fimmtudagur, mars 30, 2006
Gaman gaman
Hver er vel að sér í "Matthildarfræðum"...endilega spreytið ykkur á prófinu.
miðvikudagur, mars 29, 2006
Hinn helmingurinn
Alltaf gaman að velta sér uppúr ósjálfráðum kækjum hjá öðru fólki og sérstaklega maka manns sem pirra mann óhóflega mikið. Þetta eru oft sárasaklausir kækir sem viðkomandi fattar oft ekki sjálfur að hann gerir. Þegar ég kynntist honum Brynjari þá kom strax í ljós stór galli við hann sem ég hef aldrei sætt mig við. Þetta pirrar mig svo að ég hef stundum næstum því náð að drepa hann með augunum. Það var nú ekki til að bæta það þegar ég sá að bæði pabbi hans og bræður hans gera þetta líka. Málið er að þegar ég er að undirbúa matinn og elda og búin að skera niður grænmeti í salat, sveppi og þessháttar þá oftar en ekki er hann að sniglast í kringum mig og "stelandi" bitum og kjammsandi á þeim á meðan ég er að elda. Þetta getur gert mig alveg brjálaða og ég hélt ég yrði ekki eldri í eitt skiptið þegar pabbi hans var í heimsókn hjá okkur og jú... saman voru þeir að sniglast í kringum mig og étandi uppúr skálunum á meðan ég var að elda. Skil ekki hvernig mamma hans meikaði þetta með þá fjóra í kringum sig.... ætli hún hafi þurft að fela niðurskorna grænmetið inní skápum á meðan hún var að undirbúa matinn.
Hvað segið þið annars um hinn helminginn ykkar ???
Hvað segið þið annars um hinn helminginn ykkar ???
mánudagur, mars 27, 2006
máli máli máli
Núna finn ég sterka málningarlykt... einhver er að mála í nágrenninu og mér finnst málningarlykt óheyrilega vond og pirrandi. Það minnir mig á auglýsingarnar frá manekkihvaðheitirmálningarfyrirtæki um lyktarlausu málninguna... fyrst það er búið að finna upp eina lyktarlausa málningu má þá ekki setja það sem staðalbúnað í allar hinar málningarnar. Núna er t.d. á döfinni heima hjá mér að mála baðherbergisflísarnar alveg hvítar. Ég er þegar farin að kvíða fyrir málningarlyktinni sem verður yfir heimilinu næstu daga á meðan á framkvæmdinni stendur.... úfff hún er svo vond. Annað, í þessari annars ágætu málningarauglýsingu er talað um að málningin ýrist ekki. Hvað er að ýrast???? Hef í hvert einasta sinn sem málarinn nefnir þetta orð pirrað mig á því hvað í veröldinni þetta þýðir og mér finnst hálfvitalegt að koma með í auglýsingum fyrir hinn almenna borgara eitthvað fagmál málarameistara sem enginn skilur... eða allavega ekki ég.
föstudagur, mars 24, 2006
Yndislegur húmor
Ég ætlaði að skrifa eitthvað ferlega sniðugt en það er algjörlega stolið úr mér þannig að það hefur ekki verið mikið merkilegt ... læt uppáhaldsbrandarann hennar dóttur minnar flakka í staðinn og í tilefni dagsins, vessegú og góða helgi !!!
Einu sinni voru tvær appelsínur að labba yfir brú, alltíeinu dettur önnur appelsínan í ánna og hrópar á hjálp. Þá kallar hin appelsínan "bíddu, bíddu, ég ætla að skera mig í báta"
...óendanlega góður brandari.
Einu sinni voru tvær appelsínur að labba yfir brú, alltíeinu dettur önnur appelsínan í ánna og hrópar á hjálp. Þá kallar hin appelsínan "bíddu, bíddu, ég ætla að skera mig í báta"
...óendanlega góður brandari.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Pikkfast og frosið
Ég ætla að vona að það hafi ekki sést til mín í morgun. Bíllinn var frosinn í hel og engin einasta leið að opna dyrnar á honum... eina hurðin sem ég gat opnað var skottið og nú voru góð ráð dýr. Mín lét sig hafa það, klifraði inn í skottið og yfir aftursætin, lenti á hausnum og opnaði hurðina að innanverðu. Hressandi svona eldsnemma á miðvikudagsmorgni og gott að vera létt og lipur.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Nöfn Íslendinga
Ég hef verið að velta fyrir mér hlutverki mannanafnanefndar. Mín skoðun er sú að mannanafnanefnd sé ekki samkvæm sjálfri sér. Mér finnst allt í lagi að það séu sett lög sem banna sérútlensk nöfn og reglan um að nafnið eigi að taka íslenskum beygingarreglum er góð og gild. Hvað þá þegar mannanafnanefnd leyfir nafn eins og Ljótur en bannar nafn eins og Satanía. Tek það fram að ég get ekki ímyndað mér að fólk geti og detti í hug að skíra barnið sitt þessum nöfnum en það er til svoleiðis fólk. Það sem ég er að reyna að segja er að ég sé ekki muninn á þessum tveimur nöfnum. Mér finnst þau bæði jafn hræðilega ljót og merkingin á bakvið þau enn verri. Samt sem áður er annað nafnið leyft en hitt ekki. Satanía er íslenskt og tekur íslenskum beygingarreglum (sbr. Símonía) og þá get ég ekki séð afhverju nafnið fær ekki grænt ljós.
Ég tel að foreldrar eigi að hafa frjálsari hendur með að nefna börnin sín svo fremi sem nöfnin séu íslensk. Hvað með Mörður og Illugi ? Þá finnst mér nú Satanía fallegra.
Annað.... nöfn sem hafa tvennskonar rithátt.... afhverju ? Ég hef það á tilfinningunni að þessi nöfn eigi það til að flækja málin fyrir viðkomandi.... að hann þurfi alltaf að segja "Ég heiti Ingvi með venjulegu I-i" sbr. Ingvi/Yngvi... og fleiri nöfn eins og Telma/Thelma, Ester/Esther, Steinar/Steinarr, Ýr/Ýrr og svo mætti lengi telja.
Tek það fram að ég er alls ekki að "tala illa" um þessi nöfn. Þetta eru góð og gild íslensk nöfn en það er óþarfi að hafa tvennskonar rithátt á nöfnum sem annars hljóma algjörlega eins. Hef lent í því að vera að skrifa jólakort og afmæliskort og ekki verið viss um hvort það sé h í nafninu eða hvort það sé venjulegt I eða Y-i.
Hvað finnst ykkur annars ?
Ég tel að foreldrar eigi að hafa frjálsari hendur með að nefna börnin sín svo fremi sem nöfnin séu íslensk. Hvað með Mörður og Illugi ? Þá finnst mér nú Satanía fallegra.
Annað.... nöfn sem hafa tvennskonar rithátt.... afhverju ? Ég hef það á tilfinningunni að þessi nöfn eigi það til að flækja málin fyrir viðkomandi.... að hann þurfi alltaf að segja "Ég heiti Ingvi með venjulegu I-i" sbr. Ingvi/Yngvi... og fleiri nöfn eins og Telma/Thelma, Ester/Esther, Steinar/Steinarr, Ýr/Ýrr og svo mætti lengi telja.
Tek það fram að ég er alls ekki að "tala illa" um þessi nöfn. Þetta eru góð og gild íslensk nöfn en það er óþarfi að hafa tvennskonar rithátt á nöfnum sem annars hljóma algjörlega eins. Hef lent í því að vera að skrifa jólakort og afmæliskort og ekki verið viss um hvort það sé h í nafninu eða hvort það sé venjulegt I eða Y-i.
Hvað finnst ykkur annars ?
fimmtudagur, mars 16, 2006
Hvað er að !!!
Hey... fyrr má nú vera. Það er sko munur á að röfla og að RÖFLA. Hvernig er hægt að RÖFLA yfir því hvernig maður "tekur" smjörið úr smjördósinni og bara vera virkilega að meina það. Díses. Það þarf víst að vera einhver spes aðferð við það svo það verði ekki sóðalegt.... puffff ég segi bara á móti ... plís takiði "innsiglisfilmuna" alveg af smjördósinni þegar þið eruð búin að opna hana. Það er mun alvarlegra mál.
miðvikudagur, mars 15, 2006
Nóg að gerast
Þar fór það. Hárið sem ég var búin að vera að safna í heilt ár eða svo er farið. Fór í klippingu í gær og ég lét taka helst til of mikið af því. Núna sakna ég lubbans sem ég var með og hef ákveðið að halda áfram að safna. Held það fari mér betur að vera með aðeins sítt að aftan en algjörlega stutt þó það sé trilljón sinnum þægilegra að vera með stutt hár. Safni safni safn næstu mánuði hjá mér.
Ég er annars búinn að vera með kaupæði. Er búin að þræða tískuverslanir bæjarins í leit að peysum en ... ég er með mjög sérstakan smekk og einfaldan.... og hann er víst vandfundin núna. Endaði á að kaupa mér svarta... peysu og svarta fína skyrtupeysu, já ég veit...svört og brún föt sogast að mér. Núna er líka mikið í tísku föt sem ég lágvaxna týpan get ekki gengið í eins og t.d. þverröndótt, kvartbuxur, sokkabuxur og niðurmjótt helvíti..... það má því segja að ég eigi ekki tískudagana sæla um þessar mundir og vonandi að þetta verði ekki langvinnt. Svo ákváðum við kornin (ekki erum við orðin hjónakorn) að fjárfesta í bakarofn. Brynjar var orðinn svo leiður á röflinu í mér að núna verður endanlega þaggað niður í mér. Jeminn hvað ég hlakka til að geta bakað óhráar kökur, að pizzan verði í aðeins 15-20 mín í ofninum en ekki rúman klukkutíma og svo verður þetta bara asskoti flott og þá sérstaklega þegar við fáum okkur nýja eldhúsinnréttingu í kringum nýja fína stálofninn...hmmmmm....
Annars er það Sigló um helgina og er ég farin að hlakka gífurlega til að komast þangað. Tilefnið er reyndar ekki skemmtilegt, jarðarför en það verður gaman að hitta allt fólkið Brynjars, fara í smá ferðalag, breyta um umhverfi og fara í Herjólf (já mér finnst gaman í Herjólfi) og knúsa tengdó (sem eru by the way bestu tengdaforeldrar sem hægt er að hugsa sér).
Eitt enn... ég hélt ég yrði aldrei fyrir þessu. Ég er farin að velja mér að fá mér frekar melónubita, vínber og þess háttar hollustu á kvöldin fyrir framan sjónvarpið heldur en nammi. Hvað er að gerast bara ? Er þetta aldurinn ? Mér finnst þetta ekki eðlilegt.
Ég er annars búinn að vera með kaupæði. Er búin að þræða tískuverslanir bæjarins í leit að peysum en ... ég er með mjög sérstakan smekk og einfaldan.... og hann er víst vandfundin núna. Endaði á að kaupa mér svarta... peysu og svarta fína skyrtupeysu, já ég veit...svört og brún föt sogast að mér. Núna er líka mikið í tísku föt sem ég lágvaxna týpan get ekki gengið í eins og t.d. þverröndótt, kvartbuxur, sokkabuxur og niðurmjótt helvíti..... það má því segja að ég eigi ekki tískudagana sæla um þessar mundir og vonandi að þetta verði ekki langvinnt. Svo ákváðum við kornin (ekki erum við orðin hjónakorn) að fjárfesta í bakarofn. Brynjar var orðinn svo leiður á röflinu í mér að núna verður endanlega þaggað niður í mér. Jeminn hvað ég hlakka til að geta bakað óhráar kökur, að pizzan verði í aðeins 15-20 mín í ofninum en ekki rúman klukkutíma og svo verður þetta bara asskoti flott og þá sérstaklega þegar við fáum okkur nýja eldhúsinnréttingu í kringum nýja fína stálofninn...hmmmmm....
Annars er það Sigló um helgina og er ég farin að hlakka gífurlega til að komast þangað. Tilefnið er reyndar ekki skemmtilegt, jarðarför en það verður gaman að hitta allt fólkið Brynjars, fara í smá ferðalag, breyta um umhverfi og fara í Herjólf (já mér finnst gaman í Herjólfi) og knúsa tengdó (sem eru by the way bestu tengdaforeldrar sem hægt er að hugsa sér).
Eitt enn... ég hélt ég yrði aldrei fyrir þessu. Ég er farin að velja mér að fá mér frekar melónubita, vínber og þess háttar hollustu á kvöldin fyrir framan sjónvarpið heldur en nammi. Hvað er að gerast bara ? Er þetta aldurinn ? Mér finnst þetta ekki eðlilegt.
mánudagur, mars 13, 2006
að vera utan við sig
Já stundum er maður meira utan við sig en aðra daga. Ég tók upp á því um daginn að gleyma bílnum fyrir utan vinnuna eitt hádegið. Ekki spyrja mig hvað ég var að hugsa... held það hafi ekki verið mikið en á leiðinni heim í þessu hádegi þar sem ég spígsporaði eins og prinsessa var ég mikið að velta fyrir mér og skipuleggja hvernig ég ætlaði að taka bílinn svo eftir vinnu því Brynjar þurfti hann í hádeginu.... aumingjans Brynjar þurfti því að labba það sem hann átti að fara og bíllinn beið eftir mér niður í vinnu þegar ég þurfti svo að nota hann....... híhíhí.... honum fannst þetta ekki fyndið þegar ég tjáði honum þetta og ég gat varla sagt honum þetta ég hló svo mikið. Málið er bara að ég er orðin svo vön að labba að ég er ekkert að pæla í bílnum... stundum þarf ég að hugsa mikið til að muna hvort ég kom á bílnum eða ekki.
Var líka ekkert par ánægð með síðasta Idol þátt. Þessi Big-band lög voru ekki að gera sig fyrir mig og ég var svo hneyksluð á því hvað þau voru öll lík... mér fannst þessi lög bara hræðilega mikið eins. Sagði Brynjari frá þessu og hmmmmmm ... þetta var víst stefið þegar söngvararnir voru að labba inn sem ég hélt að væri bara byrjunin á öllum lögunum... roðn.... en þessi lög voru samt öll eins og hananú.
Var líka ekkert par ánægð með síðasta Idol þátt. Þessi Big-band lög voru ekki að gera sig fyrir mig og ég var svo hneyksluð á því hvað þau voru öll lík... mér fannst þessi lög bara hræðilega mikið eins. Sagði Brynjari frá þessu og hmmmmmm ... þetta var víst stefið þegar söngvararnir voru að labba inn sem ég hélt að væri bara byrjunin á öllum lögunum... roðn.... en þessi lög voru samt öll eins og hananú.
föstudagur, mars 10, 2006
Smá pirr
.....(lesist nefmælt)
Ég HATA formúluna.
Fýlustrumpur
Ég HATA formúluna.
Fýlustrumpur
fimmtudagur, mars 09, 2006
Gallup
Rændi þessu af síðunni hennar Rögnu Jennýjar.....endilega svariði þessu og líka þið þarna leynilesarar og mamma ....hehehehehehe...!!!!
1. Hvað hræðist þú?
2. Ef þú myndir vinna 15.000 í Happadrætti Háskólans hvað myndir þú kaupa þér?
3. Ef þér yrði boðið að leika í einhverri sápuóperu eða einhverjum framhaldsþætti hvaða þætti myndir þú þá helst vilja leika í?
4. Þú átt afmæli og ert að blása á kertin á kökunni..hvers óskar þú þér?
5. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn?
6. Ertu með einhverja kæki?
7. Skóstærð?
8. Uppáhaldsfatabúð?
9. Hvað er það fyrsta sem að þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið :
a) Sumar b) Tantra c) Diskó d) Nakinn
1. Hvað hræðist þú?
2. Ef þú myndir vinna 15.000 í Happadrætti Háskólans hvað myndir þú kaupa þér?
3. Ef þér yrði boðið að leika í einhverri sápuóperu eða einhverjum framhaldsþætti hvaða þætti myndir þú þá helst vilja leika í?
4. Þú átt afmæli og ert að blása á kertin á kökunni..hvers óskar þú þér?
5. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn?
6. Ertu með einhverja kæki?
7. Skóstærð?
8. Uppáhaldsfatabúð?
9. Hvað er það fyrsta sem að þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið :
a) Sumar b) Tantra c) Diskó d) Nakinn
miðvikudagur, mars 08, 2006
Litla-Vesen og Stóra-Vesen
Já það erum við mæðgur kallaðar á heimilinu þessa dagana. Eitthvað finnst bóndanum við vera fyrirferðarmiklar og ákvað að kalla okkur þessum nöfnum. Held það sé bara nokkuð til í þessu hjá honum.
þriðjudagur, mars 07, 2006
Bráðum 30
Ég er svo að velta fyrir mér hvað ég á að gera á 29+1 árs afmælinu mínu í sumar. Ég hringsnýst í marga hringi og ætli niðurstaðan verði ekki sú að ég enda á að taka mér dvd og kaupi bland í poka í 11-11. Nei er það ?
Ég er að spá hvort ég eigi að leigja mér bústað uppi á landi og bjóða öllum mínum vinum í geðveikt afmælispartý, fara í borgarferð til útlanda, kíkja á tónleika ... ohhh þetta er svo erfitt. Svo er spurning hvort afmælispartýið yrði ekki bara haldið í haust svo ég næði sem flestum andlitum (allir svo busy á sumrin). Æ ég ætla að melta þetta með mér en eitthvað verður gert en hvað ???
Annað, hvar fæ ég svona niðurtalningarkerfi inn á síðuna mína ? Einhver !!!
Ég er að spá hvort ég eigi að leigja mér bústað uppi á landi og bjóða öllum mínum vinum í geðveikt afmælispartý, fara í borgarferð til útlanda, kíkja á tónleika ... ohhh þetta er svo erfitt. Svo er spurning hvort afmælispartýið yrði ekki bara haldið í haust svo ég næði sem flestum andlitum (allir svo busy á sumrin). Æ ég ætla að melta þetta með mér en eitthvað verður gert en hvað ???
Annað, hvar fæ ég svona niðurtalningarkerfi inn á síðuna mína ? Einhver !!!
mánudagur, mars 06, 2006
...and the Oscar goes to....
Óskarinn í nótt og ég horfði ekki á í þetta sinnið. Yfirleitt hef ég fylgst með þessu frá A-Ö. Farið snemma að sofa á sunnudagskvöldi og látið klukkuna vekja mig 01:30. Elska þessa hátíð og ég á mér stóran draum að fá að upplifa þetta. Fá að ganga rauða dregilinn sem gestur og fá sæti á fremsta bekk við hliðina á mínum uppáhaldsleikara, Kevin Spacey.. held ég hafi meira að segja dreymt þetta svona einhvern tímann. Ég fæ fiðring í magann þegar kynnarnir lesa upp tilnefningarnar og koma svo með þessa frægu setningu "and the Oscar goes to". Ég var nokkuð bjartsýn á þetta í morgun. Fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði var... hvaða mynd ætli hafi unnið þetta, fékk George Clooney verðlaun, landaði Michelle Williams styttu fyrir Brokeback Mountain og hvaða mynd fékk flestu verðlaun. Ég ætlaði sko ekki að vita neitt, ég ætlaði ekki að fara inn á mbl.is, ætlaði að forðast að tala við fólk í dag... nei kannski ekki alveg, ég ætlaði að biðja fólk um að segja ekkert um óskarinn, ég ætlaði ekki að horfa á fréttirnar í kvöld... ég ætlaði sko að horfa á upprifjunina og vita ekki hver vann. Hvað var það fyrsta sem ég gerði í morgun.. jú kveikti á sjónvarpinu alveg óvart og þar var verið að fjalla um óskarinn... ég gat ekki slitið mig frá því og núna veit ég allt um þetta. Ætla samt að horfa á upprifjunina í kvöld og mig hlakkar sko til. Þetta var líka svolítið spes núna því við fórum og skoðuðum Kodak Theatre þegar við fórum í Hollywood síðasta sumar.... það lét nú ekki mikið yfir sér þá en ég hef allavega labbað á sama dregli og stjörnurnar.
Ég byrjaði reyndar að horfa á upphitunina í gær sem Ívar Guðmunds stjórnaði. Rosalega finnst mér sá maður skrýtinn, það er eins og hann sé með lokuð augun og sofandi... ferlega skrýtið. Ég hætti nú fljótlega að horfa á þetta. Manneskjan sem var þarna sem "fatasérfræðingur" var þvílíkt að pirra mig. Hún var bara ekki talandi... endalaust hik og "uuuu" og "þanna"... hún var alveg hræðileg bara í einu orði sagt. Held ég kvarti bara við stöð 2 um að þessi manneskja verði ekki í þessu hlutverki aftur.
Eitt enn. George Clooney var í smókingnum sínum 10. árið í röð. Kynnunum fannst það bara flott. Hvað ef Susan Sarandon kæmi í sama kjólnum 10.árið í röð ? - held það yrði eitthvað pískrað og hneykslast á því.
Ég byrjaði reyndar að horfa á upphitunina í gær sem Ívar Guðmunds stjórnaði. Rosalega finnst mér sá maður skrýtinn, það er eins og hann sé með lokuð augun og sofandi... ferlega skrýtið. Ég hætti nú fljótlega að horfa á þetta. Manneskjan sem var þarna sem "fatasérfræðingur" var þvílíkt að pirra mig. Hún var bara ekki talandi... endalaust hik og "uuuu" og "þanna"... hún var alveg hræðileg bara í einu orði sagt. Held ég kvarti bara við stöð 2 um að þessi manneskja verði ekki í þessu hlutverki aftur.
Eitt enn. George Clooney var í smókingnum sínum 10. árið í röð. Kynnunum fannst það bara flott. Hvað ef Susan Sarandon kæmi í sama kjólnum 10.árið í röð ? - held það yrði eitthvað pískrað og hneykslast á því.
laugardagur, mars 04, 2006
Tískuþátturinn
Ég neita að trúa því að niðurmjóar buxur séu að koma aftur í tísku. Ég tek ekki þátt í þessu.
föstudagur, mars 03, 2006
Þetta gula þarna uppi %$#&&
Jiii hvað sólin er að gera útaf við mig núna. Sé bara ekki rassgat. Það er alveg hræðilegt að keyra um. Ég þarf bókstaflega að hitta inn í göturnar þegar ég er að beygja og guð minn góður ef það er fólk á ferli. Mig langar í ský eða kannski best að labba bara og fá sér sólgleraugu.
miðvikudagur, mars 01, 2006
Fermingardagurinn minn
Hún Ása uppáhaldsfrænka mín bað mig um að rifja upp fermingardaginn minn og mín er ánægjan... vessegú:
Það er 12. apríl árið 1990. Ég er að fara að fermast. Ég man þennan dag alveg ágætlega. Ég man sterkt eftir því að það var ofboðslega fallegt veður, sól og kalt og hvít föl yfir bænum. Ég vaknaði eldsnemma og enginn annar en Brósi (skáfrændi) kom til að græja hárið á mér fyrir þennan stóra viðburð. Ég man vel eftir því að hann spurði mig hvernig ég vildi hafa hárið. Ég strákastelpan vildi auðvitað bara hafa tagl eins og alltaf, ég vildi ekki sjá eitthvað dúllerí og blómahaf í hárinu á mér, bara einfalt og töff. Þessi ákvörðun mín með hárgreiðslu á fermingardaginn lýsir mér bara ansi vel... ég vil hafa hlutina einfalda og engan glamúr. Brósi gerði þetta flotta háa tagl í hárið á mér og ég var bara ansi ánægð með þetta. Fötin....hmmmmmm....við mamma völdum fötin í sameiningu og ekki kom til greina fyrir strákastelpuna að fara í kjól eða pils þannig að jakkaföt urðu fyrir valinu og engin venjuleg jakkaföt heldur dökkblá (navy) sjóliðaföt með gullhnöppum og hvíta skyrtu... já ímyndið ykkur bara. Á þessum tíma tíðkaðist ekki að fermingarstelpur máluðu sig og var ég engin undantekning.... það var ekki hreyft við einu augnhári.
Á leiðinni í kirkjuna fékk ég kvíðakast því ég mundi allt í einu að við áttum að vera búin að læra trúarjátninguna utanað.... ég gleymdi því og rauk í hendingskasti í bókina og reyndi af veikum mætti að lesa aftur og aftur yfir hana en ... ég hreyfði á endanum bara varirnar í kirkjunni og sem betur fer var ekki einn og einn tekinn upp þá væri ég líklega ófermd ennþá eða hvað. Þau sem fermdust með mér voru t.a.m. Anna Hulda, Hildur Sæ, Bjarnólfur, Malli, Hjölli Þórðar, Markús Orri, Eva Vals og fleiri snillingar... hér er bara mynd af okkur öllum saman og reynið bara að finna mig...hahahahaha.
Kirkjuathöfnin gekk annars vel og fljótt fyrir sig og án gríns ég vissi ekki að heima biðu mín trilljón pakkar, ég var bara ekki búin að gera mér grein fyrir þessu umstangi og veislan úffff... Fyrir veisluna fór ég í ljósmyndatöku til Óskars heitins, ég á allar myndirnir á vísum stað og ég á ekki skanna þannig að þið fáið enga mynd af mér hér í fermingarfötunum.
Veislan var svo haldin í Alþýðuhúsinu og boðið var upp á hlaðborð og svo kaffi og kökur á eftir og í fermingarveisluna mínu mættu hátt í 80 manns enda stór fjölskylda og Ása...... þú varst þarna líka ég gáði í gestabókina, ég man hinsvegar ekkert eftir þér. Ég fékk 118 þúsund krónur í peningum sem var mjög há upphæð á þessum tíma og keypti ég mér Amiga tölvu fyrir peninginn. Ég fékk nánast enga skartgripi í fermingargjöf og þótti það frekar furðulegt hjá stelpu en þessir elskulegu ættingjar mínir þekktu mig greinilega mjög vel... vissu alveg að ég vildi ekkert glingur, ég var ekki þannig týpa. Ég man sérstaklega eftir fermingargjöfinni frá systrum pabba; ferðahljómflutningstæki með geislaspilara... ég hafði bara aldrei séð geisladisk og fékk lánaða geisladiska frá frænda mínum til að geta prófað spilarann. Einn diskurinn var Rattle and Hum með U2. Rúmið frá mömmu og pabba var líka æði, risastórt, svart rimlarúm og útvarpsvekjarinn frá Hjördísi sys vakti mikla lukku. Ég fékk líka ótrúlega mörg skeyti frá hinum og þessum og yfirleitt þekkti ég ekki nöfnin en mér þótti ofboðslega vænt um þau. Þegar ég lít til baka þá hugsa ég helst um það hvað mikið er gert úr þessum degi og þegar maður er 13 ára þá gerir maður sér ekki grein fyrir hversu foreldar og ættingjar gera mikið til að hafa þennan dag og áfanga sem eftirminnilegastan. Sumir komu mjög langt að bara til að samgleðjast fermingarbarninu. Þetta var allavega yndislegur dagur hjá mér og mér þótti mikið til alls tilstandsins koma. Takk fyrir mig.
Mig langar til að heyra hvernig fermingardagurinn hennar Siggu minnar hafi verið og ekki skemmir fyrir að sjá fermingarmynd með.
Það er 12. apríl árið 1990. Ég er að fara að fermast. Ég man þennan dag alveg ágætlega. Ég man sterkt eftir því að það var ofboðslega fallegt veður, sól og kalt og hvít föl yfir bænum. Ég vaknaði eldsnemma og enginn annar en Brósi (skáfrændi) kom til að græja hárið á mér fyrir þennan stóra viðburð. Ég man vel eftir því að hann spurði mig hvernig ég vildi hafa hárið. Ég strákastelpan vildi auðvitað bara hafa tagl eins og alltaf, ég vildi ekki sjá eitthvað dúllerí og blómahaf í hárinu á mér, bara einfalt og töff. Þessi ákvörðun mín með hárgreiðslu á fermingardaginn lýsir mér bara ansi vel... ég vil hafa hlutina einfalda og engan glamúr. Brósi gerði þetta flotta háa tagl í hárið á mér og ég var bara ansi ánægð með þetta. Fötin....hmmmmmm....við mamma völdum fötin í sameiningu og ekki kom til greina fyrir strákastelpuna að fara í kjól eða pils þannig að jakkaföt urðu fyrir valinu og engin venjuleg jakkaföt heldur dökkblá (navy) sjóliðaföt með gullhnöppum og hvíta skyrtu... já ímyndið ykkur bara. Á þessum tíma tíðkaðist ekki að fermingarstelpur máluðu sig og var ég engin undantekning.... það var ekki hreyft við einu augnhári.
Á leiðinni í kirkjuna fékk ég kvíðakast því ég mundi allt í einu að við áttum að vera búin að læra trúarjátninguna utanað.... ég gleymdi því og rauk í hendingskasti í bókina og reyndi af veikum mætti að lesa aftur og aftur yfir hana en ... ég hreyfði á endanum bara varirnar í kirkjunni og sem betur fer var ekki einn og einn tekinn upp þá væri ég líklega ófermd ennþá eða hvað. Þau sem fermdust með mér voru t.a.m. Anna Hulda, Hildur Sæ, Bjarnólfur, Malli, Hjölli Þórðar, Markús Orri, Eva Vals og fleiri snillingar... hér er bara mynd af okkur öllum saman og reynið bara að finna mig...hahahahaha.
Kirkjuathöfnin gekk annars vel og fljótt fyrir sig og án gríns ég vissi ekki að heima biðu mín trilljón pakkar, ég var bara ekki búin að gera mér grein fyrir þessu umstangi og veislan úffff... Fyrir veisluna fór ég í ljósmyndatöku til Óskars heitins, ég á allar myndirnir á vísum stað og ég á ekki skanna þannig að þið fáið enga mynd af mér hér í fermingarfötunum.
Veislan var svo haldin í Alþýðuhúsinu og boðið var upp á hlaðborð og svo kaffi og kökur á eftir og í fermingarveisluna mínu mættu hátt í 80 manns enda stór fjölskylda og Ása...... þú varst þarna líka ég gáði í gestabókina, ég man hinsvegar ekkert eftir þér. Ég fékk 118 þúsund krónur í peningum sem var mjög há upphæð á þessum tíma og keypti ég mér Amiga tölvu fyrir peninginn. Ég fékk nánast enga skartgripi í fermingargjöf og þótti það frekar furðulegt hjá stelpu en þessir elskulegu ættingjar mínir þekktu mig greinilega mjög vel... vissu alveg að ég vildi ekkert glingur, ég var ekki þannig týpa. Ég man sérstaklega eftir fermingargjöfinni frá systrum pabba; ferðahljómflutningstæki með geislaspilara... ég hafði bara aldrei séð geisladisk og fékk lánaða geisladiska frá frænda mínum til að geta prófað spilarann. Einn diskurinn var Rattle and Hum með U2. Rúmið frá mömmu og pabba var líka æði, risastórt, svart rimlarúm og útvarpsvekjarinn frá Hjördísi sys vakti mikla lukku. Ég fékk líka ótrúlega mörg skeyti frá hinum og þessum og yfirleitt þekkti ég ekki nöfnin en mér þótti ofboðslega vænt um þau. Þegar ég lít til baka þá hugsa ég helst um það hvað mikið er gert úr þessum degi og þegar maður er 13 ára þá gerir maður sér ekki grein fyrir hversu foreldar og ættingjar gera mikið til að hafa þennan dag og áfanga sem eftirminnilegastan. Sumir komu mjög langt að bara til að samgleðjast fermingarbarninu. Þetta var allavega yndislegur dagur hjá mér og mér þótti mikið til alls tilstandsins koma. Takk fyrir mig.
Mig langar til að heyra hvernig fermingardagurinn hennar Siggu minnar hafi verið og ekki skemmir fyrir að sjá fermingarmynd með.