sunnudagur, ágúst 13, 2006

 
Nú er kellan og co stödd á Sigló og verðum hér eitthvað fram í næstu helgi. Fórum "suður" á laugardaginn eins og við Eyjamenn segjum alltaf þó við séum í rauninni að fara í norður þegar við förum upp á land. Fór með stútfullum Herjólfi og það heyrir orðið til undantekninga að Herjólfur sé ekki stútfullur þegar ég fer með honum og ég fer bara nokkuð oft. Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég lendi í = stútfullur Herjólfur og það er bara pirrandi þegar maður þarf gjörsamlega að passa sætið sitt svo maður missi það ekki. Gleymi því ekki þegar ég fór einu sinni með Herjólfi bálólétt og lenti einmitt í honum svona fullum og ég fékk ekki sæti allan tímann.... já bálólétt og þurfti að standa stóran hluta ferðarinnar en settist svo að lokum inn í barnasal á gólfið.... það var ekkert spes ferð. Annars þykir mér fínt að ferðast með Herjólfi, bara næs sko.
En jæja hvað um það... fórum á Gay Pride gönguna í gær og það var í að ég held þriðja sinn sem við fórum á hana og það var auðvitað bara fjör en stoppuðum of lengi þar því ég komst eiginlega ekkert í Smáralindina og það var ekki vinsælt hjá minni. Brynjar náði að plata mig svona heiftarlega með tímanum að ég komst eiginlega bara í Hagkaup og búið en ég á alltaf heimleiðina í bakhöndinni og þá kíki ég örugglega ef hann platar mig ekki aftur. Brunuðum svo á Sigló eftir að hafa fengið okkur að borða og við fórum í veðmál um hvenær við yrðum komin að "Velkomin til Siglufjarðarskiltinu" og það veðmál var gert í Mosfellsbæ um sjöleytið. Brynjar sagði 23:07, ég sagði 23.22 og Ingvar sagði 23:30.
Ég var stjarnfræðilega nálægt tímanum því við vorum við skiltið klukkan 23:21.... ótrúlegt !
Í dag erum við svo bara búin að vera að berjast við krakkana .... Linda Björk og Christian Glói frændi hennar eru bara eins og Tommi og Jenni.
Á morgun verður því áreiðanlega haldið áfram að berjast við krakkana og þarnæsta dag og hinn........ og svo skilst mér að Tommi fari suður með foreldrum sínum og þá verða örugglega rólegheit + ætlunin að kíkja á Akureyri einn dag, ég, Brynjar, Ingvar og Jenni.... og bara eitthvað eftir hendinni enda er maður í fríi.... eða var ég nokkuð búin að minnast á það...hehehehe.
Ég er líka að lesa stórkostlega bók. Blekkingarleikur eftir Dan Brown. Ég bara get varla slitið mig frá henni, las hana t.d. nánast alla keyrsluna í gær ... algjör prinsessa á meðan Brynjar keyrði og reyndi að tala við mig.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<