miðvikudagur, ágúst 09, 2006

 

Jæja þá er Þjóðhátíðin afstaðin og heppnaðist hún bara alveg ágætlega þrátt fyrir nokkuð mikla bleytu... og þá er ég að tala um útvortis bleytu. Ég var bara nokkuð fegin á mánudagsmorgun þegar þetta allt var afstaðið enda orðin þreytt og annaðhvort er því um að kenna að ég sé orðin gömul eða að ég er farin að detta svo sjaldan í það að ég bara þoli ekki meir.
Veðrið var samt frábært á föstudeginum... og skein sólin glatt á setningunni.












Tjaldbúskapurinn með Ásu gekk frábærlega enda eðalstelpa þar á ferð.
Ég skemmti mér vel og það var frábært að hafa hana Siggu hér hjá okkur og ég býst fastlega við henni að ári... best að fá sér þá svona ungbarnakönnur með stút á svo hún helli ekki meir niður...hhehehehehehe.







Vonbrigði hátíðarinnar voru samt þau að Raggi Bjarna mætti ekki og var ég bara frekar fúl yfir því. Ég beið og beið og beið uppí brekku á föstudagskvöldinu, pissaði næstum á mig þar sem ég tímdi ekki að fara á kamarinn en aldrei kom hann - asnalegt að auglýsa manninn en svo mætir hann bara ekki.



Mér fannst frábært að hafa stelpuna með mér á kvöldin. Hún er agaleg Þjóðhátíðarmanneskja og verður einhverntímann góð... hoppaði í brekkunni eins og unglingur, söng og trallaði.
Tjaldpartýin klikkuðu ekki og ég fór aldrei á danspallinn.. eins og í fyrra og jú mér finnst það bara ekkert sniðugt. Ætla að bæta úr því næst og fara á pallinn.



Núna er ég svo bara áfram í fríi og veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Verð ein í kotinu með stelpunni á morgun þar sem Brynjar fer upp á land í skólann. Við mæðgur erum svo að spá í að skella okkur norður á Sigló um helgina eða eftir helgi... bara spáum í því í rólegheitum.

Nokkrar myndir frá Þjóðhátíðinni hér.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<