miðvikudagur, janúar 10, 2007

 

Afhverju pissa strákar standandi í klósett ????

Ég er mikið búin að velta þessu fyrir mér. Afhverju sitja strákar ekki og pissa í klósettið ? Er þetta eitthvað tengt karlmennsku að þurfa að standa og geta stjórnað bununni ofaní ?

Ég las um daginn grein akkúrat um þetta efni. Það var karlmaður sem skrifaði þá grein. Hann sagði að þessi aðgerð að pissa standandi væri eitt af því sóðalegasta sem hægt væri að gera. Við bununa sem líkt er við foss þá skvettist hlandið um alla skálina og það sem verra er það slettist líka framhjá og pínulitlir freyðidropar skvettast hátt upp á veggi og á gólfið allt í kringum klósettið, þetta eru örsmáir dropar sem augað nemur varla. Það sama á við að klósettsetunni skal alltaf lokað áður en sturtað er niður því ef hún er opin við "sturtinguna" þá nær "vatnssullið" að skvettast á gólfið og allt þar í kring. Þessvegna biður maður alltaf um að klósettsetan sé lokuð... svo ég tali nú ekki um Feng-Shui kenninguna "ef klósettsetan er opin þá streyma peningarnir ofaní klósettið", sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Þetta var hálfsubbulegt blogg en læt það flakka... með von um að karlmenn fari hreinlegu leiðina.. því oftar en ekki eruð það við skvísurnar sem jú þrífum klósettið.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<