mánudagur, ágúst 28, 2006

 
Datt inní umræður á barnalandi um eyrnagötun hjá smástelpum og þá er verið að tala um yngri en sex ára. Ég blandaði mér nú ekki í þessar umræður frekar en fyrri daginn en ég fór samt að pæla í þessu. Ég hef alveg skoðun á þessum eyrnalokkagötunum á smábörnum og hún er einfaldlega sú að mér finnst þetta algjörlega óviðeigandi og ég skil ekki þegar þetta er gert. Sorry þið öll og vinir mínir sem hafið látið gata litla eyrnasnepla .... þið hafið auðvitað ykkar skoðun á þessu og ég virði hana. Ég myndi hinsvegar ekki gera þetta. Ef dóttir mín myndi biðja mig um eyrnalokka, mér myndi bara bregða og segja þvert NEI, í fyrsta lagi um fermingu litla mín.
Hver er tilgangurinn með eyrnalokkum á t.d. 3 ára stelpum ? Þetta eru smábörn. Allt annað finnst mér um t.d. svona eyrnalokkalímmiða upp á fönnið... finnst það ekki sami hluturinn og að gata börnin eins og gert er við fullorðna. Þessi hlutur minnir mig bara á gallabuxurnar og mínítoppinn sem var til í Hagkaup ætlað fjögurra ára stelpum og á stóð "sexy".
Svo er kannski ekkert að marka mig í þessum málum, ég er t.d. ekki með göt í eyrum og nota aldrei hringa - ég er lítil glingurkona og kannski kristallast skoðanir mínar á smábarnaeyrnagötunum í því.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<