mánudagur, október 23, 2006

 
Núna langar mig mest af öllu að vera heima hjá mér og ganga frá öllu dótaríinu sem ég keypti í Reykjavík. Já ég eyddi helginni í Reykjavík með henni Hjördísi sys og skemmtum við okkur bara ansi vel. Fórum í bíó á "Texas Chainsaw Massacre 2" og hún var vægast sagt viðbjóðslega ógeðsleg og ekki fyrir viðkvæma en þar sem við Hjördís erum svo hugrakkar þá sátum við alla myndina en okkur langaði nú að grenja í sumum atriðunum. Frábær mynd og mæli með henni.... fyrir hugrakka eða eins og kvikmyndaskoðun segir "þessi mynd er mjög erfið áhorfs og mun erfiðari en t.d. Hostel og The Hills Have Eyes" ... sem segir bara allt sem þarf.
Fórum á Red Chili og þurftum að tala ensku.... sem pirraði okkur mikið þar sem við erum á Íslandi. Þjónninn bauð okkur samt í partý um næstu helgi..hehehehehe.
Horfðum á OC... og Hjördís lánaði mér svo alla seríuna. Svo var bara helginni eytt í Smáralind og í IKEA, það var bara ekkert flóknara en það og keypt og keypt og keypt og þurfti ég að skilja eftir smá dót hjá Hjördísi.. nennti ekki að burðast með það í Herjólf.
Á ferðalaginu kláraði ég "Engla og Djöfla". Fínasta bók en ekki nærri eins góð og "Blekkingarleikur".... svolítið lengi í gang en spennandi undir það síðasta. Núna er ég byrjuð á "11 mínútum", ætla að gefa höfundinum séns en hann heillaði mig alls ekki með "Alkemistanum". Hún byrjar allavega vel þessi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<