laugardagur, febrúar 10, 2007
Jæja... hvert er litla samfélagið okkar að fara...eða kannski hvert er það farið ? Öll þessi hræðilegu mál sem eru að koma upp á yfirborðið núna í sambandi við barnamisnotkun, Byrgið, Kompás og jú frábært að þetta er að koma upp en viðbjóður að þetta skuli hafa viðgengist og enginn virðist vera ábyrgur. Ég sjálf hef ekki getað horft á Kastljós síðustu daga.. ég hef ekki taugar í svona og get ekki horft upp á stóra og sterka fullorðna karlmenn brotna eins og hríslur segjandi frá sinni hræðilegu lífsreynslu. Fékk tölvupóst um daginn með myndum af fullorðnum karlmönnum og þeirra prívathluta sem þeir sýndu "13 ára stúlku" á netinu. Mér varð óglatt þegar ég skoðaði þetta en fannst þetta um leið frábær leið til að klekkja á þeim. Vonandi fara þessir menn að fá dóma sem eiga við brotin.... í mínum huga eru þessi brot á börnum oft á tíðum verri en morð.
Kellan þarf í borgina á morgun, læknisheimsókn á mánudagsmorgun og svo strax aftur til Eyja með fyrri ferð Herjólfs. Ég er ekkert alveg að fíla þessi ferðalög en læt það eftir mér að fara í bíó á morgun svona til að gleðja bíóhjartað mitt.
Kellan þarf í borgina á morgun, læknisheimsókn á mánudagsmorgun og svo strax aftur til Eyja með fyrri ferð Herjólfs. Ég er ekkert alveg að fíla þessi ferðalög en læt það eftir mér að fara í bíó á morgun svona til að gleðja bíóhjartað mitt.