fimmtudagur, október 12, 2006

 
Nú er ég alveg komin með nóg af rennilásum og smellum. Ég er búin að vera með eindæmum óheppin með þessa hluti.
Upptalning: Hef keypt tvenna regngalla á stelpuna frá 66°norður og smellan í axlaböndunum hefur farið á báðum buxunum og það er bras að gera við þetta, stelpan fékk ÍBV íþróttagalla í afmælisgjöf (hummel) og rennilásinn á jakkanum var gallaður, hann tættist upp, ég fékk jakkanum auðvitað skipt og það þarf að fara varlega með nýja rennilásinn. Hún fékk góðan og dýran kuldagalla frá 66°norður og viti menn smellurnar duttu af og týndust. Hún fékk gefins kuldagalla frá Didrikson og rennilásinn "opnaðist". Ég keypti kuldaúlpu á stelpuna frá Didrikson og á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að klemma lásinn á rennilásnum milli stafs og hurðar þannig að hann beyglaðist og ekki var hægt að renna úlpunni. Hún fór í viðgerð og ég fékk nýjan lás. Nokkrum dögum síðar er stelpan að renna upp og þá bara kom stórt gat á milli, rennilásinn ónýtur. Ég keypti mér kuldaúlpu fyrir nokkru síðan og rennilásinn á henni "opnaðist" líka svona... ég fór með hann í viðgerð en saumakonan sagði mér að koma á næsta ári því það væri svo mikið að gera hjá henni en hún gerði bráðabirgða við hann.
Núna er ég komin með upp í kok af ferðum til skósa, saumastofa og fá þessu og hinu skipt v. galla. Tek það fram að allar eru þessar vörur "góð merki", þetta er ekki eitthvað drasl sem kostaði ekki neitt. Ég vil kaupa föt sem endast og verða ekki eins og tuskur eftir fyrsta þvott..... + ef það kæmu nú fleiri börn þá væru þessir hlutir til á heimilinu. Þetta eru dýrar og góðar vörur en það er greinilega ekki lagt mikið í rennilása, hnappa og smellur. Versta við þetta er að ég get varla þrætt nál og get því ekki bjargað mér sjálf.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<