sunnudagur, mars 18, 2007
föstudagur, mars 16, 2007
Mér finnst þessi frétt alveg stórkostleg. Skil hinsvegar ekki hvaða máli það skiptir að mennirnir hafi verið Vestmannaeyingar...bara fyndið.
fimmtudagur, mars 15, 2007
Merkilegt hvað allt slæmt kemur á sama tíma. Mig dreymdi risastóra könguló um daginn og það er sko gott að dreyma könguló. Það merkir mikla gleði. Ég er enn að bíða eftir þessari gleði því ég hef bara fengið slæmar fréttir og leiðindi síðustu daga. Það er stór klettur á mér og ég burðast með hann hvert sem ég fer. Mig langar að losna við þennan klett... mig dreymdi líka um daginn mjög óróan sjógang, þungan og ljótan sjó. Hvað ætli það merki... ég þarf kannski að ganga í gegnum erfiðleikana (sjóganginn) áður en köngulóardraumurinn kemur í ljós.
fimmtudagur, mars 08, 2007
Jæja dúllurnar mínar... ástæðan fyrir bloggleysinu var einfaldlega sú að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga. Er búin að vera eins og skopparabolti á milli paradísareyjunnar og borgarinnar og svo er ansi mikið að gera í vinnunni sannkölluð vertíðarstemmning hjá mér og fasteignagjöldunum í Sparisjóðnum. Svo er búið að vera svo gott í sjónvarpinu að ég hef ekki getað slitið mig frá uppáhaldsþáttunum mínum. Gott og blessað með það...eða hvað...hmmmmm. Þótti annars gaman að einhver saknaði mín og ég fékk símtöl og sms um hvort ég væri nokkuð hætt að blogga.
En jæja....eitthvað hef ég nú grætt á þessum borgarferðum mínum annað en að hitta myndarlega lækninn minn....eins og t.d. þá hef ég nýtt tímann og kíkt í heimsókn til vinkvenna minna í borginni, geri allt of lítið af því þar sem ég er alltaf svo upptekinn í búðum en núna fékk ég eiginlega alveg nóg af búðum. Fór að vísu á útsölu í Regatta og gallaði mig algjörlega upp fyrir skíðaíþróttina. Keypti mér skíðaúlpu, skíðabuxur og skíðagleraugu. Kemst pottþétt á Ólympíuleikana í þessu outfitti. Fór svo í bíó og sá "The last king of Scotland" sem er algjör snilld. Ótrúlegt hvað farið er að birta á morgnana. Núna styttist óðfluga í maí sem er eiginlega minn versti mánuður. Maímánuður einkennist nefnilega yfirleitt af svokölluðum gluggaveðrum; rok, sól og kalt.... fíla það ekki. Maður er í úlpu en það er eiginlega of heitt að vera í úlpu í sólinni, þannig að maður fer úr úlpunni en þá blæs köldu og þá er of kalt að vera á peysunni. Maður fer inn í sjóðheitan bílinn í úlpunni og svitnar, nennir varla aftur úr úlpunni í bílnum, sér ekki út um gluggarúðuna fyrir sól sem er svo lágt á lofti.... Svo ég tali nú ekki um rafmagnið sem maður fær í sig.... Ekki skemmtilegt, hugsa til þessa með hryllingi..... Kannski er þetta bara mitt vorþunglyndi... ekki fæ ég skammdegisþunglyndi. Ég ætti kannski að byrja að telja dagana að október....kjáninn ég.
En jæja....eitthvað hef ég nú grætt á þessum borgarferðum mínum annað en að hitta myndarlega lækninn minn....eins og t.d. þá hef ég nýtt tímann og kíkt í heimsókn til vinkvenna minna í borginni, geri allt of lítið af því þar sem ég er alltaf svo upptekinn í búðum en núna fékk ég eiginlega alveg nóg af búðum. Fór að vísu á útsölu í Regatta og gallaði mig algjörlega upp fyrir skíðaíþróttina. Keypti mér skíðaúlpu, skíðabuxur og skíðagleraugu. Kemst pottþétt á Ólympíuleikana í þessu outfitti. Fór svo í bíó og sá "The last king of Scotland" sem er algjör snilld. Ótrúlegt hvað farið er að birta á morgnana. Núna styttist óðfluga í maí sem er eiginlega minn versti mánuður. Maímánuður einkennist nefnilega yfirleitt af svokölluðum gluggaveðrum; rok, sól og kalt.... fíla það ekki. Maður er í úlpu en það er eiginlega of heitt að vera í úlpu í sólinni, þannig að maður fer úr úlpunni en þá blæs köldu og þá er of kalt að vera á peysunni. Maður fer inn í sjóðheitan bílinn í úlpunni og svitnar, nennir varla aftur úr úlpunni í bílnum, sér ekki út um gluggarúðuna fyrir sól sem er svo lágt á lofti.... Svo ég tali nú ekki um rafmagnið sem maður fær í sig.... Ekki skemmtilegt, hugsa til þessa með hryllingi..... Kannski er þetta bara mitt vorþunglyndi... ekki fæ ég skammdegisþunglyndi. Ég ætti kannski að byrja að telja dagana að október....kjáninn ég.
mánudagur, febrúar 19, 2007
"Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér,
því tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur og hinn ekkert sér.
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér.
Þegiðu stelpa, þú færð enga rós,
farðu heldur með henni Gunnu út í fjós.
Þar eru kálfar og þar eru kýr,
þar eru fötur til að mjólka í. "
Þetta lag er dóttir mín alltaf að syngja þessa dagana. Get ekki að því gert en textinn fer alveg óskaplega í taugarnar á mér. Mér finnst hann virkilega ljótur. Þarna er ung stelpa í aðahlutverki. Hún syngur um að tveir litlir strákar séu skotnir í sér og það þarf endilega að koma fram að annar sé blindur og hinn sjái ekki (er hann ekki þá blindur líka ?). Gott mál að peyjarnir séu skotnir í henni en afhverju geta þeir þá ekki séð hvað hún er falleg... eða er hún kannski ekki falleg ??? Plús... tilhvers þarf hún rós í hárið þegar strákarnir sjá hana hvort eð er ekki. Hitt atriðið í textanum er þegar mamma hennar byrstir sig við hana og segir henni að þegja. Þetta orð nota ég aldrei, mér finnst það mjög ljótt og dónalegt og jaðra við að slá fólk utanundir. Sumum finnst þetta orð saklaust en ég hef annan skilning á því. Svo endar mamma hennar á að skipa dóttur sinni út í fjós að mjólka kýr og enga rós fær hún... þetta lag endar virkilega illa. Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?
því tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur og hinn ekkert sér.
Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér.
Þegiðu stelpa, þú færð enga rós,
farðu heldur með henni Gunnu út í fjós.
Þar eru kálfar og þar eru kýr,
þar eru fötur til að mjólka í. "
Þetta lag er dóttir mín alltaf að syngja þessa dagana. Get ekki að því gert en textinn fer alveg óskaplega í taugarnar á mér. Mér finnst hann virkilega ljótur. Þarna er ung stelpa í aðahlutverki. Hún syngur um að tveir litlir strákar séu skotnir í sér og það þarf endilega að koma fram að annar sé blindur og hinn sjái ekki (er hann ekki þá blindur líka ?). Gott mál að peyjarnir séu skotnir í henni en afhverju geta þeir þá ekki séð hvað hún er falleg... eða er hún kannski ekki falleg ??? Plús... tilhvers þarf hún rós í hárið þegar strákarnir sjá hana hvort eð er ekki. Hitt atriðið í textanum er þegar mamma hennar byrstir sig við hana og segir henni að þegja. Þetta orð nota ég aldrei, mér finnst það mjög ljótt og dónalegt og jaðra við að slá fólk utanundir. Sumum finnst þetta orð saklaust en ég hef annan skilning á því. Svo endar mamma hennar á að skipa dóttur sinni út í fjós að mjólka kýr og enga rós fær hún... þetta lag endar virkilega illa. Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Í morgun bankaði pabbi uppá hjá mér og afhenti mér blómvönd og óskaði mér til hamingju með daginn. Hann er svo mikil dúlla og ég vissi ekki einu sinni að það væri konudagurinn. Frábær pabbi.
laugardagur, febrúar 17, 2007
Sorrý ! Gat verið að þetta lag ynni Euro... algjörlega fyrirsjáanlegt og eins og þetta hafi verið löngu ákveðið. Að vísu var ég með nettar áhyggjur yfir að Friðrik Ómar eða Jónsi ynnu þetta en jæja... Eiki vann þetta og hann hefur sko ekkert breyst síðan 1986. Hef ekkert á móti honum en lagið finnst mér bara ekkert gott. Mér finnst aldrei gott að velja svipað lag og vann árið áður. Í keppninni árið eftir að Ruslana vann þá var annaðhvert lag með ruslatunnutrommum og núna grunar mig að annaðhvort lag verði rokk. Mér fannst annars "Þú tryllir mig", lagið með Heiðu og "Húsin hafa augu" (þeim sárvantaði að vísu kúrekahattana þar) mun skárri en lögin í fyrsta og öðru sætinu en jæja það verður að hafa þetta. Held ég geti ekki haft neinar áhyggjur af að vera að vinna í kjördeild á Eurovisionkvöldinu í maí, Eiríkur fær pottþétt 12 stig frá Norge og líklega svo ekki mikið fleiri en æ ég nenni ekki að hlusta á þetta lag aftur.
Rúv á svo hrós skilið fyrir Eurovisionið, þetta var bara mjög skemmtilegt.
Rúv á svo hrós skilið fyrir Eurovisionið, þetta var bara mjög skemmtilegt.