sunnudagur, janúar 21, 2007

 
Ég tók þá ákvörðun að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM í þetta skiptið. Fannst það skynsamlegra heldur en að vera að pirra mig á því að þetta sé alltaf í sjónvarpinu á meðan á þessu stendur. Þetta landslið vakti líka dálítinn áhuga hjá mér þegar þeir unnu Svíana.... úfff ég er sko bara hamingjusöm þegar það gerist og mér er alveg sama þó þeir tapi öllum öðrum leikjum bara að þeir vinni Svíþjóð. Núna er ég búin að horfa á einn leik og án gríns það eru einungis fjórir menn þarna sem ég virkilega kannast við og myndi þekkja úti á götu. Birki Ívar þekki ég persónulega þannig að ég tel hann ekki með. Óla Stefáns, Fúsa, Guðjón Val og Alfreð Gísla þekki ég en það er þá upptalið, restina af liðinu myndi ég einfaldlega ekki kannast við eða hvað þá vita nöfnin. "Þýsku"auglýsingarnar í kringum útsendingarnar eru nokkuð góðar...... "gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar bestessssss" Frábært.

Ég ætla svo að vona að sem flestir hafi séð Spaugstofuna í gær... þvílíka snilldin. Þetta var einn sá albesti Spaugstofuþáttur sem ég hef séð. Meiri snillingar þessir menn.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<