sunnudagur, apríl 30, 2006
Bókaormurinn
Ég er með agalega spennandi bækur á náttborðinu mínu núna. Kláraði Mýrina um daginn og var ekki að fíla hana þannig að ég held ég láti bækurnar hans Arnalds eiga sig því mér skilst að Mýrin sé hans besta bók og hinar bækurnar séu í sama stíl.... ekki minn tebolli. Núna er ég hinsvegar að klára Korkusögu e. Vilborgu Davíðsdóttur og hún er alveg að gera sig fyrir mig... fínasta bók. Næstar á dagskrá eru Blekkingaleikur e. Dan Brown, Ekkert mál (Njörður P. Njarðvík) og Dexter.
laugardagur, apríl 29, 2006
Veðurteppt
Ég var í flugvélinni sem hringsólaði yfir Heimaey í hádeginu í dag og reyndi tvisvar að lenda og sneri svo aftur við til Reykjavíkur.... mig langaði að fara að grenja ég var svo vonsvikin yfir að komast ekki heim og vonsvikin yfir að þessi flugferð varð allt í einu klukkutími í staðinn fyrir hálftími og það þýðir klukkutími af allskyns hugsunum um ... "afhverju hristist hún svona"... og "ekki hristast meira"... og "ég ætla að vona að flugmaðurinn reddi þessu"..... ó hvað mér leiðist að fljúga.
Núna bíð ég bara eftir Herjólfi og það er sko allt annað mál.... hefði átt að taka hann bara í hádeginu þá væri ég komin heim núna en það þýðir ekki að tala um það.
Eitt enn.... flugið var klukkan tólf, Herjólfur fór klukkan tólf. Afhverju ???? Auðvitað á flugið að vera klukkan níu svo maður geti haft Herjólf til vara þegar svona stendur á og tala nú ekki um afhverju flýta þeir ekki fluginu þegar þeir vita af bakkanum nálgast eyjuna ? ... annars er ég mikið að spá í að hætta að fljúga og fara bara alltaf með Herjólfi... langbest og öruggast og hann má sko alveg hristast fyrir mér. Hvað um það og hætt þessum pirringi.... ferðin á Höfn gekk vel og þetta var bara hin fínasta skemmtun. Ég skrapp líka í Kringluna með Hjördísi sys á milli fluga og keypt mér skó og þessa líka frábæru espressó kaffivél. Fór svo í bíó í gær á "The hills have eyes" og hún var algjörlega mögnuð; ógeðsleg en æðisleg og mæli ég með henni.
Núna bíð ég bara eftir Herjólfi og það er sko allt annað mál.... hefði átt að taka hann bara í hádeginu þá væri ég komin heim núna en það þýðir ekki að tala um það.
Eitt enn.... flugið var klukkan tólf, Herjólfur fór klukkan tólf. Afhverju ???? Auðvitað á flugið að vera klukkan níu svo maður geti haft Herjólf til vara þegar svona stendur á og tala nú ekki um afhverju flýta þeir ekki fluginu þegar þeir vita af bakkanum nálgast eyjuna ? ... annars er ég mikið að spá í að hætta að fljúga og fara bara alltaf með Herjólfi... langbest og öruggast og hann má sko alveg hristast fyrir mér. Hvað um það og hætt þessum pirringi.... ferðin á Höfn gekk vel og þetta var bara hin fínasta skemmtun. Ég skrapp líka í Kringluna með Hjördísi sys á milli fluga og keypt mér skó og þessa líka frábæru espressó kaffivél. Fór svo í bíó í gær á "The hills have eyes" og hún var algjörlega mögnuð; ógeðsleg en æðisleg og mæli ég með henni.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Höfn
Framundan eru fundahöld hjá kellingunni á Höfn í Hornafirði þar sem hittast fulltrúar frá flestum Sparisjóðum á landinu. Ég er sem sagt að fara í dag og kem aftur á laugardaginn. Ég er ekkert alveg að hlakka til enda er ég afar fastheldin manneskja eins og flestir vita.... og allt svona setur mig svolítið úr jafnvægi. Ég hlakka því mikið til á laugardaginn þegar ég kem aftur heim í heiðardalinn. Ætla þó að gera smá gaman líka úr þessu og er búin að dobla Hjördísi sys í bíó á föstudagskvöldið þar sem ég kem svo seint frá Höfn með flugi að ég næ ekki Herjólfi heim. Líklega verður kíkt á nýjustu hryllingsmynd bæjarins ef ég þekki okkur systur rétt og í hléinu hóta ég svo að fara fram því ég verð orðin svo hrædd.......gungan ég.
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Auglýsing !!!
Nú er tímabilið hafið, æfingar á fullu og allur undirbúningur fyrir Pollamótið hafin.
Við ætlum að byrja rólega, einu sinni í viku, á gervigrasinu við Barnaskólann á þriðjudögum kl. 21 og við treystum á að allar mæti með okkur.
Þó svo að þú sért ekki orðin 25 ára þá máttu alveg koma og spila með.
Eðalkonur ÍBV
Við ætlum að byrja rólega, einu sinni í viku, á gervigrasinu við Barnaskólann á þriðjudögum kl. 21 og við treystum á að allar mæti með okkur.
Þó svo að þú sért ekki orðin 25 ára þá máttu alveg koma og spila með.
Eðalkonur ÍBV
mánudagur, apríl 24, 2006
Hingað og ekki lengra
Við mæðgur erum komnar í meðferð. Ég set á mig naglalakk með ógeðisbragði svo ég hætti að naga neglurnar og sama naglalakk má einnig setja á litla þumla svo ekki sé hægt að sjúga þá. Ég sé því fram á svefnlausar næstu nætur hjá litlu rófunni sem er búin að sjúga puttann sinn frá fæðingu og um leið og hún sýgur puttann þarf hún að fikta í hárinu á sjálfum sér eða þeim sem heldur á henni... helst mínu hári því það er best. Úfff.... um daginn sagði hún "ég get ekki hætt með puttann því þá get ég ekki fiktað í hárum"
laugardagur, apríl 22, 2006
Vestmannaeyjar-Bifröst-Siglufjörður-Akureyri-Húsavík-Akureyri-Reykjavík-Vestmanneyjar
Jæja þá er maður kominn heim eftir frábæra páska sólbrún og sælleg, óbrotin og hress. Ég nenni nú ekki að skrifa niður alla ferðasöguna en er búin að setja inn myndir og þið getið séð ferðasöguna hér.
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Páskafrí
Búin að pakka niður og ég gæti alveg eins farið í heimsreisu miðað við farangurinn. Ég er líka búin að græja sjónvarpsdagskránna næstu vikuna.... nip-tuck,rome,lost,prison break og aftur nip-tuck... þakkaði guði fyrir að vegna þess að á sunnudag og mánudag eru páskar og þá er ekki 24, greys anatomy og the apprentice...........þá hefði ég lent í spólulengdarveseni þrátt fyrir "longplayið"....mætti halda að tengdó ættu ekki sjónvarp en það er nauðsynlegt að vera við öllu búin.
Ég er svo farin í snjóinn á Sigló... ef þið saknið mín hrikalega þá getiði fylgst með mér hérna á vefmyndavél skíðasvæðisins og þið sem farið á Todmobile ballið í Eyjum..... öfund í botn.
Gleðileg páskaegg öll sömul !!
mánudagur, apríl 10, 2006
Sundferðin mikla og fleira bitastætt
Ég er ennþá í móral hvað ég lét klippa hárið á mér stutt.... var að skoða myndir af mér með lubbann og fannst það bara mikið flottara en núna en þetta síkkar... og ég verð bara að vera voða voða þolinmóð.
Fínasta helgi að baki. Rólegheit og solleiðis. Fór að vísu í sund í gær með litlu skvísunni og jú það er eitthvað sem ég geri afar afar sjaldan. Hef aldrei fílað að vera í sundi og var m.a. kölluð "sunddrottningin" af sundkennurunum þegar ég var í skólasundi og átti það víst að vera eitthvað öfugmæli. Neitaði að stinga mér af pallinum eins og ég átti víst að gera en ég var þrjóskari en andskotinn og stóð eins og klettur á bakkanum og hoppaði þaðan útí... uppá pallinn ætlaði ég ekki. Man líka í einu prófinu þegar átti að synda flugsund þá gleymdi ég bara sundtökunum þegar ég fór af stað og endaði á að synda skriðsund alla leið.... hef reyndar aldrei skilið afhverju það er verið að kenna hinum almenna borgara flugsund, efast stórlega um að ég syndi flugsund ef Herjólfur myndi sökkva og efast líka stórlega um að ég myndi stinga mér eins og sunddrottning af stefni skipsins ofaní sjó. Það er annað mál... stelpan er hundrað sinnum duglegri en mamma sín í sundi og var eins og skopparabolti upp og niður stóra stökkbrettið... hún náði að plata mig þangað og ég fór upp þegar enginn var að horfa og læddist eins og mús og slammm hoppaði ofaní og hélt fyrir nefið og fékk hellu í eyrun í verðlaun.
Horfði auðvitað á Idolið á föstudaginn og var bara ansi ánægð með útkomuna. Snorri er bara heljarinnar sjarmatröll og átti alveg skilið að vinna að mínu mati. Hefði samt sem áður viljað sjá Ragnheiði Söru eða Bríet þarna... fannst Ragnheiður alltaf bera af hvað sönginn varðaði og svo var bara gaman að hlusta á og horfa á Bríet... hún er svona ekta Idol.
Næsta dag var það svo bara framhaldsskólasöngvakeppnin og fannst mér bara skandall að Arndís hefði ekki unnið þetta.... kom alveg af fjöllum þegar ég sá hver vann þetta því ekki hafði hún svo mikið sem fangað athygli mína. Húmbúkk.
Svo er það bara Sigló á miðvikudaginn og skíði og bjór og partý og skíði og heitt kakó og vöfflur og endalaust fjör....... held það verði pottþétt tekið eins og eitt djamm fyrir norðan. Var einmitt að skoða hvenær ég fékk mér í glas síðast og ég þori varla að segja það en það eru sex mánuðir síðan.... já ég er ekki að grínast, 6 mánuðir. Gamall er maður orðinn... þetta er bara þjóðhátíð og páskar orðið hjá manni... en það er bara gott, maður er þá ekki þunnur á meðan.
Fínasta helgi að baki. Rólegheit og solleiðis. Fór að vísu í sund í gær með litlu skvísunni og jú það er eitthvað sem ég geri afar afar sjaldan. Hef aldrei fílað að vera í sundi og var m.a. kölluð "sunddrottningin" af sundkennurunum þegar ég var í skólasundi og átti það víst að vera eitthvað öfugmæli. Neitaði að stinga mér af pallinum eins og ég átti víst að gera en ég var þrjóskari en andskotinn og stóð eins og klettur á bakkanum og hoppaði þaðan útí... uppá pallinn ætlaði ég ekki. Man líka í einu prófinu þegar átti að synda flugsund þá gleymdi ég bara sundtökunum þegar ég fór af stað og endaði á að synda skriðsund alla leið.... hef reyndar aldrei skilið afhverju það er verið að kenna hinum almenna borgara flugsund, efast stórlega um að ég syndi flugsund ef Herjólfur myndi sökkva og efast líka stórlega um að ég myndi stinga mér eins og sunddrottning af stefni skipsins ofaní sjó. Það er annað mál... stelpan er hundrað sinnum duglegri en mamma sín í sundi og var eins og skopparabolti upp og niður stóra stökkbrettið... hún náði að plata mig þangað og ég fór upp þegar enginn var að horfa og læddist eins og mús og slammm hoppaði ofaní og hélt fyrir nefið og fékk hellu í eyrun í verðlaun.
Horfði auðvitað á Idolið á föstudaginn og var bara ansi ánægð með útkomuna. Snorri er bara heljarinnar sjarmatröll og átti alveg skilið að vinna að mínu mati. Hefði samt sem áður viljað sjá Ragnheiði Söru eða Bríet þarna... fannst Ragnheiður alltaf bera af hvað sönginn varðaði og svo var bara gaman að hlusta á og horfa á Bríet... hún er svona ekta Idol.
Næsta dag var það svo bara framhaldsskólasöngvakeppnin og fannst mér bara skandall að Arndís hefði ekki unnið þetta.... kom alveg af fjöllum þegar ég sá hver vann þetta því ekki hafði hún svo mikið sem fangað athygli mína. Húmbúkk.
Svo er það bara Sigló á miðvikudaginn og skíði og bjór og partý og skíði og heitt kakó og vöfflur og endalaust fjör....... held það verði pottþétt tekið eins og eitt djamm fyrir norðan. Var einmitt að skoða hvenær ég fékk mér í glas síðast og ég þori varla að segja það en það eru sex mánuðir síðan.... já ég er ekki að grínast, 6 mánuðir. Gamall er maður orðinn... þetta er bara þjóðhátíð og páskar orðið hjá manni... en það er bara gott, maður er þá ekki þunnur á meðan.
föstudagur, apríl 07, 2006
119 dagar.....
Já já.... Todmobile á Þjóðhátíð 2006.... eða svo segir Eyþór Arnalds, ég verð sko með fulle fem þá takk fyrir. Fyrsti þjóðhátíðarfiðringur ársins kominn í kelluna.
Kiddi! Nú eru engar afsakanir teknar gildar ............
Kiddi! Nú eru engar afsakanir teknar gildar ............
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Elsku nýji ofninn minn
Vúúúú... nú er kellingin montin. Nýji Gorenje bakarofninn kominn í hús og ég held bara að þetta sé flottasti ofn sem ég hef séð....hahahahahahaha. Nú verður sko bakað og bakað og eldað og eldað og grillað og núna get ég gert pizzu án þess að fara í geðillskukast yfir að hún sé hrá eftir klukkutíma.
Eitt samt sem ég var ekki alveg að fíla. Með þessum stórglæsilega ofni fylgdu bæklingar og mín ætlaði nú aldeilis að fara að lesa sér til um möguleikana. Einn bæklingurinn var um tímastillingarkerfið og hann var á ensku.... + einhver fleiri tungumál. Sátt við það. Hinn bæklingurinn um almennu notkunarmöguleikana var ekki á ensku.... heldur á dönsku, sænsku, finnsku, norsku og ég veit ekki hvað og hvað en engin enska. Mín ekki sátt. Skil ekki afhverju og skil heldur ekki mikið í dönsku en ég náði þó að klóra mig út úr þessu. Afhverju eru svona tæknibæklingar ekki á ensku ? Sérdeilis furðulegt alveg hreint.
Eitt samt sem ég var ekki alveg að fíla. Með þessum stórglæsilega ofni fylgdu bæklingar og mín ætlaði nú aldeilis að fara að lesa sér til um möguleikana. Einn bæklingurinn var um tímastillingarkerfið og hann var á ensku.... + einhver fleiri tungumál. Sátt við það. Hinn bæklingurinn um almennu notkunarmöguleikana var ekki á ensku.... heldur á dönsku, sænsku, finnsku, norsku og ég veit ekki hvað og hvað en engin enska. Mín ekki sátt. Skil ekki afhverju og skil heldur ekki mikið í dönsku en ég náði þó að klóra mig út úr þessu. Afhverju eru svona tæknibæklingar ekki á ensku ? Sérdeilis furðulegt alveg hreint.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
4. apríl 2006
Familían í Sedona USA
Í dag er akkúrat eitt ár síðan við litla familían og tengdó vorum að leggja af stað upp á Keflavíkurflugvöll áleiðis til Bandaríkjanna og Mexíkó í mánaðarferðalag. Ég fæ kökk í hálsinn..... það er eins og þetta hafi verið að gerast í gær. Svakalega er tíminn fljótur að líða. Sem segir mér líka að það verður fljótt að líða að næstu Mexíkóför.... kannski ár.... tvö ár.......
Í dag er akkúrat eitt ár síðan við litla familían og tengdó vorum að leggja af stað upp á Keflavíkurflugvöll áleiðis til Bandaríkjanna og Mexíkó í mánaðarferðalag. Ég fæ kökk í hálsinn..... það er eins og þetta hafi verið að gerast í gær. Svakalega er tíminn fljótur að líða. Sem segir mér líka að það verður fljótt að líða að næstu Mexíkóför.... kannski ár.... tvö ár.......
mánudagur, apríl 03, 2006
HELGIN með stórum stöfum
Ég ætla aldrei aftur að borða kökur.
.............hmmmm veit nú ekki hvort ég stend við það en helgin einkenndist af svo miklu áti og veisluhöldum að þessi setning hljómaði í hausnum á mér eftir þriðju veisluna í gær, ég er ennþá södd. Já kellingin fór í þrjár fermingarveislur og geri aðrir betur. Laugardagurinn var algjörlega pakkaður og byrjaði á því að litla dósin vaknaði klukkan 07:11 (hún vaknar alltaf mun fyrr um helgar en virka daga við mikla gleði hjá foreldrunum eða.....).
Erna systir fermdist klukkan ellefu og svo var mamma með kaffi fyrir okkur familíuna á eftir. Heil herdeild hefði getað kíkt við í kaffi þetta var svo flott og mikið hjá henni mömmu enda snillingur í bakstrinum. Erna var auðvitað alveg stórglæsileg og maður var bara ansi stoltur af litlu sys..... vonandi stækkar hún ekki mikið meir þá er ég í vondum málum.
Því næst fórum við í veislu hjá frænda Brynjars og hittum allt liðið hans, ferlega gaman enda eðalfólk. Næst var kvöldmatur hjá mömmu og pabba og frábær videósýning af Ernu síðan hún var 3 ára. Mikið hlegið af því. Eftir matinn var kíkt á frændfólk Brynjars sem hittist heima hjá Siggu Láru og Sigga Smára og þar var spjallað í góðum hóp til miðnættis, mjög fínt og gaman. Stelpan var hinsvegar orðin alveg rugluð af þreytu og um leið og hún lagðist á koddann sinn og þumalinn uppí munn þá var hún komin í draumalandið.
Sunnudagurinn byrjað svo klukkan 7:22 við litlu dósina, meiri morgunhaninn.... ég náði þó að plata hana aftur í svefn og græddi klukkutíma í viðbót. Þriðja fermingarveislan var við hornið og það er ein sú glæsilegasta sem ég hef farið í. Stórglæsilegt matarhlaðborð, kaffi og kökur á eftir. Bingó, myndasýning og videósýning. Algjört æði og ekki skemmdi fyrir að Linda Björk nældi sér í páskaegg í bingóinu.
Svo hlakka ég bara til að hafa það gott fyrir framan sjónvarpið í kvöld.. ég er alveg að vandræðast yfir hvernig ég á að skipuleggja upptökur ......hehehehehe... alveg brjál að gera og nóg um að vera í imbanum á mánudögum.
Það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að taka þátt í prófinu mínu. Sumir komu mér virkilega á óvart á meðan aðrir "kúkuðu" á sig eins og ein ónefnd orðaði það. Finnst ykkur ég annars frekjudós.... varð fyrir smá vonbrigðum hvað voru margir sem nefndu þann galla....hahahahaha.... þið eruð flottust !!!!
Ætla að skella mér í tvöfalda rækt eftir vinnu.. veitir ekki af því allavega eftir svona helgi.
.............hmmmm veit nú ekki hvort ég stend við það en helgin einkenndist af svo miklu áti og veisluhöldum að þessi setning hljómaði í hausnum á mér eftir þriðju veisluna í gær, ég er ennþá södd. Já kellingin fór í þrjár fermingarveislur og geri aðrir betur. Laugardagurinn var algjörlega pakkaður og byrjaði á því að litla dósin vaknaði klukkan 07:11 (hún vaknar alltaf mun fyrr um helgar en virka daga við mikla gleði hjá foreldrunum eða.....).
Erna systir fermdist klukkan ellefu og svo var mamma með kaffi fyrir okkur familíuna á eftir. Heil herdeild hefði getað kíkt við í kaffi þetta var svo flott og mikið hjá henni mömmu enda snillingur í bakstrinum. Erna var auðvitað alveg stórglæsileg og maður var bara ansi stoltur af litlu sys..... vonandi stækkar hún ekki mikið meir þá er ég í vondum málum.
Því næst fórum við í veislu hjá frænda Brynjars og hittum allt liðið hans, ferlega gaman enda eðalfólk. Næst var kvöldmatur hjá mömmu og pabba og frábær videósýning af Ernu síðan hún var 3 ára. Mikið hlegið af því. Eftir matinn var kíkt á frændfólk Brynjars sem hittist heima hjá Siggu Láru og Sigga Smára og þar var spjallað í góðum hóp til miðnættis, mjög fínt og gaman. Stelpan var hinsvegar orðin alveg rugluð af þreytu og um leið og hún lagðist á koddann sinn og þumalinn uppí munn þá var hún komin í draumalandið.
Sunnudagurinn byrjað svo klukkan 7:22 við litlu dósina, meiri morgunhaninn.... ég náði þó að plata hana aftur í svefn og græddi klukkutíma í viðbót. Þriðja fermingarveislan var við hornið og það er ein sú glæsilegasta sem ég hef farið í. Stórglæsilegt matarhlaðborð, kaffi og kökur á eftir. Bingó, myndasýning og videósýning. Algjört æði og ekki skemmdi fyrir að Linda Björk nældi sér í páskaegg í bingóinu.
Svo hlakka ég bara til að hafa það gott fyrir framan sjónvarpið í kvöld.. ég er alveg að vandræðast yfir hvernig ég á að skipuleggja upptökur ......hehehehehe... alveg brjál að gera og nóg um að vera í imbanum á mánudögum.
Það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að taka þátt í prófinu mínu. Sumir komu mér virkilega á óvart á meðan aðrir "kúkuðu" á sig eins og ein ónefnd orðaði það. Finnst ykkur ég annars frekjudós.... varð fyrir smá vonbrigðum hvað voru margir sem nefndu þann galla....hahahahaha.... þið eruð flottust !!!!
Ætla að skella mér í tvöfalda rækt eftir vinnu.. veitir ekki af því allavega eftir svona helgi.