fimmtudagur, júlí 27, 2006
Veðurspáin fyrir Þjóðhátíðarhelgina er komin og lítur hún bara ekkert skemmtilega út eins og sést hér. Takið eftir að í kringum helgina er fínasta veður en akkúrat föstudag, laugardag og sunnudag kemur leiðindarveður. Minnir mann óneitanlega á 2002 þar sem var sól og blíða á fimmtudag, brjálað veður um helgina og sól og blíða á mánudag. Afhverju ?????... spyr ég bara. Sýnist ég þurfa að kíkja á almennilegar regnbuxur og sjóhatt skv. þessu en jú svo hugsar maður eins og Pollýanna... fínt að fá svona drulluspá því hún lagast bara, versnar varla.
Miðarnir voru annars keyptir í gær og í dag verður farið í ölsjoppuna því jú það tilheyrir að fá sér í hægri tána. Svo er bara að baka pizzusnúða um helgina og kannski eins og eina köku í tjaldið fyrir föstudagskaffið. Versta er að hún Ásgerður samtjaldsbúi er týnd og lýsi ég hér með eftir henni !!!! Ása mín hvar ertu ???
Dóttir mín ætlar að verða alveg eins og mamma sín... þvílíka þjóðhátíðarmanneskjan. Hún er að missa sig eins og ég og heimtar að fara inn í dal á hverjum degi til að kíkja á uppbygginguna. Syngur svo þjóðhátíðarlög daginn út og daginn inn og ætlar sér að taka þátt í barnasöngkeppninni ... ég á nú eftir að sjá það gerast. Ég bíð bara eftir að hún biðji mig um að kaupa svona brúsa til að hafa um hálsinn, höfuðfat eða hárkollu.
Dóttir hennar Lottu komin í gírinn, takið eftir þjóðhátíðarbandinu á handleggnum.
Mig langar í svona veður eins og var í fyrra.....
Miðarnir voru annars keyptir í gær og í dag verður farið í ölsjoppuna því jú það tilheyrir að fá sér í hægri tána. Svo er bara að baka pizzusnúða um helgina og kannski eins og eina köku í tjaldið fyrir föstudagskaffið. Versta er að hún Ásgerður samtjaldsbúi er týnd og lýsi ég hér með eftir henni !!!! Ása mín hvar ertu ???
Dóttir mín ætlar að verða alveg eins og mamma sín... þvílíka þjóðhátíðarmanneskjan. Hún er að missa sig eins og ég og heimtar að fara inn í dal á hverjum degi til að kíkja á uppbygginguna. Syngur svo þjóðhátíðarlög daginn út og daginn inn og ætlar sér að taka þátt í barnasöngkeppninni ... ég á nú eftir að sjá það gerast. Ég bíð bara eftir að hún biðji mig um að kaupa svona brúsa til að hafa um hálsinn, höfuðfat eða hárkollu.
Dóttir hennar Lottu komin í gírinn, takið eftir þjóðhátíðarbandinu á handleggnum.