miðvikudagur, desember 27, 2006
Jæja þá... þá er fjörið yfirstaðið og hversdagsleikinn tekinn við á ný. Mætti allt allt of seint í vinnu í morgun enda er ansi erfitt að koma sér á fætur og viðurkenna það að jólafríið sé búið.
Ég hafði það ofsalega gott um jólin eins og endranær. Fékk fullt af fallegum gjöfum og ber þar hæst samlokusíminn sem mig hafði dreymt um og hafði næstum kostað hjónaskilnað... ég bara skildi ekki afhverju Brynjar var svona þrjóskur á að gefa mér ekki símann í jólagjöf... sama hvað ég nauðaði í honum.. nei nei ég fengi engan síma frá honum samt var hann í vandræðum með hvað hann ætti að gefa mér. Það kom svo upp úr kafinu að hún móðir mín hafði hringt í hann snemma í desember og sagst ætla að gefa mér símann þannig að símann góða fékk ég frá foreldrum mínum og alveg alsæl með það og skildi loksins þennan þrjóskugang í Brynjari greyinu.
Ég hafði það ofsalega gott um jólin eins og endranær. Fékk fullt af fallegum gjöfum og ber þar hæst samlokusíminn sem mig hafði dreymt um og hafði næstum kostað hjónaskilnað... ég bara skildi ekki afhverju Brynjar var svona þrjóskur á að gefa mér ekki símann í jólagjöf... sama hvað ég nauðaði í honum.. nei nei ég fengi engan síma frá honum samt var hann í vandræðum með hvað hann ætti að gefa mér. Það kom svo upp úr kafinu að hún móðir mín hafði hringt í hann snemma í desember og sagst ætla að gefa mér símann þannig að símann góða fékk ég frá foreldrum mínum og alveg alsæl með það og skildi loksins þennan þrjóskugang í Brynjari greyinu.
Eins og alltaf eru jólin sjónvarpsveisla hjá sjónvarpssjúklingnum.....
Horfði á æðislega mynd í gær; Blóðbönd..... vill einhver segja mér hvaðan þessi leikari kemur sem lék augnlækninn... jiiiiminn eini þvílíkur sjarmör. Tók upp Sálina og Gospel og horfi kannski á það ef ég nenni.... týndi áhuga mínum á Sálinni á árinu sem er að líða. Tók upp Harry Potter 3 og hlakka til að sjá hana. Horfði á fyrri hlutann um fljóðbylgjuna í Asíu og hlakka til að sjá seinni hlutann. Horfði á fullt af teiknimyndum og tók upp Shrek 2, alltaf gaman að eiga góðar teiknimyndir fyrir stelpuna... og mig híhíhí. Hjördís kom með seríu 3 af OC og ég er að klára seríu 2. Er svo að lesa Móðir í hjáverkum og hún er bara fyndin.
Hvað er betra en góð náttföt, hlýir innisokkar (bleikir), konfekt á borðum, jólaöl, góð mynd í sjónvarpinu og lítil stelpa sem segir að ég sé "uppáhaldsmamman sín" ???? ... lovlí.
Horfði á æðislega mynd í gær; Blóðbönd..... vill einhver segja mér hvaðan þessi leikari kemur sem lék augnlækninn... jiiiiminn eini þvílíkur sjarmör. Tók upp Sálina og Gospel og horfi kannski á það ef ég nenni.... týndi áhuga mínum á Sálinni á árinu sem er að líða. Tók upp Harry Potter 3 og hlakka til að sjá hana. Horfði á fyrri hlutann um fljóðbylgjuna í Asíu og hlakka til að sjá seinni hlutann. Horfði á fullt af teiknimyndum og tók upp Shrek 2, alltaf gaman að eiga góðar teiknimyndir fyrir stelpuna... og mig híhíhí. Hjördís kom með seríu 3 af OC og ég er að klára seríu 2. Er svo að lesa Móðir í hjáverkum og hún er bara fyndin.
Hvað er betra en góð náttföt, hlýir innisokkar (bleikir), konfekt á borðum, jólaöl, góð mynd í sjónvarpinu og lítil stelpa sem segir að ég sé "uppáhaldsmamman sín" ???? ... lovlí.