mánudagur, febrúar 27, 2006
Bolludagur
Það er ansi hressandi að vera rassskellt eldsnemma á mánudagsmorgni líta svo við og sjá hlæjandi sæta villingastelpu með bolluvönd sem heimtar BOLLU. Já í dag er bolludagurinn og þá verða teknar nokkrar bollur í karphúsið með góðri lyst mmmmmm.
Ég asnaðist aftur til að horfa á einhvern "&%/&%("#$#$ fuglaflensuþátt í gær... ohhhh .... ég svaf lítið í nótt fyrir áhyggjum og síðast þegar ég man eftir mér þá var ég að skipuleggja hversu marga hafragrautspakka ég ætti að kaupa og mundi svo eftir að ég ætti líka að kaupa nokkra kaffipakka. Það er ekki hægt að vera án kaffis í einangrun. Svo gerir hann faðir minn í því að stríða mér á þessu og hræða mig enn meir. Held ég lifi þetta ekki af. Hlusta á hvern einasta fréttatíma og bið fréttamanninn bænaraugum að minnast ekki á fuglaflensuna. Las fyrir dóttur mína sögu um daginn sem hét "Fuglastígurinn". Hún kom með snilldar lausn í gær; "Fuglastígurinn er til að stíga á fuglaflensuna"... ohhh ég vildi að ég gæti bara trampað á þessu og allt væri í lagi.
Annars er ég eitthvað voða kvíðin þessa dagana og ekki alveg með sjálfri mér, kannski eitthvað sumarþunglyndi hehehehe nei grín ... núna kvíður mig ferlega fyrir öskudeginum... já ég veit... ég þoli ekki þennan dag og finnst nóg um þessa vitleysu. Aldrei fór ég í búning og söng í búðum og heimtaði nammi þegar ég var yngri. Ég saumaði öskupoka og laumaði honum á fólk í bænum, það var sko gaman. Nei nú þarf ég að hlusta á 703 krakka syngja ..... argghhh... man í fyrra þegar einhver óperudrengur kom og vá hvað mér brá þegar hann byrjaði... úfff hélt hann væri bara að öskra á mig. Ætla bara að hafa nóg að gera og vera alveg á kafi í tölvunni með eyrnatappa.
Að öðru skemmtilegra. Ég vona að fólk hafi séð Spaugstofuna á laugardaginn. Stórkostlegir alveg með Silvíu Nætur grínið og Neyðarkallinn..... hahahaha... grenjaði bara úr hlátri. Getið horft á þáttinn hér.
Var svo himinlifandi ánægð þegar ég sá The Apprentice auglýstan á Stöð 2 en... hey ... hvar er Donni ???? og birtist þá ekki bara Martha Stewart þarna í staðinn. Frúin sú er að stela frá mér öllum bestu þáttunum. Búin að taka Opruh frá mér um helgar og svo ætlar hún að stelpa Donald Trump líka.... vonandi að hún birtist ekki í Lost þáttunum líka... á maður líka von á því.
Ég asnaðist aftur til að horfa á einhvern "&%/&%("#$#$ fuglaflensuþátt í gær... ohhhh .... ég svaf lítið í nótt fyrir áhyggjum og síðast þegar ég man eftir mér þá var ég að skipuleggja hversu marga hafragrautspakka ég ætti að kaupa og mundi svo eftir að ég ætti líka að kaupa nokkra kaffipakka. Það er ekki hægt að vera án kaffis í einangrun. Svo gerir hann faðir minn í því að stríða mér á þessu og hræða mig enn meir. Held ég lifi þetta ekki af. Hlusta á hvern einasta fréttatíma og bið fréttamanninn bænaraugum að minnast ekki á fuglaflensuna. Las fyrir dóttur mína sögu um daginn sem hét "Fuglastígurinn". Hún kom með snilldar lausn í gær; "Fuglastígurinn er til að stíga á fuglaflensuna"... ohhh ég vildi að ég gæti bara trampað á þessu og allt væri í lagi.
Annars er ég eitthvað voða kvíðin þessa dagana og ekki alveg með sjálfri mér, kannski eitthvað sumarþunglyndi hehehehe nei grín ... núna kvíður mig ferlega fyrir öskudeginum... já ég veit... ég þoli ekki þennan dag og finnst nóg um þessa vitleysu. Aldrei fór ég í búning og söng í búðum og heimtaði nammi þegar ég var yngri. Ég saumaði öskupoka og laumaði honum á fólk í bænum, það var sko gaman. Nei nú þarf ég að hlusta á 703 krakka syngja ..... argghhh... man í fyrra þegar einhver óperudrengur kom og vá hvað mér brá þegar hann byrjaði... úfff hélt hann væri bara að öskra á mig. Ætla bara að hafa nóg að gera og vera alveg á kafi í tölvunni með eyrnatappa.
Að öðru skemmtilegra. Ég vona að fólk hafi séð Spaugstofuna á laugardaginn. Stórkostlegir alveg með Silvíu Nætur grínið og Neyðarkallinn..... hahahaha... grenjaði bara úr hlátri. Getið horft á þáttinn hér.
Var svo himinlifandi ánægð þegar ég sá The Apprentice auglýstan á Stöð 2 en... hey ... hvar er Donni ???? og birtist þá ekki bara Martha Stewart þarna í staðinn. Frúin sú er að stela frá mér öllum bestu þáttunum. Búin að taka Opruh frá mér um helgar og svo ætlar hún að stelpa Donald Trump líka.... vonandi að hún birtist ekki í Lost þáttunum líka... á maður líka von á því.
laugardagur, febrúar 25, 2006
Krullikrull
Eins og alþjóð veit þá sit ég þessa dagana yfir mig spennt yfir Vetrarólympíuleikunum í Tórínó. Ég elska þessar íþróttir, fæ hroll í hnén þegar ég sé skautadansarana taka þrefalda lúppa, lyftur og snúninga, mig langar að læra þetta og mig hefur alltaf langað til að skauta afturábak. Það er hinsvegar ein "íþrótt" þarna sem gefur mér svona kjánahroll, Krull eða Curling. Hvað er þetta eiginlega ? Síðan hvenær varð það íþrótt að sópa gólf ? Jahérna hér... mætti alveg sleppa þessu eða allavega sleppa því að sýna svona mikið frá því. Meiri vitleysan. Samúel Örn er líka algjör íþróttaorðabók. Endalaust hvað maðurinn er mikill fróðleiksbrunnur, hann veit gjörsamlega allt um allar íþróttir. Snillingur. Elska RÚV og Samúel.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Á föstudegi kellan malar
Ég held ég sé með ofnæmi fyrir ilmvatninu sem Oprah sagði mér að kaupa. Ég fékk prufu af því og núna finn ég eingöngu lyktina af ilmvatninu, sem er reyndar mjög góð en ekki svona endalaust, komin með höfuðverk og nefrennsli. Eins gott að ég keypti ekki glasið strax.... gef mömmu restina af prufunni.
Talandi um hana móður mína sem er endalaust fyndin. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tölvumálum þessa dagana og það er að opnast nýr heimur fyrir henni. Hún skoðar blogg og barnalandssíður en commentar auðvitað ekki né skrifar í gestabækur. Síðan mín er svona nokkurs konar startsíða hjá henni og skoðar hún útfrá henni hinar ýmsustu síður... tenglarnir hérna til vinstri eru því hennar uppáhald - mamma er því líklega einn af leynilesurunum ykkar... ég dó úr hlátri þegar hún var að segja mér þetta. Pæjan hún móðir mín, og svo þykist hún ekkert kunna að commenta... hehehehe.
Talandi um hana móður mína sem er endalaust fyndin. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tölvumálum þessa dagana og það er að opnast nýr heimur fyrir henni. Hún skoðar blogg og barnalandssíður en commentar auðvitað ekki né skrifar í gestabækur. Síðan mín er svona nokkurs konar startsíða hjá henni og skoðar hún útfrá henni hinar ýmsustu síður... tenglarnir hérna til vinstri eru því hennar uppáhald - mamma er því líklega einn af leynilesurunum ykkar... ég dó úr hlátri þegar hún var að segja mér þetta. Pæjan hún móðir mín, og svo þykist hún ekkert kunna að commenta... hehehehe.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Fuglaflensan hjá Opruh
Ég horfði því miður á Opruh í kvöld. Sef ekki næstu nætur. Bara ef maðurinn sem hún talaði við hefði getað gefið manni einhverja von... sagt að það skyldi duga að standa á haus klukkutíma á dag, drekka heilt glas af lýsi, kaupa almennilegar grímur og búninga til varnar flensunni en nei .... ekkert... engin ráð.... engin von.....helsti áhættuhópurinn er fólk á aldrinum 20-40 ára.... hey .... það er ég. Ég beið bara eftir að hann segði nafnið mitt þarna í þessum þætti. Er hægt að deyja úr áhyggjum ? Ég hefði betur átt að sleppa því að horfa á þetta.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Kjánaroðn
Já ég er að skemmta mér konunglega yfir þessari Eurovision spurningakeppni. Ég veit flestar spurningarnar og kann flest lögin eða allavega hluta úr flestum lögunum hvort sem þau eru á hebresku, frönsku, þýsku, norsku eða ítölsku. Gæjaleg. Ég væri sko meira en til í að sjá endursýningu á þessum gömlu söngvakeppnum þegar ég fylgdist með af einörðum áhuga og söng með í hárbursta og vá hvað ég horfði og hlustaði oft á sum lögin; Frei zu leben, Hubba Hulla, White and Black, Brandenburger Tor, Rock me baby og fleiri og fleiri...... Hjördís manstu..híhíhíhíhí ???
föstudagur, febrúar 17, 2006
Lítil morgunpæling
Úr því að ég á eina Lindu þá væri sniðugt ef ég eignaðist tvö börn í viðbót; strák og stelpu þá myndi ég geta skírt þau Freyju og Nóa...... fattiði ?????
Linda + Freyja + Nói = sælgæti
..... smá pæling á föstudagsmorgni hehehehe.
Linda + Freyja + Nói = sælgæti
..... smá pæling á föstudagsmorgni hehehehe.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Nýtt en ekki betra
Mikið finnst mér þreytandi þegar vörutegundin manns sem maður er svo vanur að kaupa og finnst best er allt í einu ekki lengur til í búðinni og það sem meira er ... hún fæst ekki í neinni búð í Vestmannaeyjum - það er bara komið eitthvað allt annað merki í staðinn. Ég er til dæmis að tala um Casa Fiesta salsasósur, Casa fiesta jalapeno í krukku og Old el Paso fajitas krydd. Nú er bara búið að skipta út þessum eðalvörum og í staðinn kemur eitthvað merki sem heitir Wanted dótarí... ekki nándar nærri nógu sterkur jalapeno og salsasósan er með of miklu tómatsósubragði.... kryddið sem kemur svo í staðinn er ekki svipur hjá sjón. Bömmer.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Tvær Silvíur
Silvíuæðið fer ekki framhjá mér né öðrum þessa dagana. Á meðan dóttir mín syngur lagið daginn út og daginn inn (tekur smá tíma að hlaðast inn) þá sprangar systir mín um í gervi Silvíu Nætur. Nokkuð gott hjá þeim frænkum.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Nýjasti bloggarinn!
Já já undur og stórmerki. Hann Brynjar er byrjaður að blogga. Að vísu er hann ekkert alveg sáttur við þetta eins og skín í gegnum textann hjá honum en þetta er víst í námsefninu hjá honum. Svo er bara að sjá hvernig honum gengur.
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Súkkulaðiverksmiðjan, Da Vinci og Tórínó
Á meðan hálfur bærinn skellti sér á ball með Greifunum og Brynjar fór á loðnuvakt þá áttum við mæðgur kósýkvöld á laugardagskvöldið. Við tókum okkur "Charlie and the Chocolate factory" og fannst stelpunni mikið til hennar koma (eins og reyndar mamman líka), popp og kók og bara gaman hjá okkur, verst var að myndin var ekki til með íslensku tali þannig að ég þurfti að svara ótal spurningum og segja hvað væri að gerast þarna og afhverju þetta væri og hvað stæði í blöðunum og fleira og fleira. Daginn eftir vildi stelpan horfa aftur á myndina og popp og kók takk.... það síðarnefnda fékk hún nú ekki enda klukkan rétt gengin ellefu um morguninn en það mátti reyna.
Af lestrarmálum er það að frétta að ég er komin á bólakaf í Da Vinci lykilinn. Hún er ansi góð og það verður gaman að sjá kvikmyndina því það er svo margt í bókinni sem gerir mann forvitinn að sjá. Lauk annars við bókina "Myndin af pabba" eftir Gerði Kristnýju í millitíðinni (tók þriggja daga frí á Da Vinci). Þessi bók gerði mig bara reiða. Mér fannst hún bara ógeðsleg og sorgleg.
Þessa dagana er svo hátíð í bæ hjá kellingunni. Vetrarólympíuleikarnir í Tórínó. Skemmtilegustu sjónvarpsíþróttir sem ég sé. Skautahlaup, skíðaskotfimi, hólasvig, listdans á skautum (óhefðbundin aðferð), bobsleðar, brun, risastórsvig og fleira og fleira.... datt líka svona inn í setningu leikanna og þetta var svakalegt, þvílík og annað eins sjónarspil. Núna get ég varla beðið eftir að fara til "The Sigló-Alps" um páskana og renna mér niður snæviþaktar brekkurnar á flottu rauðu carving skíðunum mínum...... fá mér svo heitt kakó með rjóma og vöfflu í skálanum og ískaldan bjór þegar komið er niður úr fjallinu - það er fátt sem toppar það.
Af lestrarmálum er það að frétta að ég er komin á bólakaf í Da Vinci lykilinn. Hún er ansi góð og það verður gaman að sjá kvikmyndina því það er svo margt í bókinni sem gerir mann forvitinn að sjá. Lauk annars við bókina "Myndin af pabba" eftir Gerði Kristnýju í millitíðinni (tók þriggja daga frí á Da Vinci). Þessi bók gerði mig bara reiða. Mér fannst hún bara ógeðsleg og sorgleg.
Þessa dagana er svo hátíð í bæ hjá kellingunni. Vetrarólympíuleikarnir í Tórínó. Skemmtilegustu sjónvarpsíþróttir sem ég sé. Skautahlaup, skíðaskotfimi, hólasvig, listdans á skautum (óhefðbundin aðferð), bobsleðar, brun, risastórsvig og fleira og fleira.... datt líka svona inn í setningu leikanna og þetta var svakalegt, þvílík og annað eins sjónarspil. Núna get ég varla beðið eftir að fara til "The Sigló-Alps" um páskana og renna mér niður snæviþaktar brekkurnar á flottu rauðu carving skíðunum mínum...... fá mér svo heitt kakó með rjóma og vöfflu í skálanum og ískaldan bjór þegar komið er niður úr fjallinu - það er fátt sem toppar það.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Þetta var auðvelt !
Fjórar vinnur sem ég hef unnið:
1.Vinnuskólinn
2.Fiskverkunarpæja
3.Nokkrir dagar á sjó
4.Bankastarfsmaður
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.Schindler's List
2.Muriels Wedding
3.Forrest Gump
4.The Shawshank Redemption
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Strembugata (900)
Bergstaðastræti (101)
Engjasel (109)
Faxastígur (900)
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
The Apprentice
Lost
Nip Tuck
Prison Break
Fjórar síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
eyjafrettir.is
ýmsar bloggsíður
ýmsar barnalandssíður
Matur sem ég fíla:
Nautasteik m.piparsósu
Pasta
Flest allur fiskur
Fajitas
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima hjá mér
Disneylandi (LA)
Sigló
Smáralind
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
....þeir sem vilja og nenna !!!
1.Vinnuskólinn
2.Fiskverkunarpæja
3.Nokkrir dagar á sjó
4.Bankastarfsmaður
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1.Schindler's List
2.Muriels Wedding
3.Forrest Gump
4.The Shawshank Redemption
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Strembugata (900)
Bergstaðastræti (101)
Engjasel (109)
Faxastígur (900)
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
The Apprentice
Lost
Nip Tuck
Prison Break
Fjórar síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
eyjafrettir.is
ýmsar bloggsíður
ýmsar barnalandssíður
Matur sem ég fíla:
Nautasteik m.piparsósu
Pasta
Flest allur fiskur
Fajitas
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima hjá mér
Disneylandi (LA)
Sigló
Smáralind
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
....þeir sem vilja og nenna !!!
Fyrsta könguló ársins
Ég hélt ég hefði sjóast í skordýrafóbíum mínum eftir að ég eyddi mánuði í fyrra í Mexíkó og suðurhluta Bandaríkjanna og þar á meðal í Phoenix sem er m.a. þekkt fyrir að státa af flestum tegundum snáka í Bandaríkjunum. Ég hélt ég gæti hér með haldið á köngulóm og talað við þær eins og þær væru bestu vinir mínir, hélt ég gæti séð þær í friði því þær eru nokkuð minni hér á landi en úti og setið óhult úti í grasinu án þess að spá í að könguló gæti verið að skríða á mér. Aldeilis ekki sko.... var að kveikja ljósið inní svefnó í gær og sá könguló við kveikjarann... ég auðvitað rak upp skaðræðisóp mér brá svo enda febrúar og þessi skrímsli eiga auðvitað ekki að vera á vappi núna og helst aldrei bara en þarna var þetta ógeð sprell"alive" og í leiðslu náði ég í klósettpappír og kramdi hana og henti henni í klósettið og sturtaði tvisvar. Hata þetta og þetta er ein ástæðan fyrir að ég elska veturna - nefnilega engin skordýr eða allavega mun færri. Kannski maður flytji bara inn eðlu og leyfi henni að vappa um veggina heima ... hún drepur allavega köngulærnar en nei kannski ekki... fannst nú ansi óþægilegt að hafa eina svoleiðis inni í herbergi í Mex.... hrollur.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Þegar stórt er spurt....
Afhverju á maður að taka inn 2-3 lýsispillur TVISVAR á dag skv. merkingum á Lýsisbauknum. Má ég ekki bara taka inn 4-6 í einu. Fær maður of stóran skammt ef maður tekur þetta inn í heilu lagi einu sinni á dag. Þarf ég virkilega að muna það núna tvisvar sinnum á dag að taka inn lýsið mitt. Mér fannst alveg nóg að muna þetta einu sinni á dag og þetta er bara vesen. En hvað um það... byrjaði á að kaupa mér venjulegt Þorskalýsi sem er annars alls ekki bragðgóður drykkur og ég var farin að kvíða fyrir að fá mér sopa þannig að ég kláraði flöskuna og skipti yfir í pillurnar (jii.. það má nú misskilja þessa setningu aðeins...hehehehehe) en Adam var ekki lengi í paradís.... í staðinn þarf ég að taka þetta inn tvisvar á dag, verð ég að fara að taka líka inn minnistöflur ?..... fatta ekki svona.
mánudagur, febrúar 06, 2006
Mánudagsblús
Get nú ekki sagt að ég sé í miklu stuði núna. Það er ansi erfitt að vakna og koma sér af stað á mánudagsmorgni og dóttir mín grenjandi frá því hún opnar augun og enn grenjandi þegar hún er kvödd á leikskólanum. Hún er búin að láta svona núna í nokkrar vikur. Hún vill ekki fara á leikskólann og hef ég enga skýringu á því aðra en að hún vill frekar vera heima hjá sér og hún spyr endalaust um hvenær sé helgarfrí. Núna er ég eiginlega alveg orðin tóm í hausnum og veit ekkert hvað best er að gera. Er farin að kvíða fyrir að vekja hana á morgnana því það þýðir "ég vil ekki fara á leikskólann sinfóníuna" Ég held það þýði ekkert að skamma barnið og segja því að hætta að grenja, vandamálið er meira en það að hún hætti þessu bara allt í einu. Það er greinilega eitthvað að en hvað ? Hvernig er best að vinna úr svona málum ? Ég er margsinnis búin að spyrja hana hvort einhver sé að stríða henni eða einhver sé vondur við hana en nei nei ekkert svoleiðis í gangi, hún vill bara ekki fara á leikskólann. Öll ráð vel þegin.
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Til hamingju Silvía Nótt !
Þá er maður búinn að fá að heyra öll lögin sem komust í Eurovision forkeppnina hérna heima og þvílíkt og annað eins rusl. Hvernig dettur íslenskum lagahöfundum að semja svona lög fyrir Eurovision. Þetta eru svona "draugalög", þau eru á staðnum en samt ekki, maður heyrir hvorki í þeim né man eftir þeim því þau eru svo litlaus. Silvía Nótt bjargaði því sem bjargað var og kom með stórskemmtilegt lag og frábæra sviðsframkomu. Flott lag, flottur söngur og stórkostleg sviðsframkoma. Ég ætla rétt að vona að hún komist alla leið og ég eiginlega leyfi mér ekki að efast um það því annars er "eitthvað að þjóðinni". Hélt ég yrði ekki eldri þegar "Geirmundarlagið" var flutt... oj hvað þetta var hræðilega hallærislegt og eins Wig Wam stælingin... ég bara spyr aftur, hvernig dettur fólki þetta í hug ? Þarna voru að vísu tvö góð lög; lagið með Guðrúnu Árnýju og svo með Dísellu en þetta eru ekki lög til að senda í Eurovision.
Sá fína mynd í gær "Racing Stripes". Fjallar um sebrahest sem dreymir um að verða veðhlaupahestur. Þarna tala dýrin sín á milli og ég hef reyndar aldrei getað horft á svoleiðis myndir nema þessa.. ansi skemmtileg og fínasta afþreying. Flugurnar fóru á kostum, mikið hlegið af þessari mynd.´
Sá fína mynd í gær "Racing Stripes". Fjallar um sebrahest sem dreymir um að verða veðhlaupahestur. Þarna tala dýrin sín á milli og ég hef reyndar aldrei getað horft á svoleiðis myndir nema þessa.. ansi skemmtileg og fínasta afþreying. Flugurnar fóru á kostum, mikið hlegið af þessari mynd.´
föstudagur, febrúar 03, 2006
Tabú
Veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa um þetta af ótta við hefndaraðgerðir og mótmælaöldu í slæðulöndunum og ég verði réttdræp hjá þeim því hver veit nema Múhammedd Hassann Abbdúlla lesi bloggið mitt á hverjum degi og þá er ég í vondum málum en...... skrifa aðeins í kringum þetta.
Ég hef alltaf passað mig á að vera ekki með fordóma því jú fordómar spretta upp af fáfræði og ég vil ekki vera stimpluð fáfróð. Núna er ég hinsvegar algjörlega búin að missa þolinmæðina gagnvart þessum slæðulöndum þarna niðurfrá. Hvernig er það með þetta lið, vinnur það ekkert? Ég get ekki betur séð en að það eyði hálfum deginum í að finna eitthvað til að mótmæla og reiðast yfir og hinum helmingnum eyði þeir svo í mótmælagöngur, dráp, hótanir og fánabrennslur. Þó það sé ekki ritfrelsi í þessum löndum þá er ritfrelsi hjá okkur (eða heitir það málfrelsi eða hvað....). Hvað eru þeir að skipta sér af hvað við setjum í blöðin okkar? ... og það er meira að segja búið að biðjast fyrirgefningar á því en nei nei... þeir hlusta ekki á það.. einhver þarf að deyja núna. Ég hef það á tilfinningunni að þetta fólk ætli sér að yfirtaka heiminn með frekju sinni, illsku og hótunum - endar þetta ekki á því að allir verða skíthræddir við hótanir slæðanna og gera það sem þeir segja ? Vonandi ekki og vonandi er þetta aðeins lítill hópur sem lætur svona og ég er að reyna að telja mér trú um það. Mér finnst bara svo asskoti margir taka þátt í þessum mótmælum þarna.
...plús... í dag eru akkúrat fimm ár síðan skvísan útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands... jeminn hvað þetta er fljótt að líða.. held ég gleymi nú ekki glatt útskriftardagsetningunni 03.02.01.
Ég hef alltaf passað mig á að vera ekki með fordóma því jú fordómar spretta upp af fáfræði og ég vil ekki vera stimpluð fáfróð. Núna er ég hinsvegar algjörlega búin að missa þolinmæðina gagnvart þessum slæðulöndum þarna niðurfrá. Hvernig er það með þetta lið, vinnur það ekkert? Ég get ekki betur séð en að það eyði hálfum deginum í að finna eitthvað til að mótmæla og reiðast yfir og hinum helmingnum eyði þeir svo í mótmælagöngur, dráp, hótanir og fánabrennslur. Þó það sé ekki ritfrelsi í þessum löndum þá er ritfrelsi hjá okkur (eða heitir það málfrelsi eða hvað....). Hvað eru þeir að skipta sér af hvað við setjum í blöðin okkar? ... og það er meira að segja búið að biðjast fyrirgefningar á því en nei nei... þeir hlusta ekki á það.. einhver þarf að deyja núna. Ég hef það á tilfinningunni að þetta fólk ætli sér að yfirtaka heiminn með frekju sinni, illsku og hótunum - endar þetta ekki á því að allir verða skíthræddir við hótanir slæðanna og gera það sem þeir segja ? Vonandi ekki og vonandi er þetta aðeins lítill hópur sem lætur svona og ég er að reyna að telja mér trú um það. Mér finnst bara svo asskoti margir taka þátt í þessum mótmælum þarna.
...plús... í dag eru akkúrat fimm ár síðan skvísan útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands... jeminn hvað þetta er fljótt að líða.. held ég gleymi nú ekki glatt útskriftardagsetningunni 03.02.01.
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Pólitík
Ég er alveg hætt að skilja pólitík. Mér finnst pólitík sandkassaleikur. Mér finnst pólitík bara skemma útfrá sér. Ég vil ekki pólitík í mínu bæjarfélagi. Ég vil menn/konur, sem eyða ekki tímanum í að rífast yfir öllu og þar með klúðra hlutunum heldur standa saman og vinna saman, til að hugsa um mitt bæjarfélag. Enginn minnihluti eða meirihluti. Bara einn hluti þar sem allir eru vinir.
Ég ætla að skila AUÐU í vor ef ekkert annað kemur uppá og hananú.
Ég ætla að skila AUÐU í vor ef ekkert annað kemur uppá og hananú.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Æði eða....ekki
Guð ég er með svo leiðinlegt lag á heilanum.... "Bed of Roses"... skil ekki afhverju og man ekki eftir að hafa heyrt þetta í gær eða í morgun. Samt skárra lag en það sem ég var með um daginn. Þá byrjaði dóttir mín að syngja "...ryksugan á fullu, étur alla drullu lalalalalalala" og kellingin söng þetta í hausnum allan liðlangan daginn - svaka skemmtilegt eða hitt þó.