mánudagur, febrúar 19, 2007

 
"Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér,
því tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur og hinn ekkert sér.
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér.

Þegiðu stelpa, þú færð enga rós,
farðu heldur með henni Gunnu út í fjós.
Þar eru kálfar og þar eru kýr,
þar eru fötur til að mjólka í.
"

Þetta lag er dóttir mín alltaf að syngja þessa dagana. Get ekki að því gert en textinn fer alveg óskaplega í taugarnar á mér. Mér finnst hann virkilega ljótur. Þarna er ung stelpa í aðahlutverki. Hún syngur um að tveir litlir strákar séu skotnir í sér og það þarf endilega að koma fram að annar sé blindur og hinn sjái ekki (er hann ekki þá blindur líka ?). Gott mál að peyjarnir séu skotnir í henni en afhverju geta þeir þá ekki séð hvað hún er falleg... eða er hún kannski ekki falleg ??? Plús... tilhvers þarf hún rós í hárið þegar strákarnir sjá hana hvort eð er ekki. Hitt atriðið í textanum er þegar mamma hennar byrstir sig við hana og segir henni að þegja. Þetta orð nota ég aldrei, mér finnst það mjög ljótt og dónalegt og jaðra við að slá fólk utanundir. Sumum finnst þetta orð saklaust en ég hef annan skilning á því. Svo endar mamma hennar á að skipa dóttur sinni út í fjós að mjólka kýr og enga rós fær hún... þetta lag endar virkilega illa. Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<