þriðjudagur, ágúst 01, 2006

 
Í morgun var litla fjölskyldan komin á bæjarröltið klukkan hálf tíu og hananú, já svona er að vera í sumarfríi .... ég vaknaði meira að segja með bros á vör.
Í dag var haldinn Þjóðhátíðarfundur hjá okkur Ásu og var hann haldinn uppí brekku inní dal við mjög ákjósanlegar aðstæður, sól, logn og hiti. Þar sátum við með kaffi og meðþví... hrikalega flottar á því. Á fundinum var rætt um hvað ætti eftir að kaupa, hvað ætti eftir að baka, hvaða húsgögn við þyrftum að græja inní dal, hvort við ættum að setja plast í tjaldið og jú.... eftir að hafa séð veðurspánna held ég að við þurfum að klæða tjaldið með plasti og jafnvel okkur sjálfar líka oh my god rigningarspáin sko en sem betur fer er maður búin að kaupa regnhattinn.
Annars er allt að gerast; Lundinn kominn í frystinn, búin að smyrja flatkökur líka í frystinn, muffins og sjónvarpskakan, bjórinn og það allt liggur hérna á gólfinu í pokum merktum ÁTVR, ég kann ekki Þjóðhátíðarlagið og legg bara ekki í það aftur, súpukjötið í kjötsúpuna ready og búið að búa um hana Siggu mína, núna er bara að bíða.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<