fimmtudagur, júlí 20, 2006

 
Verð nú að fá að tjá mig aðeins um þennan Superstar þátt. Hef nú ekki lagt mig í að horfa á þetta en hef svona horft með öðru auganu og hlustað með hinu eyranu. Ég hafði nú enga trú á honum Magna þarna fyrst. Ég hef bara einhvernveginn aldrei heillast af manninum bæði útlitslega og sönglega en greinilega hef ég haft mikið rangt fyrir mér í þeim efnum. Hann var stórkostlegur í gær og vá hvað hann er flottur.
Annað..... mér finnst þessir þrír úr hljómsveitinni bara fyndnir. Þeir minna mig á ákveðnar persónur úr Prúðuleikurunum stundum. Það fer nú ekkert framhjá manni að Tommy er bara að spá í stelpurnar þarna, spáir hvort þær séu í nærbuxum og segist vilja sjá meira af þeim og að honum langi í þær....bara flottur og klikk.
Lögin eru samt sem áður ekki að heilla mig, ég er greinilega ekki rokkari.

Talandi um Prúðuleikarana. Jiiii muniði. Þetta var uppáhaldssjónvarpsefnið mitt hér í den og ég átti minn uppáhaldskarakter sem var þessi. Bara fyndinn karakter.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<