fimmtudagur, janúar 18, 2007

 
Gæjalegir Eimskipsmenn. Tilkynntu hækkun á fargjaldi Herjólfs sem er by the way viðbjóðslega hátt fyrir. Þeir fóru fínt í það og sögðu 45 króna hækkun á einingu. Við fyrstu sýn er það ekki mikið en þegar maður fer að reikna þá kemur það svona út:
Ferð fyrir okkur fjölskylduna, tvo fullorðna, barn, bíl og klefa fram og til baka kostaði fyrir hækkun 26 einingar eða samtals 9.360 kr. Já það kostar okkur tæpar tíu þúsund krónur að ferðast með Herjólfi fram og til baka... sem er jú fargjald til London. Við tökum örsjaldan klefa en ég reiknaði það samt inn þar sem flest fjölskyldufólk sem ég þekki tekur klefa. Eftir hækkun kostar þessi ferð okkur 10.530 kr. og er þá búið að hækka um 1170 kr. Þetta er ótrúlegt og með tilliti til þess að endalaust er verið að kvarta yfir of háu fargjaldi og meira að segja hefur verið þrýst á lækkun fargjalds. Ég þakka guði fyrir launahækkanir sem ég hef fengið og hafa brúað milið á milli þessara hækkana plús lækkun matarverðs ... yndislegt að matarverð lækki á sama tíma og birgjar ákveða að hækka hjá sér... tilviljun hmmmmm. Stundum finnst mér ég búa í bananalýðveldi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<