mánudagur, desember 18, 2006

 


Við Brynjar vorum að rífast um jól á Íslandi og jól á sólarstöðum eins og Kanarí. Eitthvað misskildi hann mig og fannst ég segja að það væru engin jól við sólarströndina. Mér finnst kannski engin jól við sólarströndina en ég er ekki að segja að það séu engin jól þar. Mér finnst bara ekkert jólalegt við bikiní, gullnar strendur, hita og sól. Ég myndi aldrei vilja eyða jólunum á sólarströnd. Ég vil bara vera heima hjá mér um þennan tíma með myrkrið og kuldann og ég get ekki skilið allan þennan fjölda af fólki sem ætlar að eyða þessum dýrmæta tíma á sólarströnd, en það er bara ég og ég er spes. Hvað finnst ykkur ? Hvort finnst ykkur jólalegra...............










Sólarlandajól eða "vetrarogkuldajól"

Þó að hvítu jólin séu sjaldséð hér þá finnst mér þetta ekki spurning. Svo þekkir fólk í heitu löndunum auðvitað ekkert annað en sól og hita á jólum. Hvað er maður annað en vaninn.

Ég er komin í (blogg) jólafrí. Farin að dansa "snjódansinn".

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<