laugardagur, febrúar 17, 2007

 
Sorrý ! Gat verið að þetta lag ynni Euro... algjörlega fyrirsjáanlegt og eins og þetta hafi verið löngu ákveðið. Að vísu var ég með nettar áhyggjur yfir að Friðrik Ómar eða Jónsi ynnu þetta en jæja... Eiki vann þetta og hann hefur sko ekkert breyst síðan 1986. Hef ekkert á móti honum en lagið finnst mér bara ekkert gott. Mér finnst aldrei gott að velja svipað lag og vann árið áður. Í keppninni árið eftir að Ruslana vann þá var annaðhvert lag með ruslatunnutrommum og núna grunar mig að annaðhvort lag verði rokk. Mér fannst annars "Þú tryllir mig", lagið með Heiðu og "Húsin hafa augu" (þeim sárvantaði að vísu kúrekahattana þar) mun skárri en lögin í fyrsta og öðru sætinu en jæja það verður að hafa þetta. Held ég geti ekki haft neinar áhyggjur af að vera að vinna í kjördeild á Eurovisionkvöldinu í maí, Eiríkur fær pottþétt 12 stig frá Norge og líklega svo ekki mikið fleiri en æ ég nenni ekki að hlusta á þetta lag aftur.
Rúv á svo hrós skilið fyrir Eurovisionið, þetta var bara mjög skemmtilegt.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<