mánudagur, október 30, 2006
Þar sem það er ekkert að gera hjá mér þá finnst mér eins og það sé ekkert að gera hjá öllum þá er þetta voða sniðugt sem hún Sigga var með á síðunni sinni....... smá próf if you nenn !!!
1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
...hehehehe meira bullið....
1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
...hehehehe meira bullið....
föstudagur, október 27, 2006
Eina klukkustundina er maður ekkert að spá í bílum og svo hina klukkustundina er maður friðlaus yfir að kaupa nýrri bíl..... og það kemur bara eitt til greina.... Subaru Legacy, sjáum hvað setur.
þriðjudagur, október 24, 2006
Það var ekki að sjá og heyra að það væri mikill aldursmunur á okkur mæðgum í morgun þegar við litum út um gluggann og sáum að allt var hvítt.... en yndislegt og jólalegt. Núna er minn tími kominn, fyrsti vetrardagur var á laugardaginn þannig að veturinn er formlega kominn. Ég sé þó einn ókost við veturinn núna.... það verður kannski erfiðara að stunda útihlaupin en ég geri þá bara eitthvað annað inni í staðinn.
Ég er annars búin að kaupa eina jólagjöf og búin að ákveða fjórar. Ætla að fara að föndra smá með Lindu Björk, ætla að vera fyrr á ferðinni með jólabaksturinn, jólakortin og bara njóta þess að hlakka til jólanna - já ég komst nefnilega í jólaskap í morgun þegar við mæðgur þrömmuðum í snjónum á leið í vinnuna. Akkúrat tveir mánuðir í uppáhaldsdaginn minn.
Ég er annars búin að kaupa eina jólagjöf og búin að ákveða fjórar. Ætla að fara að föndra smá með Lindu Björk, ætla að vera fyrr á ferðinni með jólabaksturinn, jólakortin og bara njóta þess að hlakka til jólanna - já ég komst nefnilega í jólaskap í morgun þegar við mæðgur þrömmuðum í snjónum á leið í vinnuna. Akkúrat tveir mánuðir í uppáhaldsdaginn minn.
mánudagur, október 23, 2006
Núna langar mig mest af öllu að vera heima hjá mér og ganga frá öllu dótaríinu sem ég keypti í Reykjavík. Já ég eyddi helginni í Reykjavík með henni Hjördísi sys og skemmtum við okkur bara ansi vel. Fórum í bíó á "Texas Chainsaw Massacre 2" og hún var vægast sagt viðbjóðslega ógeðsleg og ekki fyrir viðkvæma en þar sem við Hjördís erum svo hugrakkar þá sátum við alla myndina en okkur langaði nú að grenja í sumum atriðunum. Frábær mynd og mæli með henni.... fyrir hugrakka eða eins og kvikmyndaskoðun segir "þessi mynd er mjög erfið áhorfs og mun erfiðari en t.d. Hostel og The Hills Have Eyes" ... sem segir bara allt sem þarf.
Fórum á Red Chili og þurftum að tala ensku.... sem pirraði okkur mikið þar sem við erum á Íslandi. Þjónninn bauð okkur samt í partý um næstu helgi..hehehehehe.
Horfðum á OC... og Hjördís lánaði mér svo alla seríuna. Svo var bara helginni eytt í Smáralind og í IKEA, það var bara ekkert flóknara en það og keypt og keypt og keypt og þurfti ég að skilja eftir smá dót hjá Hjördísi.. nennti ekki að burðast með það í Herjólf.
Á ferðalaginu kláraði ég "Engla og Djöfla". Fínasta bók en ekki nærri eins góð og "Blekkingarleikur".... svolítið lengi í gang en spennandi undir það síðasta. Núna er ég byrjuð á "11 mínútum", ætla að gefa höfundinum séns en hann heillaði mig alls ekki með "Alkemistanum". Hún byrjar allavega vel þessi.
Fórum á Red Chili og þurftum að tala ensku.... sem pirraði okkur mikið þar sem við erum á Íslandi. Þjónninn bauð okkur samt í partý um næstu helgi..hehehehehe.
Horfðum á OC... og Hjördís lánaði mér svo alla seríuna. Svo var bara helginni eytt í Smáralind og í IKEA, það var bara ekkert flóknara en það og keypt og keypt og keypt og þurfti ég að skilja eftir smá dót hjá Hjördísi.. nennti ekki að burðast með það í Herjólf.
Á ferðalaginu kláraði ég "Engla og Djöfla". Fínasta bók en ekki nærri eins góð og "Blekkingarleikur".... svolítið lengi í gang en spennandi undir það síðasta. Núna er ég byrjuð á "11 mínútum", ætla að gefa höfundinum séns en hann heillaði mig alls ekki með "Alkemistanum". Hún byrjar allavega vel þessi.
föstudagur, október 20, 2006
Brynjar sá þúsundfætlu inni á baði í gær... hann náði henni ekki og það var nóg til þess að ég þorði ekki inn á bað.... dóttirin fer á klósettið og kallar "búinn".... ég stend fyrir framan hurðina og spyr hana hvort hún sjái nokkra pöddu.... ég stend og svitna fyrir framan hurðina í ca þrjár mínútur og segi henni að leita betur og stelpan orðin pirruð. Loks þegar ég held að allt sé óhætt sé ég þúsundfætluna á gólfinu á brjálaðri siglingu... ég öskra... stelpan öskrar og kallar "mamma taktu hana"... ég öskra aftur og kalla "upp með lappirnar". Hernaðarástandi lýst yfir inni á baðherbergi. Við öskrum í kór og ég hringsnýst í kringum sjálfan mig í leit að morðvopni.... hún situr á klósettinu með lappirnar upp, ringluð hleyp ég öskrandi og tek það sem hendi var næst, pakki með jólareykelsi.... ég kalla "ég drep hana, ég drep hana" og slæ ógeðis pödduna nokkrum sinnum þar til hún er orðin algjörlega kramin og dauð. Við mæðgur fáum hláturskast af geðshræringu og ég eldrauð í framan og kófsveitt reyni að útskýra fyrir barninu að þúsundfætla sé ekkert sem maður þurfi að vera hræddur við... þetta sé bara padda sem sé hrædd við okkur...."en afhverju varst þú svona hrædd mamma mín".........
Ætli það sé til námskeið á íslandi í pöddufóbíum... án gríns þetta gengur ekki lengur.
Ætli það sé til námskeið á íslandi í pöddufóbíum... án gríns þetta gengur ekki lengur.
fimmtudagur, október 19, 2006
Á morgun ætla ég að skella mér í borgina.. alveg alein, karllaus og barnlaus og bíllaus. Við systur ætlum að ímynda okkur að við séum úti í Köben alla helgina og dúlla okkur.
Ég lofa engum heimsóknum en ef þið viljið hitta mig þá verð ég annaðhvort í IKEA eða í Smáralind..... eða bíó.....
PS... ef þið þurfið hjálp með rennilása þá er ég komin með Bachelor of Science gráðu í þeim fræðum, viðgerðarlínunni... já maður reddar sér og fer stundum aðeins framúr væntingum.
Ég lofa engum heimsóknum en ef þið viljið hitta mig þá verð ég annaðhvort í IKEA eða í Smáralind..... eða bíó.....
PS... ef þið þurfið hjálp með rennilása þá er ég komin með Bachelor of Science gráðu í þeim fræðum, viðgerðarlínunni... já maður reddar sér og fer stundum aðeins framúr væntingum.
miðvikudagur, október 18, 2006
Er ekki einum of þegar Vottar Jehóva eru farnir að koma í vinnuna hjá manni og setjast bara í básinn til að ræða um trúmál og spyrja spurninga eins og "ertu trúuð".... sem betur fer slapp ég í þetta sinn, hefði orðið sótreið hefði votturinn komið inn á "skrifstofuna" mína og ég ekki einu sinni getað skellt hurðinni á nefið á honum. Ég er nú bara með mína barnatrú og kæri mig ekki um svona ágang og hananú.
Gott hjá stjórnvöldum að hefja hvalveiðar... þó fyrr hefði verið.
þriðjudagur, október 17, 2006
Ég er eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum... í kvöld byrjar Prison Break og ég bara get ekki beðið...fjúffff........ eins gott að þetta verði ekki einhver upprifjunarþáttur.
Svo er það bara Greys í nóvember og Lost í janúar.
mánudagur, október 16, 2006
Ég er á nálum. Neðri hæðin er að fara á sölu og ég er á nálum hvaða fólk kemur þangað. Sakna fyrri íbúa þó ég sakni ekki kattarins þeirra.. það er bót í máli að vera laus við að hella vatni yfir hann í tíma og ótíma, senda honum morðauga og bregða honum ... enda var hann orðinn svo skíthræddur við mig að hann hljóp eins og pardusdýr þegar hann sá mig. Fyrri íbúar voru mjög fínir og oft eins og ég byggi í einbýlishúsi.
Núna er ég með áhyggjur yfir að næsta fólk verði með hund.... ég vil ekki að hundurinn sé valsandi um minn garð, á ég þá að fá mér riffil og vera tilbúin í glugganum ? Ég þoli ekki hundagelt, hundaskít og bara hunda yfir höfuð - ég er hundanazisti. Ég hef auðvitað líka áhyggjur af að þarna niður komi partýfólk, reykingafólk, subbur og auðvitað dópistar. Þetta er nefnilega happadrætti..... og vonandi vinn ég í þetta sinn.
Núna er ég með áhyggjur yfir að næsta fólk verði með hund.... ég vil ekki að hundurinn sé valsandi um minn garð, á ég þá að fá mér riffil og vera tilbúin í glugganum ? Ég þoli ekki hundagelt, hundaskít og bara hunda yfir höfuð - ég er hundanazisti. Ég hef auðvitað líka áhyggjur af að þarna niður komi partýfólk, reykingafólk, subbur og auðvitað dópistar. Þetta er nefnilega happadrætti..... og vonandi vinn ég í þetta sinn.
fimmtudagur, október 12, 2006
Nú er ég alveg komin með nóg af rennilásum og smellum. Ég er búin að vera með eindæmum óheppin með þessa hluti.
Upptalning: Hef keypt tvenna regngalla á stelpuna frá 66°norður og smellan í axlaböndunum hefur farið á báðum buxunum og það er bras að gera við þetta, stelpan fékk ÍBV íþróttagalla í afmælisgjöf (hummel) og rennilásinn á jakkanum var gallaður, hann tættist upp, ég fékk jakkanum auðvitað skipt og það þarf að fara varlega með nýja rennilásinn. Hún fékk góðan og dýran kuldagalla frá 66°norður og viti menn smellurnar duttu af og týndust. Hún fékk gefins kuldagalla frá Didrikson og rennilásinn "opnaðist". Ég keypti kuldaúlpu á stelpuna frá Didrikson og á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að klemma lásinn á rennilásnum milli stafs og hurðar þannig að hann beyglaðist og ekki var hægt að renna úlpunni. Hún fór í viðgerð og ég fékk nýjan lás. Nokkrum dögum síðar er stelpan að renna upp og þá bara kom stórt gat á milli, rennilásinn ónýtur. Ég keypti mér kuldaúlpu fyrir nokkru síðan og rennilásinn á henni "opnaðist" líka svona... ég fór með hann í viðgerð en saumakonan sagði mér að koma á næsta ári því það væri svo mikið að gera hjá henni en hún gerði bráðabirgða við hann.
Núna er ég komin með upp í kok af ferðum til skósa, saumastofa og fá þessu og hinu skipt v. galla. Tek það fram að allar eru þessar vörur "góð merki", þetta er ekki eitthvað drasl sem kostaði ekki neitt. Ég vil kaupa föt sem endast og verða ekki eins og tuskur eftir fyrsta þvott..... + ef það kæmu nú fleiri börn þá væru þessir hlutir til á heimilinu. Þetta eru dýrar og góðar vörur en það er greinilega ekki lagt mikið í rennilása, hnappa og smellur. Versta við þetta er að ég get varla þrætt nál og get því ekki bjargað mér sjálf.
Upptalning: Hef keypt tvenna regngalla á stelpuna frá 66°norður og smellan í axlaböndunum hefur farið á báðum buxunum og það er bras að gera við þetta, stelpan fékk ÍBV íþróttagalla í afmælisgjöf (hummel) og rennilásinn á jakkanum var gallaður, hann tættist upp, ég fékk jakkanum auðvitað skipt og það þarf að fara varlega með nýja rennilásinn. Hún fékk góðan og dýran kuldagalla frá 66°norður og viti menn smellurnar duttu af og týndust. Hún fékk gefins kuldagalla frá Didrikson og rennilásinn "opnaðist". Ég keypti kuldaúlpu á stelpuna frá Didrikson og á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að klemma lásinn á rennilásnum milli stafs og hurðar þannig að hann beyglaðist og ekki var hægt að renna úlpunni. Hún fór í viðgerð og ég fékk nýjan lás. Nokkrum dögum síðar er stelpan að renna upp og þá bara kom stórt gat á milli, rennilásinn ónýtur. Ég keypti mér kuldaúlpu fyrir nokkru síðan og rennilásinn á henni "opnaðist" líka svona... ég fór með hann í viðgerð en saumakonan sagði mér að koma á næsta ári því það væri svo mikið að gera hjá henni en hún gerði bráðabirgða við hann.
Núna er ég komin með upp í kok af ferðum til skósa, saumastofa og fá þessu og hinu skipt v. galla. Tek það fram að allar eru þessar vörur "góð merki", þetta er ekki eitthvað drasl sem kostaði ekki neitt. Ég vil kaupa föt sem endast og verða ekki eins og tuskur eftir fyrsta þvott..... + ef það kæmu nú fleiri börn þá væru þessir hlutir til á heimilinu. Þetta eru dýrar og góðar vörur en það er greinilega ekki lagt mikið í rennilása, hnappa og smellur. Versta við þetta er að ég get varla þrætt nál og get því ekki bjargað mér sjálf.
mánudagur, október 09, 2006
Stelpur ! Ef þið eruð einar heima og langar til að sjá góða kvikmynd, takið þá "Memoirs of a Geisha"...... yndisleg mynd.
fimmtudagur, október 05, 2006
Það eru tveir valmöguleikar í stöðunni:
Hvort viltu kalt Pepsi en goslaust eða "við stofuhita" Pepsi með gosi ???
Stundum gleymi ég að setja Pepsi-ið í ísskápinn og þá þarf ég að standa frammi fyrir þessum möguleikum. Þetta er nefnilega fjarri því að vera eins og í auglýsingunum með klakana. Allavega í mínum Pepsi-um frussast allt gos úr þegar klakarnir eru settir ofaní og það skiptir engu máli þó ég set þá ofurvarlega og læðist um með þá þannig að Pepsi-ið fatti ekki að þeir eru komnir ofaní...nei nei... drykkurinn verður algjörlega dauður/flatur/goslaus eftur gossprenginguna við klakana. Ég er því búin að komast að því að það er ekki hægt að setja klaka í gos.
Ég vel frekar volgt Pepsi með gosi.
miðvikudagur, október 04, 2006
Ég er með svo hræðilega bólu á hökunni að ég hef áhyggjur af því að fólk sjái mig ekki fyrir henni..... liggur við að ég þurfi að kynna hana í staðinn fyrir sjálfan mig.... en jæja hún hlýtur að fara áður en ég gifti mig.
mánudagur, október 02, 2006
Ég safna auðvitað öllum þessum gullkornum sem dóttir mín lætur út úr sér og eitt kom í gær;
Linda Björk: "Valur Yngvi er auli"
Ég: "Svona segirðu ekki Linda mín... afhverju segirðu þetta um besta vin þinn ?
Linda Björk: "Hann er alltaf að reyna að kyssa mig og þeir sem eru að reyna að kyssa mig og ég vil ekki kyssa þá eru aular."
Ég get með engu móti skilið þetta samhengi.
Ætli þetta gullkorn verði ekki látið flakka þegar hún giftir sig.......
Linda Björk: "Valur Yngvi er auli"
Ég: "Svona segirðu ekki Linda mín... afhverju segirðu þetta um besta vin þinn ?
Linda Björk: "Hann er alltaf að reyna að kyssa mig og þeir sem eru að reyna að kyssa mig og ég vil ekki kyssa þá eru aular."
Ég get með engu móti skilið þetta samhengi.
Ætli þetta gullkorn verði ekki látið flakka þegar hún giftir sig.......