fimmtudagur, mars 08, 2007
Jæja dúllurnar mínar... ástæðan fyrir bloggleysinu var einfaldlega sú að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga. Er búin að vera eins og skopparabolti á milli paradísareyjunnar og borgarinnar og svo er ansi mikið að gera í vinnunni sannkölluð vertíðarstemmning hjá mér og fasteignagjöldunum í Sparisjóðnum. Svo er búið að vera svo gott í sjónvarpinu að ég hef ekki getað slitið mig frá uppáhaldsþáttunum mínum. Gott og blessað með það...eða hvað...hmmmmm. Þótti annars gaman að einhver saknaði mín og ég fékk símtöl og sms um hvort ég væri nokkuð hætt að blogga.
En jæja....eitthvað hef ég nú grætt á þessum borgarferðum mínum annað en að hitta myndarlega lækninn minn....eins og t.d. þá hef ég nýtt tímann og kíkt í heimsókn til vinkvenna minna í borginni, geri allt of lítið af því þar sem ég er alltaf svo upptekinn í búðum en núna fékk ég eiginlega alveg nóg af búðum. Fór að vísu á útsölu í Regatta og gallaði mig algjörlega upp fyrir skíðaíþróttina. Keypti mér skíðaúlpu, skíðabuxur og skíðagleraugu. Kemst pottþétt á Ólympíuleikana í þessu outfitti. Fór svo í bíó og sá "The last king of Scotland" sem er algjör snilld. Ótrúlegt hvað farið er að birta á morgnana. Núna styttist óðfluga í maí sem er eiginlega minn versti mánuður. Maímánuður einkennist nefnilega yfirleitt af svokölluðum gluggaveðrum; rok, sól og kalt.... fíla það ekki. Maður er í úlpu en það er eiginlega of heitt að vera í úlpu í sólinni, þannig að maður fer úr úlpunni en þá blæs köldu og þá er of kalt að vera á peysunni. Maður fer inn í sjóðheitan bílinn í úlpunni og svitnar, nennir varla aftur úr úlpunni í bílnum, sér ekki út um gluggarúðuna fyrir sól sem er svo lágt á lofti.... Svo ég tali nú ekki um rafmagnið sem maður fær í sig.... Ekki skemmtilegt, hugsa til þessa með hryllingi..... Kannski er þetta bara mitt vorþunglyndi... ekki fæ ég skammdegisþunglyndi. Ég ætti kannski að byrja að telja dagana að október....kjáninn ég.
En jæja....eitthvað hef ég nú grætt á þessum borgarferðum mínum annað en að hitta myndarlega lækninn minn....eins og t.d. þá hef ég nýtt tímann og kíkt í heimsókn til vinkvenna minna í borginni, geri allt of lítið af því þar sem ég er alltaf svo upptekinn í búðum en núna fékk ég eiginlega alveg nóg af búðum. Fór að vísu á útsölu í Regatta og gallaði mig algjörlega upp fyrir skíðaíþróttina. Keypti mér skíðaúlpu, skíðabuxur og skíðagleraugu. Kemst pottþétt á Ólympíuleikana í þessu outfitti. Fór svo í bíó og sá "The last king of Scotland" sem er algjör snilld. Ótrúlegt hvað farið er að birta á morgnana. Núna styttist óðfluga í maí sem er eiginlega minn versti mánuður. Maímánuður einkennist nefnilega yfirleitt af svokölluðum gluggaveðrum; rok, sól og kalt.... fíla það ekki. Maður er í úlpu en það er eiginlega of heitt að vera í úlpu í sólinni, þannig að maður fer úr úlpunni en þá blæs köldu og þá er of kalt að vera á peysunni. Maður fer inn í sjóðheitan bílinn í úlpunni og svitnar, nennir varla aftur úr úlpunni í bílnum, sér ekki út um gluggarúðuna fyrir sól sem er svo lágt á lofti.... Svo ég tali nú ekki um rafmagnið sem maður fær í sig.... Ekki skemmtilegt, hugsa til þessa með hryllingi..... Kannski er þetta bara mitt vorþunglyndi... ekki fæ ég skammdegisþunglyndi. Ég ætti kannski að byrja að telja dagana að október....kjáninn ég.