föstudagur, júní 30, 2006

 
Ekkert smá fjör á setningu Shellmótsins í gær. Fór meira að segja í skrúðgönguna og alles og fílaði mig í botn... labbaði með Keflvíkingum stuttan spöl og var næstum farin að kalla "KEFLAVÍK, KEFLAVÍK" með þeim... þvílíka fjörið.
Hef annars lítið að segja nema ég er alveg himinlifandi yfir föstudeginum sem er í dag. Helgin verður notuð í þrif og skipulagningu og kannski bakstur þar sem tengdó og mexíkanska familían er að koma um næstu helgi og verða vonandi einhvern tíma hjá okkur. Það verður því nóg að gera á næstu dögum.
....34 dagar í fjörið... er farin að fá nettan sting í magann......

miðvikudagur, júní 28, 2006

 
Ég brjálast !!!!
Má maður núna eiga von á því að mæta hundum hvar sem er í borginni.... og kannski lausum líka eins og í Mexíkó...eða er ég að misskilja þetta.
Hundar eiga að vera í sveit... og kisur líka, ekki í þéttbýli og hananú !!!!

þriðjudagur, júní 27, 2006

 
Ég get nú ekki sagt annað en að mér finnst alveg fáránlega langt í þetta...... þetta hlýtur að vera hægt að vinna á skemmri tíma.

mánudagur, júní 26, 2006

 
Jæja þá er kellingin orðin þrítug og langar mig til að þakka fyrir allar kveðjurnar á afmælisdaginn... bæði í formi símhringinga, sms-a og bloggkveðja og svo auðvitað heimsóknir á afmælisdaginn minn.
Greinilegt að bloggið hefur mikil áhrif því hún Ása snillingur færði mér bland í poka mínus kúlur í afmælisgjöf + 50 evrur þannig að ég þarf að drífa mig til útlanda. Húmoristi í öðru hún Ása mín.

Annars er allt í góðu nema.... mitt lið er fallið úr keppni.... Mexíkó...og hverjum á ég þá að halda með ?

föstudagur, júní 23, 2006

 
Á morgun 24. júní eru liðin 30 ár frá því ég kom í heiminn.... já ég veit ótrúlegt. Jiii aldrei hélt ég að ég yrði þrítug og þá meina ég svona svakalega fljótt...úffff....mér líður allavega ekki eins og þrítugri kellingu, mér finnst ég sko bara vera töttögöogþriggja.

Þrítug, hálfsextug, á fertugsaldrinum...jedúdda...lífið er allavega ekki eins og ég var búin að ímynda mér að það yrði þegar ég yrði þrjátíu ára gömul.

Ég sá fyrir mér að þrítug væri ég pottþétt komin með allavega þrjú börn, gift, vinnandi hálfsdagsstarf, væri löngu hætt að kaupa mér bland í poka (mínus kúlur) og bryðjandi piparbrjóstsykur á kvöldin. Ég væri löngu hætt að fá í skóinn á aðfangadagsmorgun og væri ekki æfandi og leikandi mér í fótbolta á kvöldin. Ég kynni pottþétt að taka bensín á bílinn og það skyldi sko enginn kalla mig lengur dúllu og klipi í kinnarnar á mér.
En... á morgun verð ég sem sagt þrjátíu ára gömul og já ég er enn kölluð dúlla.... dúlla á fertugsaldri.

miðvikudagur, júní 21, 2006

 
Skil ekki svona markaðssetningu. Fékk bækling inn um lúguna í dag hjá mér.... frá OgVodafone. Bæklingurinn var hinn flottasti og þar voru myndir og allar helstu upplýsingar um örugglega alla gsm-síma sem ogvodafone selur nema..... verðið. Afhverju er þetta gert? Þessi bæklingur fékk mig allavega ekki til að skoða sig og hvað þá ekki til þess að langa til að kaupa síma frá OgVodafone. Mér finnst lágmark að greint sé frá því hvað hlutirnir kosti eða ætli það sé svona lítið að gera í þjónustuverinu hjá OgVodafone að þeir búist við holskeflu hringinga um hvað þessi sími hér á þessari blaðsíðu með þetta framleiðslunúmer kosti ?
Svona bæklingar fara beint í ruslið hjá mér enda nenni ég ekki að hringja og fá upplýsingar um verð á hinum og þessum símum og fara svo að bera þá saman. Ef það er eitthvað trikk á bakvið þessa sölumennsku þá er hún ekki að gleypa mig.
Annars vantar mig ekkert síma en það er aldrei að vita hvað maður gerir þegar maður sér flottan pæjusíma á góðu verði detta inn um lúguna hjá sér.

sunnudagur, júní 18, 2006

 
Eins flott og áhrifamikil og mér finnst nýja auglýsingin frá Umferðarráði vera þá finnst mér það eins pirrandi að stelpan sem situr í aftursætinu greinilega ekki með belti skuli yfirhöfuð sitja þar ... á hún ekki að hafa flogið út úr bílnum .... eða hvað ??? ... ef ekki... á hún þá ekki að liggja öðruvísi í aftursætinu.. æ ég veit ekki.... kannski gerist þetta bara svona.

föstudagur, júní 16, 2006

 
Á maður aftur að fara að auglýsa eftir þjóðhátíðarlaginu ??? Jahérna hér... hef bara ekkert séð auglýst um þjóðhátíðarlagið og er farin að spá hvort það sé nokkuð keppni í gangi. Veit einhver meir en ég ???

mánudagur, júní 12, 2006

 
Ég er aldeilis að fíla nýja lagið með Nylon... er alveg með það á heilanum allan daginn því það kemur alltaf á FM og þá meina ég í hvert einasta sinn sem ég er í ræktinni í hádeginu......"but its alright everything changes inside I was alright in the outside"...eða eitthvað kann ekki alveg..hehehe

Ég held ég sé að breytast í hollustuskrímsli..... mínus nammið á kvöldin... ég er alveg hætt að panta mér pizzur.. og ef það gerist þá er það spes fyrir litlu skvísuna. Æ mér finnst þetta bara hálfgert eitur í magann, fæ alltaf illt í magann eftir svona "pant-pizzu" og líður bara hálf illa. Geri frekar heimatilbúnar. Svo er það fullt af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi + nammi á kvöldin.... en þetta er allavega breyting til batnaðar.
Þrátt fyrir þetta... æ ég er ekki alveg að fíla mig þessa dagana.. ég er bara helvíti óánægð með mig. Mér finnst ég bara engin pæja, hárið á mér er ömurlegt (er að safna ...again) og svo er ég fölari en spítalavegglísar og mér finnst ég bara ekkert skemmtileg. Ég er ekkert ánægð í vinnunni, langar að gera eitthvað uppbyggilegt og meira krefjandi, mig langar að vinna styttri vinnudag til dæmis, vá hvað það yrði geggjað næs þó það væri ekki nema mínus 2 stundir á dag.
En jæja klipping á morgun og þá sjáum við hvort brúnin lyftist ekki aðeins á manni... svo er sjónvarpskvöld í kvöld... Greys, Apprentice og Lost og það er nú til að lyfta hinni brúninni ansi vel hjá mér.

föstudagur, júní 09, 2006

 
Finnst ykkur ég vond að taka þá ákvörðun að hleypa dóttur minni ekki í hvert einasta afmæli sem hún er boðin í ?
Þessa ákvörðun tók ég þegar hún var farin að fá afmælisboðskort til krakka sem eru með henni á leikskólanum og bara einhverja krakka sem ég þekki ekki til og þekki ekki foreldra né veit nein deili á. Sjálfsagt finnst mér að hún fari í afmæli til frænda og frænkna og vina sinna en mér finnst ég þurfa að þekkja einhver deili sjálf á foreldrum barnanna allavega til að ég sendi hana áfram. Hún er nú bara fjögurra ára gömul og mér finnst óþarfi að leikskólakrakkar séu að bjóða allri deildinni sinni í afmælið sitt þar sem jú leikskólinn sjálfur heldur upp á afmæli hvers barns fyrir sig á deildunum. Sjálf bauð hún tveimur bestu vinum sínum af leikskólanum sínum í afmælið sitt... mér þætti sjálfri frekar óþægilegt að halda afmælispartý fyrir hana með fullt fullt af 4 ára og 5 ára krökkum sem ég þekki ekki og veit engin deili á.... en jæja þetta er bara mín skoðun og ég ætla bara að halda mig við þessa ákvörðun.

fimmtudagur, júní 08, 2006

 
HM í fótbolta á morgun. Finnst hræðilegt að allir leikirnir séu sýndir á Sýn og ég því ekki með aðgang að því. Ekki það að ég þurfi að horfa á alla leikina en mér finnst bara alltaf ákveðin stemmning í kringum þessa keppni og ekki tími ég að kaupa Sýn fyrir þennan pening.
Það fyrsta sem þarf að gera er að finna sér eitthvað lið til að halda með......síðustu ár og aldir hef ég alltaf haldið með Rúmeníu og á meira að segja þessa fínu landsliðstreyju Rúmena. Núna eru Rúmenar hvorki fugl né fiskur og taka ekki þátt í HM.... ég er því að spá í að fylgjast með Mexíkóum og afhverju... jú ... held þeir séu að spila mjög skemmtilegan bolta og jú ég hef farið til Mexíkó og á fullt af minjagripum frá Mexíkó og svo eru þeir auðvitað í svo fagurgrænum Týsbúningum sem skemmir alls ekki fyrir.
Hvað segið þið?

þriðjudagur, júní 06, 2006

 
Bubbi og Halldór Ásgrímsson eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina.... það er Halldóri að kenna að ég er svakalega sybbinn í dag því hann tók upp á því að segja af sér í einhverju kvöldkaffi og ég þurfti að bíða og bíða eftir Lost og það var ekki búið fyrr en um miðnætti...ég meina það sko... mætti halda að það hefði verið gerð kjarnorkuárás á landið þetta var svo mikið "breaking news" þessi ákvörðun hans.... gæti ekki verið meira sama. Bubbi gerir svo enn "betur" með því að taka af mér Prison Break í kvöld..... já já... bara tónleikar með Bubba í allt kvöld og verði ykkur bara að góðu sem komust ekki á tónleikana - ekki minn tebolli takk.

 
Átti frábæra helgi.. get nú ekki sagt annað. Finnst að helgarnar ættu bara að vera þriggja daga.. það er rosa notalegt og sanngjarnt. Skemmti mér konunglega með ættinni minni á laugardaginn og um kvöldið... grilluðum saman uppí Skátastykki og skemmtilega við þetta grill var að nokkrir fastalandsbúar sáu sér fært að mæta og úr varð þetta fína "míní-ættarmót". Held við Ása séum sjálfskipaðar í skipulagsnefnd Reynistaðarfamilíunnar... þetta er satt... það verður bara að halda fjölskyldunni samtaka í að hittast reglulega. Krakkarnir voru alveg að fíla sig enda frábært umhverfi þarna uppfrá fyrir börn. Svo fékk maður nettan þjóðhátíðarfiðring syngjandi við varðeldinn.
Annars fór helgin bara í dúllerí.... horfði á tvær dvd; Wolf Creek sem er áströlsk hrollvekja og vá hvað hún var góð.. mæli með henni, ég sat allaveg alveg stjörf yfir henni. Svo tókum við Linda Björk fjölskyldumynd sem heitir Nanny McPhee og hún var mjög fín og skemmtileg.

Svo er bara nóg um að vera á næstunni eða þannig.... Hjördís og Erna að koma frá Spáni með fullt af M&M handa mér.. svo ætlar Hjördís að eyða helginni hérna þannig að maður býður henni pottþétt í mat + þetta er sjómannadagshelgin, ég held ég fari samt ekki á ball þó það sé Todmobile, er ekki að nenna því enda er ég nánast hætt að fá mér í glas og þar er um að kenna eða þakka að ég fæ yfirleitt flensuna og ælupestina eftir skrallog er ekki að nenna því og sleppi því þessu þá svo ég sé hress daginn eftir. Um þarnæstu helgi er svo 17.júní og þá verður örugglega kíkt aðeins á Stakkó með stelpuna. Svo á kellingin bara þrítugsafmæli helgina þar á eftir og verður ekkert haldið upp á það.. jú kannski baka ég eina köku með þremur kertum til að blása á... æ þetta verður bara dúlludagur hjá mér, ekkert stress og kíki kannski í aðlögun á föndurtíma á Elló...hehehehehehe.

Svo er maður búinn að skipuleggja Reykjavíkurferð með Lindunni og það verður stelpuferð hjá okkur mæðgum. Farið í bíó og í húsdýragarðinn, Smáralind og bara eitthvað skemmtilegt. Ætla samt að passa mig á að fara í húsdýragarðinn bara ef það er sólarlaust....síðast lenti ég þarna í bongóblíðu og ég fer aldrei aftur nema vera í býflugnavarnarbúningi....díses þetta hlýtur að vera höfuðborg býflugna og getunga þarna....ojbarasta.

Annars vil ég bara minna á æfingu okkar Eðalkvenna í kvöld kl.20:30.... þetta er bara hræðilega gaman og endilega látið sjá ykkur stúlkur.

sunnudagur, júní 04, 2006

 
Við systur erum svo hræðilega ólíkar í okkur. Skil ekki hvernig þetta er hægt með sama uppeldið... að vísu sagði ég alltaf hér í den að Hjördís sys væri tökubarn... mér fannst hún aldrei lík einum né neinum ... en svo er nú ekki. Hún er aftur á móti algjör andstæða við mig í svo mörgu. Hún hefur alltaf haft flökkueðlið í sér á meðan ég vil bara hafa það rólegt heima hjá mér. Man hérna í gamla daga þegar hún fór ein til Flórída á vegum Stöðvar 2 þegar hún var um tíu ára eða eitthvað svoleiðis, hún vildi endalaust vera á flakki út og suður og gat varla verið heima hjá sér. Hún fór sem au pair til Bandaríkjanna, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug á hennar aldri og jafnvel ekki núna. Mér fannst heilmikið mál að fara stundum í fótboltaferðalög þar sem ég gat oft á tíðum brjálast úr heimþrá bara við það að vera einhversstaðar uppi á landi yfir helgi. Ég kveið þessum helgum eins og verið væri að rífa úr mér hjartað en ég lifði þetta þó af. Hugsaði oft að krakki á þessum aldri ætti ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum eins og hvort það yrði fært til baka daginn eftir og hvað skyldi gera ef það yrði ekki fært. Aumingjans fararstjórarnir að hafa mig með. Jafnvel þegar ég byrjaði í Háskólanum og gisti hjá frænku minni fyrsta árið kom ég um hverja einustu helgi heim .... rútubílstjórinn var farinn að þekkja mig. Svona erum við misjöfn. Fór einmitt að spá í þessu þegar ég talaði síðast við Hjördísi "flakkara" en þá var hún að undirbúa sig undir Spánarferð með Ernu yngstu systir. Ég spurði hana eitthvað á þessa leið "...en ertu ekkert stressuð ?".... Hún skildi ekki spurninguna... stressuð yfir hverju... hún var bara að deyja úr tilhlökkun. Þá fór ég að spá... ég væri í hennar tilfelli búin að eyða tímanum sem ætti allajafna að fara í tilhlökkun... í að vera stressuð fyrir að innrita mig í flugvélina, bíða á flugvellinum, fara í flugvélina og koma mér á áfangastað.... ég yrði ekki í rónni fyrr en ég væri komin aftur heim til mín að fara svona alein út í heim.
Gleymi því aldrei hvað ég var stressuð á flugvellinum í Minneapolis í fyrra þegar við vorum að sýna vegabréfin okkar... ameríski flugvallarstarfsmaðurinn spurði okkur svo margra spurninga og þetta voru svona "hvað í andskotanum eruð þið að gera hérna og eruð þið hryðjuverkamenn spurningar".... það lá við að mig langaði að snúa við því þarna var ég greinilega ekki velkomin.
Það var nú bara síðast fyrir nokkrum vikum sem ég átti að fara á vegum vinnunnar til Hornafjarðar í tvo daga... það tók nokkra mánuði að svona kvíða fyrir þessu og hlakka til þegar þetta væri búið en svo var þetta auðvitað mjög skemmtilegt og ég hafði sko bara gott af þessu á endanum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<