mánudagur, júlí 10, 2006

 
Vinsamleg tilmæli:
Mér finnst afar leiðinlegt og pirrandi þegar fólk er að bölsótast og hneykslast yfir því að ég skuli frekar velja þann kost að drekka ekki. Mér finnst afar leiðinlegt að fólk skuli núa mér því um nasir og álíta mig fýlupúka bara vegna þess að ég ætla mér ekki að fá mér í glas.
Ástæðan er einföld. Ég vel frekar þann kost að vakna hress daginn eftir og muna eftir hlutunum í kringum mig og vera með fulle fem.
Verst þykir mér að þegar ég tek þessa heilbrigðu ákvörðun þá er eins og ég fái bara móral yfir því.
Ég lifi mínu lífi og tek þátt í lífinu þrátt fyrir að drekka ekki..... þó ég hafi ekki haft áhuga á að fara á þetta fjör hér í bæ á aðfararnótt sunnudags þá lifi ég alveg lífinu og mér líður vel. Ég get ekki séð að ég skyldi frekar lifa lífinu betur dauðadrukkinn niður í bæ og röflandi í einhverjum öðrum dauðadrukknum. Já einmitt... þetta komment fékk ég einmitt rétt áðan.... manneskjunni fannst eðlilegra að maki minn hefði "lifað lífinu" með því að fara á "fyllerí" um helgina. Henni fannst ég sem sagt bara fýlupúki þó hún hafi kannski ekki sagt það beint. Ég er bara sótreið.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<