sunnudagur, ágúst 27, 2006

 
Ástæðan fyrir stopulu bloggi frá mér síðustu viku er þjófurinn hann Brynjar sem er víst búinn að stela tölvunni "minni". Hann þykist vera að nota hana í tengslum við skólann og ég hef því ekkert getað bloggað.
Langaði til að segja frá IKEA ferð minni þegar ég var í Reykjavík í síðustu viku... stoppaði að vísu hrikalega stutt í borginni eða frá klukkan 13-18 þann dag og var hann nýttur í minni elskulegu Smáralind + fleiri búðir.. en ég fór sem sagt í IKEA og ég var sko ekki hamingjusöm með þá ferð. Hvernig geta þeir verið með búð þegar á 90% miðum á húsgögnum stendur "Vara ekki til en væntanleg og vinsamlega hafið samband við starfsfólk". Vá hvað búðin hlýtur að þurfa að fjölga starfsfólki til að sinna þessum beiðnum. Ég held ég hafi kíkt á fjögur skrifborð á pínulitlum radíus og öll voru með þennan miða á sér. Hef líka lent í því að ætla að panta vörur á vefnum hjá þeim en alltaf skal vera hringt í mig og eitthvað vantar....... en steininn tók úr um daginn þegar allar fimm vörurnar sem ég pantaði voru ekki til. Samt fer ég alltaf aftur og aftur í IKEA.

Brynjar var að tilkynna mér það að hann ætlar að gerast mormóni í UTAH.....

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<