þriðjudagur, desember 05, 2006

 
Jiii ég er enn að skreyta..... alltaf að fatta eitthvað eitt og eitt sem ég gleymi en það er bara gaman. Brynjar spurði mig um daginn hvort þetta væri ekki komið nóg.....nei nei nei......

Næst á dagskrá eru jólakortin.... sá svo fyndið um daginn og það væri gaman ef Brynjar héti Finnur og ég ætti fullt af börnum. Þá gæti ég alltaf verið rosalega fyndin á jólakortunum; "Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár, þakka liðið. Matta, Finnur, börnin" eða.... "Finnur, Matta, börnin" (?)..... mér fannst þetta alveg óborganlegt enda er ég með mjög einfaldan húmor. Annars er þetta bara alltaf sama setningin á þessum jólakortum .... samt gaman að vesenast í þessu.

Það er annars bara búið að vera brjálað að gera hjá minni síðustu daga... nóg að snúast og vinkona mín er farin að kvarta yfir öllum þessum "sýnishornaheimsóknum" sem ég gef henni. Eins gott að eiga ekki jólagjafirnar eftir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<