þriðjudagur, janúar 30, 2007

 
Djöfulsins viðbjóður... afsakið orðbragðið. Ég gerði óvísindalega könnun áðan. Labbaði í vinnuna í hádeginu. Ég er ca 4 mínútur að labba frá Faxastígnum og að Sparisjóðnum og á leiðinni og á þessum stutta spotta sá ég 12 hundaskíta á gangstéttinni. Hvað er aaaaaaðððððð ???? Ef hundaeigendur geta ekki drullast til að þrífa þetta ógeð upp eftir hundana sína þá eiga þeir ekki að vera með hund, þeir geta bara fengið sér gullfisk. Án gríns, ég þarf að vanda mig þegar ég labba í vinnunna því ég horfi niður til að labba ekki í þetta. Mér er skapi næst að senda þessa grein í Fréttir og helst vildi ég af öllu banna hunda í þéttbýli og hananú. Það er svo fullt af fólki sem bara getur ekki séð um hunda, hefur ekki tíma, hefur ekki kunnáttu og skynsemi í það.
Gott dæmi: Vinkona mín var að gefa kettlinga og til hennar kom kona að skoða einn þeirra. Henni langaði í kisu en vildi samt ekki gera kisunni það að hún væri að vinna mikið og hefði lítinn tíma í að sinna henni. Daginn eftir hringir þessi kona og segist ekki ætla að taka kettlinginn, hún ætli að fá sér hund!
Þetta er málið í hnotskurn. Að eiga hund er vinna. Það er greinilega í tísku að hafa hund og ég þekki örfáa einstaklinga sem virkilega kunna að eiga hunda, ef allir væru eins og þeir þá væri þetta ekki vandamál.... og í guðanna bænum hundar eiga að vera bundnir....... hef lent í því að fá hund hlaupandi að mér og ég virkilega stirðnaði upp úr hræðslu.

mánudagur, janúar 29, 2007

 
Þessi helgi var akkúrat eins og ég vil hafa þær. Bara afslöppun og dúllerí. Ég sá Saw 3 um helgina og annan eins viðbjóð hef ég sjaldan séð en hún var rosa góð ... hehehehe. Sá líka teiknimyndina Monster House og hún var bara nokkuð skemmtileg, fínasta afþreying, við Linda Björk gláptum á hana og hlógum og hlógum og hún var sko ekkert hrædd eins og ég fékk að vita nokkrum sinnum á meðan við horfðum. Hún fékk líka síðbúna afmælisgjöf, náttkjól og Cars á DVD.. ég var rosalega ánægð með það...hehehehe. Elska svona teiknimyndir.

Ég verð svo alveg geggjuð ef við töpum á móti Dönum. Ég verð bara alveg hrikalega tapsár ef við töpum á móti þessum Norðurlandaþjóðum. Finn strax fyrir stressi fyrir leiknum... vá.

laugardagur, janúar 27, 2007

 
Liðinu gengur bara betur í rauðu búningunum, hvað svosem veldur því hmmmmmm.

Ég var svo ekki að fíla þennan kjól sem Ragnhildur Steinunn var í í Eurovision. Hrikalega flottur á litinn en í hvert sinn sem hún var í mynd var ég að spá í hlýranum sem "vantaði".... ekki flott.

föstudagur, janúar 26, 2007

 
Stikkorð:
Linda Björk lasin, hóstaði stanslaust í einn og hálfan klukkutíma í gær og endaði á að gubba... það verður ekki grjónagrautur í matinn á næstunni allavega.
Agalegt svekkelsi leikurinn í gær, mikið bölvað á heimilinu.... en hann Ragnar Óskarsson... hann er virkilega eins og hobbiti.... þvílíka krúttið.
Kláraði "Móðir í hjáverkum" sem er snilldarbók og er núna byrjuð á "Hring Tankados" e. Dan Brown og hún lofar mjög góðu.
Hvernig endaði Greys á mánudaginn..... einhver ??? Ég tók hann nefnilega upp og það vantaði bláendann á honum.
Tveir saumóar í vikunni og þvílíkar kræsingar.
Ég er hrikalega ánægð að það skuli vera föstudagur og helgin verður bara notaleg hjá mér.
Áfram Ísland !

mánudagur, janúar 22, 2007

 
Guð minn góður leikurinn..... þetta var alveg að fara með mig... og nei nei hvaða dóni kallar þá fyrir aula....puffffff..... ét það svo sannarlega ofan í mig.

 
Það er bannað að hafa saumaklúbb á mánudögum... tvímælalaust besta sjónvarpskvöldið: Lost, Greys, American Idol, OC og Heroes...... úfff ég held ég hafi ekki tíma til að pissa í kvöld.

sunnudagur, janúar 21, 2007

 
Aular !!!

 
Ég tók þá ákvörðun að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM í þetta skiptið. Fannst það skynsamlegra heldur en að vera að pirra mig á því að þetta sé alltaf í sjónvarpinu á meðan á þessu stendur. Þetta landslið vakti líka dálítinn áhuga hjá mér þegar þeir unnu Svíana.... úfff ég er sko bara hamingjusöm þegar það gerist og mér er alveg sama þó þeir tapi öllum öðrum leikjum bara að þeir vinni Svíþjóð. Núna er ég búin að horfa á einn leik og án gríns það eru einungis fjórir menn þarna sem ég virkilega kannast við og myndi þekkja úti á götu. Birki Ívar þekki ég persónulega þannig að ég tel hann ekki með. Óla Stefáns, Fúsa, Guðjón Val og Alfreð Gísla þekki ég en það er þá upptalið, restina af liðinu myndi ég einfaldlega ekki kannast við eða hvað þá vita nöfnin. "Þýsku"auglýsingarnar í kringum útsendingarnar eru nokkuð góðar...... "gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar bestessssss" Frábært.

Ég ætla svo að vona að sem flestir hafi séð Spaugstofuna í gær... þvílíka snilldin. Þetta var einn sá albesti Spaugstofuþáttur sem ég hef séð. Meiri snillingar þessir menn.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

 
Gæjalegir Eimskipsmenn. Tilkynntu hækkun á fargjaldi Herjólfs sem er by the way viðbjóðslega hátt fyrir. Þeir fóru fínt í það og sögðu 45 króna hækkun á einingu. Við fyrstu sýn er það ekki mikið en þegar maður fer að reikna þá kemur það svona út:
Ferð fyrir okkur fjölskylduna, tvo fullorðna, barn, bíl og klefa fram og til baka kostaði fyrir hækkun 26 einingar eða samtals 9.360 kr. Já það kostar okkur tæpar tíu þúsund krónur að ferðast með Herjólfi fram og til baka... sem er jú fargjald til London. Við tökum örsjaldan klefa en ég reiknaði það samt inn þar sem flest fjölskyldufólk sem ég þekki tekur klefa. Eftir hækkun kostar þessi ferð okkur 10.530 kr. og er þá búið að hækka um 1170 kr. Þetta er ótrúlegt og með tilliti til þess að endalaust er verið að kvarta yfir of háu fargjaldi og meira að segja hefur verið þrýst á lækkun fargjalds. Ég þakka guði fyrir launahækkanir sem ég hef fengið og hafa brúað milið á milli þessara hækkana plús lækkun matarverðs ... yndislegt að matarverð lækki á sama tíma og birgjar ákveða að hækka hjá sér... tilviljun hmmmmm. Stundum finnst mér ég búa í bananalýðveldi.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

 

Uppáhaldsstelpan mín er 5 ára í dag.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

 

Afhverju pissa strákar standandi í klósett ????

Ég er mikið búin að velta þessu fyrir mér. Afhverju sitja strákar ekki og pissa í klósettið ? Er þetta eitthvað tengt karlmennsku að þurfa að standa og geta stjórnað bununni ofaní ?

Ég las um daginn grein akkúrat um þetta efni. Það var karlmaður sem skrifaði þá grein. Hann sagði að þessi aðgerð að pissa standandi væri eitt af því sóðalegasta sem hægt væri að gera. Við bununa sem líkt er við foss þá skvettist hlandið um alla skálina og það sem verra er það slettist líka framhjá og pínulitlir freyðidropar skvettast hátt upp á veggi og á gólfið allt í kringum klósettið, þetta eru örsmáir dropar sem augað nemur varla. Það sama á við að klósettsetunni skal alltaf lokað áður en sturtað er niður því ef hún er opin við "sturtinguna" þá nær "vatnssullið" að skvettast á gólfið og allt þar í kring. Þessvegna biður maður alltaf um að klósettsetan sé lokuð... svo ég tali nú ekki um Feng-Shui kenninguna "ef klósettsetan er opin þá streyma peningarnir ofaní klósettið", sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Þetta var hálfsubbulegt blogg en læt það flakka... með von um að karlmenn fari hreinlegu leiðina.. því oftar en ekki eruð það við skvísurnar sem jú þrífum klósettið.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

 
Alveg stórsniðugt að skella sér svona til borgarinnar í einn dag. Gerði reifarakaup í Intersport og keypti mér m.a. útihlaupagallann sem ég er búin að vera að bíða eftir og hélt ég gæti aldrei fengið hann undir 15 þús kalli... ó nei þessi var á 70% útsölu og fékk hann á 2000 krónur takk, boli og æfingabuxur... allt á ruglverði og ég sömuleiðis alveg orðin rugluð.

Næst á dagskrá er 5 ára afmæli litlu rófunnar. Ætla að halda upp á það á laugardaginn, Benedikts Búálfs þema.... diskar, dúkar og glös í boði SPRON. Fullt af krökkum = bara fjör.

laugardagur, janúar 06, 2007

 
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að þröngar gallabuxur eru eftir stutta "inniveru" algjörlega komnar út í kuldann.
Ég ætla annars að skutlast til Reykjavíkur á morgun. Fer með fyrri ferð Herjólfs, bruna í Smáralind og eyði líklega deginum þar á útsölum, bruna svo aftur heim með seinni ferð Herjólfs. Allar þessar útsöluauglýsingar eru bara að gera út af við mig og ég barasta verð......
Síðasti dagur jóla í dag og nú er bara að telja í næstu jól. Tek niður jólaskrautið á mánudaginn og það er alltaf dálítið sorglegt verk.... en nóg framundan svo sem en eins og dóttirin segir "næst er það afmælið mitt svo páskarnir og svo þjóðhátíðin".

Eitt það ósmekklegasta sem ég veit um er þegar fólk er að tala um og þá virkilega opinskátt að það sé með magapínu "upp og niður"....... ég vil ekki heyra þetta og sérstaklega ekki neinar lýsingar. Þetta fólk á að vera heima hjá sér en ekki að smita aðra.

föstudagur, janúar 05, 2007

 
Svona glæpamönnum á bara að kasta í litla ljóta fangelsisholu og gleypa lykilinn.

mánudagur, janúar 01, 2007

 
Guð minn góður. Í fyrrakvöld voru svínalundir í matinn, í gær kalkúnn og í kvöld verða nautalundir.....jiminn góður.... svo verður bara soðin ýsa næstu vikur, það held ég nú.

Átti annars yndislegt gamlárskvöld í faðmi fjölskyldunnar í gær. Vaknaði svo hress í morgun þökk sé rólegheitum og drykkju á óáfengum drykkjum... love it.


Ég er með áramótaheit eða kannski áramótamarkmið... það er reyndar það sama og undanfarin ár og það er leyndarmál... vonandi tekst það hjá mér þetta árið... og nei það er ekki það að hætta að naga neglurnar... er alveg hætt að reyna við það heit.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<