fimmtudagur, október 05, 2006

 

Það eru tveir valmöguleikar í stöðunni:
Hvort viltu kalt Pepsi en goslaust eða "við stofuhita" Pepsi með gosi ???

Stundum gleymi ég að setja Pepsi-ið í ísskápinn og þá þarf ég að standa frammi fyrir þessum möguleikum. Þetta er nefnilega fjarri því að vera eins og í auglýsingunum með klakana. Allavega í mínum Pepsi-um frussast allt gos úr þegar klakarnir eru settir ofaní og það skiptir engu máli þó ég set þá ofurvarlega og læðist um með þá þannig að Pepsi-ið fatti ekki að þeir eru komnir ofaní...nei nei... drykkurinn verður algjörlega dauður/flatur/goslaus eftur gossprenginguna við klakana. Ég er því búin að komast að því að það er ekki hægt að setja klaka í gos.
Ég vel frekar volgt Pepsi með gosi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<