miðvikudagur, febrúar 07, 2007

 
Skellti mér í höfuðborgina í örskot til að heimsækja lækni. Hafði nú ekki mínútu aflögu til að kíkja í búðir. Fór beint úr Herjólfi í Smárabíó og sá Apocalypto. Þvílíka snilldin er þessi mynd. Gisti hjá Hjördísi sys sem er líka einkabílstjórinn minn. Skellti mér svo aftur til Eyja morguninn eftir og mikið verð ég alltaf fegin að komast aftur heim, þó ég sé að heiman í 10 daga eða í 1 dag. Það er eitthvað sem togar fast í mann, eitthvað mjög svo ólýsanlegt.

Svo er ég að springa úr monti af dóttur minni sem fékk hæstu einkunn á leikskólanum. Rúllar upp öllum skólaverkefnum, mjög félagslega sterk, klár, dugleg og bara frábær. Hún talar þó stundum meira en góðu hófi gegnir og ekki þá bara á leikskólanum heldur líka heima hjá sér, það er ansi oft sem ég er að tala við tvo í einu, hlusta á sjónvarpið með einu eyranu og hlusta á hana með hinu eyranu... um daginn virtist hún sjálf eitthvað orðin þreytt á sjálfri sér og sagðist ætla að hætta að tala því henni væri illt í munninum af tali. Þessa málgleði hefur hún ekki frá móður sinni.

Vildi svo benda ykkur á að Jörðin (The Earth) er komin aftur á dagskrá á Rúv á mánudagskvöldum. Einir flottustu þættir sem hafa verið gerðir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<