mánudagur, júlí 31, 2006
Djö... er ég orðin pirruð á þessum veðurspám. Ein sýnir hitabylgju, önnur sýnir rok og rigningu og sú þriðja sýnir sól og skýjað.....Ég er hætt að pæla í þessu. Það verður bara eitthvað veður á þessari þjóðhátíð og við getum engu þar um breytt og það þýðir ekkert að væla yfir því þó það rigni og hananú.
Ég er annars að vinna síðasta daginn fyrir frí og ég er í brjáluðu stuði. Þetta er svo langþrátt frí að það hálfa væri nóg. Ætla sko að njóta þess í botn að dúllast með litla skottinu mínu, undirbúa Þjóðhátíðina og hafa það gott.
Sá æðislega mynd í gær á DVD, Walk the Line sem er ævisaga Johnny Cash... yndisleg mynd í alla staði, vel leikin, góð persónusköpun, góð tónlist og saga. Mæli hikstalaust með þessari.
Ásgerður er fundin og loksins náði ég í hana. Skipulögðum okkur í þaula fyrir helgina og hver ætti að kaupa þetta og hver keypti hitt. Hver ætti að baka þessa sort og hvað á að koma með mikið af þessu og hinu. Svo er bara að krossa fingur að við lendum einhversstaðar á svipuðum stað og í fyrra með tjaldið. Ása spurning um að hittast aðeins á kaffihúsi í vikunni... miðjum degi og spjalla, hvernig líst þér á það ?
6 tímar í sumarfrí !!!!!!
Ég er annars að vinna síðasta daginn fyrir frí og ég er í brjáluðu stuði. Þetta er svo langþrátt frí að það hálfa væri nóg. Ætla sko að njóta þess í botn að dúllast með litla skottinu mínu, undirbúa Þjóðhátíðina og hafa það gott.
Sá æðislega mynd í gær á DVD, Walk the Line sem er ævisaga Johnny Cash... yndisleg mynd í alla staði, vel leikin, góð persónusköpun, góð tónlist og saga. Mæli hikstalaust með þessari.
Ásgerður er fundin og loksins náði ég í hana. Skipulögðum okkur í þaula fyrir helgina og hver ætti að kaupa þetta og hver keypti hitt. Hver ætti að baka þessa sort og hvað á að koma með mikið af þessu og hinu. Svo er bara að krossa fingur að við lendum einhversstaðar á svipuðum stað og í fyrra með tjaldið. Ása spurning um að hittast aðeins á kaffihúsi í vikunni... miðjum degi og spjalla, hvernig líst þér á það ?
6 tímar í sumarfrí !!!!!!
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Veðurspáin fyrir Þjóðhátíðarhelgina er komin og lítur hún bara ekkert skemmtilega út eins og sést hér. Takið eftir að í kringum helgina er fínasta veður en akkúrat föstudag, laugardag og sunnudag kemur leiðindarveður. Minnir mann óneitanlega á 2002 þar sem var sól og blíða á fimmtudag, brjálað veður um helgina og sól og blíða á mánudag. Afhverju ?????... spyr ég bara. Sýnist ég þurfa að kíkja á almennilegar regnbuxur og sjóhatt skv. þessu en jú svo hugsar maður eins og Pollýanna... fínt að fá svona drulluspá því hún lagast bara, versnar varla.
Miðarnir voru annars keyptir í gær og í dag verður farið í ölsjoppuna því jú það tilheyrir að fá sér í hægri tána. Svo er bara að baka pizzusnúða um helgina og kannski eins og eina köku í tjaldið fyrir föstudagskaffið. Versta er að hún Ásgerður samtjaldsbúi er týnd og lýsi ég hér með eftir henni !!!! Ása mín hvar ertu ???
Dóttir mín ætlar að verða alveg eins og mamma sín... þvílíka þjóðhátíðarmanneskjan. Hún er að missa sig eins og ég og heimtar að fara inn í dal á hverjum degi til að kíkja á uppbygginguna. Syngur svo þjóðhátíðarlög daginn út og daginn inn og ætlar sér að taka þátt í barnasöngkeppninni ... ég á nú eftir að sjá það gerast. Ég bíð bara eftir að hún biðji mig um að kaupa svona brúsa til að hafa um hálsinn, höfuðfat eða hárkollu.
Dóttir hennar Lottu komin í gírinn, takið eftir þjóðhátíðarbandinu á handleggnum.
Mig langar í svona veður eins og var í fyrra.....
Miðarnir voru annars keyptir í gær og í dag verður farið í ölsjoppuna því jú það tilheyrir að fá sér í hægri tána. Svo er bara að baka pizzusnúða um helgina og kannski eins og eina köku í tjaldið fyrir föstudagskaffið. Versta er að hún Ásgerður samtjaldsbúi er týnd og lýsi ég hér með eftir henni !!!! Ása mín hvar ertu ???
Dóttir mín ætlar að verða alveg eins og mamma sín... þvílíka þjóðhátíðarmanneskjan. Hún er að missa sig eins og ég og heimtar að fara inn í dal á hverjum degi til að kíkja á uppbygginguna. Syngur svo þjóðhátíðarlög daginn út og daginn inn og ætlar sér að taka þátt í barnasöngkeppninni ... ég á nú eftir að sjá það gerast. Ég bíð bara eftir að hún biðji mig um að kaupa svona brúsa til að hafa um hálsinn, höfuðfat eða hárkollu.
Dóttir hennar Lottu komin í gírinn, takið eftir þjóðhátíðarbandinu á handleggnum.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Ég lenti í hálfgerðum vandræðum í dag. Var að leita að korti til að hafa með sængurgjöf. Sængurgjöfin var fyrir tvíbura, strák og stelpu og hvernig kort á maður að kaupa þá. Ég fór í tvær búðir og það voru bara til bleik og blá "til hamingju með dótturina" og "til hamingju með soninn" kort.
Hafið þið lent í þessu ? Ég hugsaði og hugsaði og skoðaði og skoðaði og endaði á að kaupa rautt og hvítt kort með blöðrum og innpökkuðum gjöfum framan á..... hvað annað gat ég gert, ekki kaupi ég tvö kort.
Hafið þið lent í þessu ? Ég hugsaði og hugsaði og skoðaði og skoðaði og endaði á að kaupa rautt og hvítt kort með blöðrum og innpökkuðum gjöfum framan á..... hvað annað gat ég gert, ekki kaupi ég tvö kort.
mánudagur, júlí 24, 2006
Mál málanna í dag; Þjóðhátíðarlagið 2006. Hvað finnst ykkur ?
Mér finnst þetta bara ofboðslega fallegt lag, góð melódía, auðvelt á gítar og yndislega fallegur texti en.... hvað er þetta með sönginn. Stelpan syngur vel en þetta passar bara ekki við Þjóðhátíðarlag að vera með svona dúllur og slaufur og upp og niður. Ég ætla mér að syngja þetta lag í dalnum og ég bara sé mig í anda komin vel í glas að ætla að vanda mig svona við þetta, það er svona djazzstíll á söngnum og það bara passar illa í dalnum. Ég ætla að byrja að læra þetta á stundinni enda aðeins 10 dagar í fjörið og ég syng bara með mínu nefi, sleppi slaufunum bara.
....og hugsa sér, Raggi Bjarna mætir á svæðið - ég brjálast ég er svo hamingjusöm enda átti kallinn dalinn í fyrra. Get ekki beðið eftir Flottum jakka....tvídd tvídd tvíddtvídd *gæsahúð*.
Mér finnst þetta bara ofboðslega fallegt lag, góð melódía, auðvelt á gítar og yndislega fallegur texti en.... hvað er þetta með sönginn. Stelpan syngur vel en þetta passar bara ekki við Þjóðhátíðarlag að vera með svona dúllur og slaufur og upp og niður. Ég ætla mér að syngja þetta lag í dalnum og ég bara sé mig í anda komin vel í glas að ætla að vanda mig svona við þetta, það er svona djazzstíll á söngnum og það bara passar illa í dalnum. Ég ætla að byrja að læra þetta á stundinni enda aðeins 10 dagar í fjörið og ég syng bara með mínu nefi, sleppi slaufunum bara.
....og hugsa sér, Raggi Bjarna mætir á svæðið - ég brjálast ég er svo hamingjusöm enda átti kallinn dalinn í fyrra. Get ekki beðið eftir Flottum jakka....tvídd tvídd tvíddtvídd *gæsahúð*.
föstudagur, júlí 21, 2006
Þá er allt að skýrast með Þjóðhátíðina og allt að gerast. Á morgun klukkan 11 verður þjóðhátíðarlagið frumflutt á Bylgjunni. Mín var ekki par ánægð með það þar sem jú búið var að tala um að lagið yrði frumflutt í dag og akkúrat á morgun klukkan ellefu þá verð ég að labba út úr Herjólfi og heyri því ekki mikið í frumflutningnum.
Sú breyting verður á þetta árið að líklega munum við Brynjar ekki tjalda Reynótjaldinu og eru nokkrar ástæður fyrir því. Númer eitt er að eins og staðan er í dag þá munum við ekki fá neina gesti til okkar (nema auðvitað hana Siggu mína) og því finnst okkur óþarfi að vera að tjalda heilu tjaldi bara fyrir okkur og númer tvö er að Brynnsi verður að vinna alla þjóðhátíðina og það gæti orðið vesen að koma tjaldinu upp (ekki geri ég það ein) og koma því niður (ekki ég heldur) og flytja öll húsgögnin á föstudaginn. Númer þrjú er að elskuleg frænka mín og stuðbolti hún Ása bauð okkur að vera með sér í tjaldinu hennar og hentar það okkur bara ansi vel í þetta skiptið en.... Brynjar er næstum búin að lofa mér að vera ekki að vinna aftur á Þjóðhátíð þannig að Reynótjaldið mun rísa eins og venjulega á næsta ári.
Annað.... í sambandi við Þjóðhátíðarblaðið. Alltaf finnst mér jafn vitlaust þegar blaðið er selt svona rétt fyrir Þjóðhátíð. Er ekki hægt að setja það í sölu helgina fyrir Þjóðhátið svo maður hafi nú tíma til að skoða það og lesa og hita sig upp. Mér finnst ég aldrei hafa tíma til að glugga í það svona 5 mínútur í Þjóðhátíð og enda alltaf á að skoða það eftir hátíðina og þá er það bara ekki eins gaman. Vinsamleg ábending til Þjóðhátíðarnefndar; má ekki flýta útgáfunni á blaðinu, held það myndi líka gagnast auglýsendum betur.... ha ??? Birgir hvað segirðu um það ?????
Hætti núna... áður en ég fer að skipta mér af meiru.
Sú breyting verður á þetta árið að líklega munum við Brynjar ekki tjalda Reynótjaldinu og eru nokkrar ástæður fyrir því. Númer eitt er að eins og staðan er í dag þá munum við ekki fá neina gesti til okkar (nema auðvitað hana Siggu mína) og því finnst okkur óþarfi að vera að tjalda heilu tjaldi bara fyrir okkur og númer tvö er að Brynnsi verður að vinna alla þjóðhátíðina og það gæti orðið vesen að koma tjaldinu upp (ekki geri ég það ein) og koma því niður (ekki ég heldur) og flytja öll húsgögnin á föstudaginn. Númer þrjú er að elskuleg frænka mín og stuðbolti hún Ása bauð okkur að vera með sér í tjaldinu hennar og hentar það okkur bara ansi vel í þetta skiptið en.... Brynjar er næstum búin að lofa mér að vera ekki að vinna aftur á Þjóðhátíð þannig að Reynótjaldið mun rísa eins og venjulega á næsta ári.
Annað.... í sambandi við Þjóðhátíðarblaðið. Alltaf finnst mér jafn vitlaust þegar blaðið er selt svona rétt fyrir Þjóðhátíð. Er ekki hægt að setja það í sölu helgina fyrir Þjóðhátið svo maður hafi nú tíma til að skoða það og lesa og hita sig upp. Mér finnst ég aldrei hafa tíma til að glugga í það svona 5 mínútur í Þjóðhátíð og enda alltaf á að skoða það eftir hátíðina og þá er það bara ekki eins gaman. Vinsamleg ábending til Þjóðhátíðarnefndar; má ekki flýta útgáfunni á blaðinu, held það myndi líka gagnast auglýsendum betur.... ha ??? Birgir hvað segirðu um það ?????
Hætti núna... áður en ég fer að skipta mér af meiru.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Verð nú að fá að tjá mig aðeins um þennan Superstar þátt. Hef nú ekki lagt mig í að horfa á þetta en hef svona horft með öðru auganu og hlustað með hinu eyranu. Ég hafði nú enga trú á honum Magna þarna fyrst. Ég hef bara einhvernveginn aldrei heillast af manninum bæði útlitslega og sönglega en greinilega hef ég haft mikið rangt fyrir mér í þeim efnum. Hann var stórkostlegur í gær og vá hvað hann er flottur.
Annað..... mér finnst þessir þrír úr hljómsveitinni bara fyndnir. Þeir minna mig á ákveðnar persónur úr Prúðuleikurunum stundum. Það fer nú ekkert framhjá manni að Tommy er bara að spá í stelpurnar þarna, spáir hvort þær séu í nærbuxum og segist vilja sjá meira af þeim og að honum langi í þær....bara flottur og klikk.
Lögin eru samt sem áður ekki að heilla mig, ég er greinilega ekki rokkari.
Talandi um Prúðuleikarana. Jiiii muniði. Þetta var uppáhaldssjónvarpsefnið mitt hér í den og ég átti minn uppáhaldskarakter sem var þessi. Bara fyndinn karakter.
Annað..... mér finnst þessir þrír úr hljómsveitinni bara fyndnir. Þeir minna mig á ákveðnar persónur úr Prúðuleikurunum stundum. Það fer nú ekkert framhjá manni að Tommy er bara að spá í stelpurnar þarna, spáir hvort þær séu í nærbuxum og segist vilja sjá meira af þeim og að honum langi í þær....bara flottur og klikk.
Lögin eru samt sem áður ekki að heilla mig, ég er greinilega ekki rokkari.
Talandi um Prúðuleikarana. Jiiii muniði. Þetta var uppáhaldssjónvarpsefnið mitt hér í den og ég átti minn uppáhaldskarakter sem var þessi. Bara fyndinn karakter.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
"Mamma ég elska þig rosalega mikið, þú ert besta vinkonan mín"... jáhá.. ekki amalegt að byrja daginn á þessu. Það var líka ekki amalegt að fatta það að ég hafði verið búin að telja vitlaust að fríinu mínu og græddi sem sagt einn dag. Í dag eru því 12 dagar þangað til ég fer í frí og hananú.
Ég er hinsvegar almennt reið út í þessa "tralla" þarna í Reykjavík. Hvernig dettur þeim í hug að ætla sér að láta flóabátinn Baldur leysa Herjólf af og það á háannatíma í ferðaþjónustu. Hvað eru þessir menn bara að gera á þessum fundum sínum, dettur helst í hug að þeir hafi bara dregið nafnið upp úr potti og hlegið sig máttlausa yfir þessu. Mér fannst þetta bara helber móðgun út í Vestmannaeyinga. Bæði er skipið allt allt of lítið, það getur ekki siglt nema í liggur við spegilsléttum sjó, bíladekkið er opið, engar kojur og það er bara allt við þetta skip sem passar ekki við þessa löngu og erfiðu sjóleið. Ég skil líka ekki tímasetninguna á þessari slippferð. Háannatími í ferðaþjónustu og jú Vestmannaeyingar fara flestir í fríið sitt í ágúst, pysjutíminn..... næ þessu ekki.
Annað.... ég er ekki enn að sætta mig við hvað það tekur langan tíma að græja þessa Bakkafjöru. Ég vil ekki sætta mig við sama ástand í samgöngumálum í fjögur ár í viðbót. Mér finnst vera að spila með okkur.
Annars erum við mæðgur að fara í stelpuferð upp á land um næstu helgi. Förum á laugardegi og komum á sunnudegi. Við ætlum bara að dúlla okkur og láta eins og prinsessur, fara í bíó, á kaffihús, versla og borða ís. Hlakka til.
Ég er hinsvegar almennt reið út í þessa "tralla" þarna í Reykjavík. Hvernig dettur þeim í hug að ætla sér að láta flóabátinn Baldur leysa Herjólf af og það á háannatíma í ferðaþjónustu. Hvað eru þessir menn bara að gera á þessum fundum sínum, dettur helst í hug að þeir hafi bara dregið nafnið upp úr potti og hlegið sig máttlausa yfir þessu. Mér fannst þetta bara helber móðgun út í Vestmannaeyinga. Bæði er skipið allt allt of lítið, það getur ekki siglt nema í liggur við spegilsléttum sjó, bíladekkið er opið, engar kojur og það er bara allt við þetta skip sem passar ekki við þessa löngu og erfiðu sjóleið. Ég skil líka ekki tímasetninguna á þessari slippferð. Háannatími í ferðaþjónustu og jú Vestmannaeyingar fara flestir í fríið sitt í ágúst, pysjutíminn..... næ þessu ekki.
Annað.... ég er ekki enn að sætta mig við hvað það tekur langan tíma að græja þessa Bakkafjöru. Ég vil ekki sætta mig við sama ástand í samgöngumálum í fjögur ár í viðbót. Mér finnst vera að spila með okkur.
Annars erum við mæðgur að fara í stelpuferð upp á land um næstu helgi. Förum á laugardegi og komum á sunnudegi. Við ætlum bara að dúlla okkur og láta eins og prinsessur, fara í bíó, á kaffihús, versla og borða ís. Hlakka til.
sunnudagur, júlí 16, 2006
Alveg merkilegt að skoða Vestmannaeyjar með augum útlendings. Hún Karla er búin að gera ansi margt á þessum tíu dögum sem hún hefur dvalið hérna... held hún sé búin að gera meira en ég.. en það er nú samt ekkert furðulegt þar sem ég er nú ekki mikið fyrir fjallgöngur og annað bras. Hún er búin að fara upp á Heimaklett (ekki ég), hún labbaði Dalfjallið á enda (ekki ég), hún fór í hestaferð um eyjuna (ekki ég), hún fór inn í helli sem ég man ekki hvað heitir og þarf að skríða ofaní (ekki ég). Ég er greinilega ekki að standa mig en Heimaklett ætla ég ekki uppá (fæ bara í hnén og magann þegar ég sé myndir sem eru teknar þaðan), Dalfjallið hef ég ekki áhuga á að labba þar sem öðru megin við það er þverhnípt niður og í svoleiðis aðstæður fer Matthildur ekki sjálfviljug, hestaferðina væri ég nú alveg til í að fara í.... á hana inni seinna, hellinn fer ég aldrei inní nema líf mitt liggi við.... ég skríð ekki ofaní holu í jörðunni mér til skemmtunar. En jæja.. hún Karla var allavega afar hrifin af eyjunni en væri nú samt ekki til í að búa hérna, henni finnst þetta of lítið. Fyrir manni sjálfum er náttúrufegurðin hérna svo sjálfsögð, með tímanum venst maður þessu og hættir að taka eftir þessu.
Fyrir þremur árum síðan þegar ég flutti hingað aftur úr Reykjavík þá tók ég einmitt eftir þessu. Ég var alsæl með náttúruna í kringum mig. Labbaði í vinnuna og horfði í kringum mig, horfði á fjöllin, græna grasið, úteyjarnar og fann graslyktina og peningalyktina. Elskaði þokusuddann, rigninguna og þetta "eyjaveðurfar". Mér fannst ég nátengd náttúrunni. Ég fattaði það ekki fyrr en þá hvað það er stórfenglegt að sigla inn í innsiglinguna í fallegu veðri, algjörlega spes fyrir fólk sem hefur aldrei komið hingað. Þetta eru hlutir sem manni finnst svo sjálfsagðir þegar maður venst þeim og þetta eru hlutir sem maður sér held ég ekki nema maður missir þá í einhvern tíma.
föstudagur, júlí 14, 2006
Jæja þetta hlýtur að fara að koma þetta blessaða þjóðhátíðarlag. Ég er alls ekki sátt við hvað þjóðhátíðarlagið er að koma seint ár eftir ár... maður verður nú að fá smá tíma til að læra það og svoleiðis. Annars er ég farin að hlusta á þjóðhátíðardiskana mína á fullu og um leið ágerist gæsahúðin og spenningurinn.... ég meina hver fær ekki gæsahúð við að heyra ....."þegar ágústnóttin nálgast nýt ég þess að vera til, tæli fram í hugann horfna huldumey......"
Var að skoða bloggið mitt frá því í fyrra og við það kom enn meiri þjóðhátíðarfiðringur í mig.
Af dalnum er það annars að frétta .... (er farin að hlaupa inn í dal í hverju hádegi þannig að þá sameinast líkamsræktin og forvitnin) að litla og stóra sviðið er komið upp en það verður áreiðanlega lítið um vinnu þar um helgina sökum veðurs.... úfff eins gott að þjóðhátíðin sé ekki þessa helgi.
Við Karla elduðum annars dýrindis mexíkanska máltíð um daginn. Quesidillas með flag salsa og baunastöppu og vel sterkt.....nammmmm. Hjördís sys!!! alveg er ég viss um að þú fílir þetta, ég býð þér í þetta næst þegar þú kemur (ekki samt á þjóðhátíðinni). Fórum svo með hana í sprönguna í gær og hún var nú alveg skíthrædd en prófaði samt og á endanum skall hún með bakið í klettavegginn... meiddi sig pínku en ekkert alvarlegt. Í gær fór Brynjar með henni á tónleikana með Gumma Jóns... og já ég nennti ekki, trúi því hver sem er.... en vá þetta var samt Gummi Jóns.... the sexiest man in the world.... sagði það við Körlu og hún jú... fannst hann alveg sætur en kannski aðeins of gamall. Ég hitti hann bara síðar.
Eitt enn..... hvað er þetta minnsirkus ??? Skil ekki þetta... er verið að safna vinum þarna eða er þetta auglýsingasvæði fyrir fólk.... ætlaði að kommenta hjá einni sem ég þekki en nei nei ekki hægt þar sem ég var ekki skráð inn...asnalegt. Skilettaekki.
Var að skoða bloggið mitt frá því í fyrra og við það kom enn meiri þjóðhátíðarfiðringur í mig.
Af dalnum er það annars að frétta .... (er farin að hlaupa inn í dal í hverju hádegi þannig að þá sameinast líkamsræktin og forvitnin) að litla og stóra sviðið er komið upp en það verður áreiðanlega lítið um vinnu þar um helgina sökum veðurs.... úfff eins gott að þjóðhátíðin sé ekki þessa helgi.
Við Karla elduðum annars dýrindis mexíkanska máltíð um daginn. Quesidillas með flag salsa og baunastöppu og vel sterkt.....nammmmm. Hjördís sys!!! alveg er ég viss um að þú fílir þetta, ég býð þér í þetta næst þegar þú kemur (ekki samt á þjóðhátíðinni). Fórum svo með hana í sprönguna í gær og hún var nú alveg skíthrædd en prófaði samt og á endanum skall hún með bakið í klettavegginn... meiddi sig pínku en ekkert alvarlegt. Í gær fór Brynjar með henni á tónleikana með Gumma Jóns... og já ég nennti ekki, trúi því hver sem er.... en vá þetta var samt Gummi Jóns.... the sexiest man in the world.... sagði það við Körlu og hún jú... fannst hann alveg sætur en kannski aðeins of gamall. Ég hitti hann bara síðar.
Eitt enn..... hvað er þetta minnsirkus ??? Skil ekki þetta... er verið að safna vinum þarna eða er þetta auglýsingasvæði fyrir fólk.... ætlaði að kommenta hjá einni sem ég þekki en nei nei ekki hægt þar sem ég var ekki skráð inn...asnalegt. Skilettaekki.
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Já það eru mexíkanskir dagar á Faxastígnum. Í kvöld ætlum við Karla að elda saman ekta mexíkanskt kjúklinga-quesidillas.....og ekta mexíkanskt salsa......mmmmmmm. Hún ætlar að kenna mér réttu handtökin og hráefnið og eins gott að nýta sér það enda mexíkanskur matur einn sá besti sem hægt er að fá.
Það er ekki annað hægt að segja nema það sé fjör á heimilinu. Spænska, enska og íslenska töluð í allar áttir og þrjú börn á aldrinum 2-4 ára er ekki ávísun á rólegheit skal ég segja ykkur. Það er samt yndislegt að hafa þau öll sömul og ég held ég sé alveg að ná að dekra aðeins við þau... vonandi er ég að standa mig.
Karla fór upp á Heimaklett og Eldfell og fannst mikið til um. Hún er búin að taka trilljón myndir. Í gær var þoka og það leist henni ekki á.... sagðist finna fyrir smá hræðslu í svoleiðis veðráttu og fannst óþægilegt að hafa skýin svona lágt niðri, líklega fundið fyrir einangrunartilfinningu einhverri. Á döfinni er svo bátsferð í kringum Eyjuna, það verður örugglega upplifelsi.
Það er ekki annað hægt að segja nema það sé fjör á heimilinu. Spænska, enska og íslenska töluð í allar áttir og þrjú börn á aldrinum 2-4 ára er ekki ávísun á rólegheit skal ég segja ykkur. Það er samt yndislegt að hafa þau öll sömul og ég held ég sé alveg að ná að dekra aðeins við þau... vonandi er ég að standa mig.
Karla fór upp á Heimaklett og Eldfell og fannst mikið til um. Hún er búin að taka trilljón myndir. Í gær var þoka og það leist henni ekki á.... sagðist finna fyrir smá hræðslu í svoleiðis veðráttu og fannst óþægilegt að hafa skýin svona lágt niðri, líklega fundið fyrir einangrunartilfinningu einhverri. Á döfinni er svo bátsferð í kringum Eyjuna, það verður örugglega upplifelsi.
mánudagur, júlí 10, 2006
Vinsamleg tilmæli:
Mér finnst afar leiðinlegt og pirrandi þegar fólk er að bölsótast og hneykslast yfir því að ég skuli frekar velja þann kost að drekka ekki. Mér finnst afar leiðinlegt að fólk skuli núa mér því um nasir og álíta mig fýlupúka bara vegna þess að ég ætla mér ekki að fá mér í glas.
Ástæðan er einföld. Ég vel frekar þann kost að vakna hress daginn eftir og muna eftir hlutunum í kringum mig og vera með fulle fem.
Verst þykir mér að þegar ég tek þessa heilbrigðu ákvörðun þá er eins og ég fái bara móral yfir því.
Ég lifi mínu lífi og tek þátt í lífinu þrátt fyrir að drekka ekki..... þó ég hafi ekki haft áhuga á að fara á þetta fjör hér í bæ á aðfararnótt sunnudags þá lifi ég alveg lífinu og mér líður vel. Ég get ekki séð að ég skyldi frekar lifa lífinu betur dauðadrukkinn niður í bæ og röflandi í einhverjum öðrum dauðadrukknum. Já einmitt... þetta komment fékk ég einmitt rétt áðan.... manneskjunni fannst eðlilegra að maki minn hefði "lifað lífinu" með því að fara á "fyllerí" um helgina. Henni fannst ég sem sagt bara fýlupúki þó hún hafi kannski ekki sagt það beint. Ég er bara sótreið.
Mér finnst afar leiðinlegt og pirrandi þegar fólk er að bölsótast og hneykslast yfir því að ég skuli frekar velja þann kost að drekka ekki. Mér finnst afar leiðinlegt að fólk skuli núa mér því um nasir og álíta mig fýlupúka bara vegna þess að ég ætla mér ekki að fá mér í glas.
Ástæðan er einföld. Ég vel frekar þann kost að vakna hress daginn eftir og muna eftir hlutunum í kringum mig og vera með fulle fem.
Verst þykir mér að þegar ég tek þessa heilbrigðu ákvörðun þá er eins og ég fái bara móral yfir því.
Ég lifi mínu lífi og tek þátt í lífinu þrátt fyrir að drekka ekki..... þó ég hafi ekki haft áhuga á að fara á þetta fjör hér í bæ á aðfararnótt sunnudags þá lifi ég alveg lífinu og mér líður vel. Ég get ekki séð að ég skyldi frekar lifa lífinu betur dauðadrukkinn niður í bæ og röflandi í einhverjum öðrum dauðadrukknum. Já einmitt... þetta komment fékk ég einmitt rétt áðan.... manneskjunni fannst eðlilegra að maki minn hefði "lifað lífinu" með því að fara á "fyllerí" um helgina. Henni fannst ég sem sagt bara fýlupúki þó hún hafi kannski ekki sagt það beint. Ég er bara sótreið.
föstudagur, júlí 07, 2006
Brjálað að gera á litlu heimili. Tengdó og mexíkanarnir koma í kvöld og það er bara búið að undirbúa allt. Búa um, skúra, kaupa inn og fleira fleira. Ég tók mig til og bakaði tvöfalda muffinsuppskrift í gær og súkkulaðiköku. Peyinn hans Brynjars (sem er í heimsókn hjá okkur í sumar) elskar þegar ég er að baka. Í vikunni fannst honum ég greinilega ekki nógu dugleg (var ekki búin að baka í viku) og hann spurði mig einlæglega hvenær ég ætlaði eiginlega að baka meira... það er auðvitað ekki hægt að standast svona spurningar og var ég fljót til að kaupa inn fyrir baksturinn.
Það verður svo gaman að skoða Vestmannaeyjar með augum Mexíkana. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig upplifunin verður.
Það verður svo gaman að skoða Vestmannaeyjar með augum Mexíkana. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig upplifunin verður.
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Fyrir um fjórum árum síðan ákvað ég að hætta að horfa á Bráðavaktina. Mér fannst þetta orðið gott þegar ég stóð mig að því að grenja yfir þættinum þegar Dr. Green dó... og ég grenjaði ekki bara, heldur var bara ansi miður mín yfir þessu, með kökk í hálsinum og allt. Þá hugsaði ég... nú er komið nóg og þennan þátt horfi ég aldrei aftur á og ég stóð við það.
Greys Anatomy er að hafa svipuð áhrif á mig núna. Þetta er gjörsamlega einir bestu þættir sem ég hef séð. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur lifað sig inn í þetta. Mér finnst leikararnir vera mínir bestu vinir og ég er t.d. kolfallin fyrir Dr. Shepard og hjartasjúklingnum honum Denny. Finnst ekkert skrýtið að Izzy setji starfið að veði fyrir manninn með bilaða hjartað.... þvílíkur sjarmör. Ég hef staðið mig að því að segja Meredith að kyssa Dr. Shepard....já ég veit ég segi henni það oft þegar þau eru að tala saman í þáttunum..... uuuuu ég veit þetta er klikkað .. en það er bara ekkert öðruvísi en þegar karlarnir eru að horfa á enska boltann og hrópa á liðið sitt og/eða fagna þegar liðið þeirra skorar. Ég átti líka erfitt með mig þegar þættinum lauk og jú þvílíkur endir. Ég sat uppí sófa, með hendur fyrir andlitinu og kökk í hálsinum.... ó hvað ég vona að Denny lifi... ég held nefnilega að Dr. Burke gefi honum hjartað sitt. Eru það ekki kaldhæðni örlaganna. Elska þessa þætti.
Greys Anatomy er að hafa svipuð áhrif á mig núna. Þetta er gjörsamlega einir bestu þættir sem ég hef séð. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur lifað sig inn í þetta. Mér finnst leikararnir vera mínir bestu vinir og ég er t.d. kolfallin fyrir Dr. Shepard og hjartasjúklingnum honum Denny. Finnst ekkert skrýtið að Izzy setji starfið að veði fyrir manninn með bilaða hjartað.... þvílíkur sjarmör. Ég hef staðið mig að því að segja Meredith að kyssa Dr. Shepard....já ég veit ég segi henni það oft þegar þau eru að tala saman í þáttunum..... uuuuu ég veit þetta er klikkað .. en það er bara ekkert öðruvísi en þegar karlarnir eru að horfa á enska boltann og hrópa á liðið sitt og/eða fagna þegar liðið þeirra skorar. Ég átti líka erfitt með mig þegar þættinum lauk og jú þvílíkur endir. Ég sat uppí sófa, með hendur fyrir andlitinu og kökk í hálsinum.... ó hvað ég vona að Denny lifi... ég held nefnilega að Dr. Burke gefi honum hjartað sitt. Eru það ekki kaldhæðni örlaganna. Elska þessa þætti.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Ég er að fara í brúðkaup um helgina. Ég hlakka þvílíkt til enda verður þetta örugglega mjög flott og skemmtilegt. Ekki er verra að tengdó og svilkona mín frá Mex koma líka og litlu mexíkanarnir hennar og hlakkar mig því enn meira til.... ég ætla að halda þeim allavega í viku hjá mér... ætla ekki að panta fyrir þau í Herjólf ef þau ætla sér að fara eitthvað of fljótt frá okkur.
Eins og mér þykir gaman að fara í brúðkaup þá þykir mér allt þetta tilstand svo fjarri mínum áhuga. Aldrei myndi ég nenna að standa í svona undirbúningi og ég er svo fegin að aðrir nenni því og bjóði mér í veisluna. Eftir því sem ég horfi oftar og oftar á Brúðkaupsþáttinn Já þeim mun meira fjarlægist þessi brúðkaupsáhugi hjá mér. Þetta er svo mikið rugl stundum allur þessi undirbúningur að mér finnst þessir þættir stundum hin besta skemmtun.
Ég væri alveg til í að gifta mig bara á þjóðhátíð... bara fá prest inní þjóðhátíðartjald, allt nánasta liðið okkar og svo bara nota dalinn fyrir veisluna. Ekkert vesen, ekkert stress og tilganginum náð á einfaldan hátt. Ekki það að ég sé að fara að gifta mig.... nei nei... bara smá pæling
En þetta er bara ég og sem betur fer eru ekki margir ég til. Ég er nægjusöm og það er auðvelt að gleðja mig.... ég vil ekkert vesen þó ég sé oft með vesen til þess að hafa ekki vesen...hehehehehe....þið skiljið þetta sem þekkið mig.
Svo styttist enn meir í þjóðhátíðina. Sigga mín kom mér aldeilis í þjóðhátíðarfílinginn um daginn þegar hún bað um gistingu... það styttist líka í sumarfríið mitt, stelpuferðina okkar Lindu Bjarkar í lok júlí og jólin. Allt að gerast "smerast" eins og Linda Björk segði.... það snýst allt um rím hjá henni þessa dagana "hey sjáðu þetta græna, karlinn er að spræna".....hehehehe, bara fyndið.
Eins og mér þykir gaman að fara í brúðkaup þá þykir mér allt þetta tilstand svo fjarri mínum áhuga. Aldrei myndi ég nenna að standa í svona undirbúningi og ég er svo fegin að aðrir nenni því og bjóði mér í veisluna. Eftir því sem ég horfi oftar og oftar á Brúðkaupsþáttinn Já þeim mun meira fjarlægist þessi brúðkaupsáhugi hjá mér. Þetta er svo mikið rugl stundum allur þessi undirbúningur að mér finnst þessir þættir stundum hin besta skemmtun.
Ég væri alveg til í að gifta mig bara á þjóðhátíð... bara fá prest inní þjóðhátíðartjald, allt nánasta liðið okkar og svo bara nota dalinn fyrir veisluna. Ekkert vesen, ekkert stress og tilganginum náð á einfaldan hátt. Ekki það að ég sé að fara að gifta mig.... nei nei... bara smá pæling
En þetta er bara ég og sem betur fer eru ekki margir ég til. Ég er nægjusöm og það er auðvelt að gleðja mig.... ég vil ekkert vesen þó ég sé oft með vesen til þess að hafa ekki vesen...hehehehehe....þið skiljið þetta sem þekkið mig.
Svo styttist enn meir í þjóðhátíðina. Sigga mín kom mér aldeilis í þjóðhátíðarfílinginn um daginn þegar hún bað um gistingu... það styttist líka í sumarfríið mitt, stelpuferðina okkar Lindu Bjarkar í lok júlí og jólin. Allt að gerast "smerast" eins og Linda Björk segði.... það snýst allt um rím hjá henni þessa dagana "hey sjáðu þetta græna, karlinn er að spræna".....hehehehe, bara fyndið.