mánudagur, júlí 24, 2006

 
Mál málanna í dag; Þjóðhátíðarlagið 2006. Hvað finnst ykkur ?
Mér finnst þetta bara ofboðslega fallegt lag, góð melódía, auðvelt á gítar og yndislega fallegur texti en.... hvað er þetta með sönginn. Stelpan syngur vel en þetta passar bara ekki við Þjóðhátíðarlag að vera með svona dúllur og slaufur og upp og niður. Ég ætla mér að syngja þetta lag í dalnum og ég bara sé mig í anda komin vel í glas að ætla að vanda mig svona við þetta, það er svona djazzstíll á söngnum og það bara passar illa í dalnum. Ég ætla að byrja að læra þetta á stundinni enda aðeins 10 dagar í fjörið og ég syng bara með mínu nefi, sleppi slaufunum bara.

....og hugsa sér, Raggi Bjarna mætir á svæðið - ég brjálast ég er svo hamingjusöm enda átti kallinn dalinn í fyrra. Get ekki beðið eftir Flottum jakka....tvídd tvídd tvíddtvídd *gæsahúð*.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<