hvað það tekur langan tíma að græja þessa Bakkafjöru. Ég vil ekki sætta mig við sama ástand í samgöngumálum í fjögur ár í viðbót. Mér finnst vera að spila með okkur.
Annars erum við mæðgur að fara í stelpuferð upp á land um næstu helgi. Förum á laugardegi og komum á sunnudegi. Við ætlum bara að dúlla okkur og láta eins og prinsessur, fara í bíó, á kaffihús, versla og borða ís. Hlakka til.
Ég er hinsvegar almennt reið út í þessa "tralla" þarna í Reykjavík. Hvernig dettur þeim í hug að ætla sér að láta flóabátinn Baldur leysa Herjólf af og það á háannatíma í ferðaþjónustu. Hvað eru þessir menn bara að gera á þessum fundum sínum, dettur helst í hug að þeir hafi bara dregið nafnið upp úr potti og hlegið sig máttlausa yfir þessu. Mér fannst þetta bara helber móðgun út í Vestmannaeyinga. Bæði er skipið allt allt of lítið, það getur ekki siglt nema í liggur við spegilsléttum sjó, bíladekkið er opið, engar kojur og það er bara allt við þetta skip sem passar ekki við þessa löngu og erfiðu sjóleið. Ég skil líka ekki tímasetninguna á þessari slippferð. Háannatími í ferðaþjónustu og jú Vestmannaeyingar fara flestir í fríið sitt í ágúst, pysjutíminn..... næ þessu ekki.
Annað.... ég er ekki enn að sætta mig við hvað það tekur langan tíma að græja þessa Bakkafjöru. Ég vil ekki sætta mig við sama ástand í samgöngumálum í fjögur ár í viðbót. Mér finnst vera að spila með okkur.
Annars erum við mæðgur að fara í stelpuferð upp á land um næstu helgi. Förum á laugardegi og komum á sunnudegi. Við ætlum bara að dúlla okkur og láta eins og prinsessur, fara í bíó, á kaffihús, versla og borða ís. Hlakka til.